Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 3
+- FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Fréttir Húnavatnssýslur: Miklar deilur um ráðningu aðal- varðstjóra Miklar deilur hafa blossað upp í Húnavatnssýslum í kjölfar ráðn- ingar aðalvarðstjóra lögreglunnar á Blönduósi. Staða þessi var aug- lýst laus til umsóknar í miðjum síðasta mánuði og sóttu fjórir um hana, þrír varðstjórar með 3-20 ára starfsreynslu og einn óbreyttur lögreglumaður. Eftir nokkurt þóf milli sýslu- mannsins á staðnum og dómsmála- ráðuneytisins ákvað ráðherra að hinn óbreytti yrði ráðinn í starfið. I framhaldi af því hefur verið stofn- að til undirskriftaherferðar í sýslunum þar sem þessari ákvörð- un er harðlega mótmælt og þess krafist að Frimann Hilmarsson, varðstjóri á Blönduósi, sem stýrt hefur löggæslunni í héraðinu og var eínn umsækjenda, fái stöðuna. Mál þetta kom inn á borð hjá Landssambandi lögreglumanna. Sagði formaður þess, Einar Bjarnason, í samtali við DV að þeir hefðu í sjálfu sér ekkert að athuga við ráðningu þess sem fékk stöðuna þar sem hann hefði upp- fyllt þau skilyrði sem þyrfti en teldu eðlilegra að einhver varð- stjóranna, sem sótt hefði um, hefði verið ráðinn. -FRI Dómur í máli Mótorskips Fyrir Sakadómi Reykjavíkur er genginn dómur í máli ákæruvaldsins gegn framkvæmdastjóra og með- stjórnanda Mótorskips en þeir voru á sínum tíma ákærðir fyrir skjalafals, tollsvik og undanskot undan sölu- skatti í tengslum við innflutmng á japönskum bílum frá V-Þýskalandi á árunum 1982-84. I dómsorði segir að framkvæmda- stjórinn skuli sæta 15 mánaða fangelsi og greiða 500.000 króna sekt til ríkis- sjóðs. Meðstjórnandinn var dæmdur í 3ja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, og til greiðslu 75 þusund króna sektar. Dóminn kvað upp Pétur Guðgeirs- son sakadómari en meðdómari var Þorvaldur Þorvaldsson, löggiltur end- urskoðandi. -FRI FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERÐI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aösfœöur krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10-16. VERID VELKOMIN BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykiavík, sími 38600 10 línur 3 góðar frá: koSW Einkaumboð á íslandi JB HQME VIDEO myndbönd mMi ;.Á ¦ Lögroglumyndltuwta Stóttostiog tjölskyldumynd. Spennandl lögreglumynd. Nlght Of The Lepus, thriller með Stuart Whltman. They Onty KW Their Matten, thrtller rrwð Jame» Cormr. Útgáfudagur 27. febr. Utgáfudagur 3. mars. ÞESSAR MYNDIR FÁST í SÖLUTURNINUM, HÁT^ICSVEGI 52, s. 21487.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.