Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Fréttir Líkflutningamenn með íátinn eyðnisjúkling í höndunum: Ófyrirgefanlegt gagnvart okkur og fjölskyldum okkar - segja starfsmenn kirkjugarðanna „Þetta má ekki koma fyrir aftur, það er alveg ljóst," sögðu starfsmenn í Fossvogskirkjugarði sem sendir voru til að ná í lík í hús í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. „Það var enginn læknir í húsinu þannig að við gengum frá líkinu á venjuleg- an hátt. Nú vorum við hins vegar að frétta að hér hefði verið um að ræða lík af nýlátnum eyðnisjúklingi. Þetta er ófyrirgefanlegt gagnvart okkur og fjölskyldum okkar." Starfsmennirnir fluttu líkið sam- kvæmt venju í Fossvogskapellu þar sem búið var um það til greftrunar, klætt í líkklæði og komið fyrir í kistu. Við teljum það lágmarkskröfu að fá að vita hvenær við erum að fást við eyðnisjúklinga, segja starfsmenn kirkju- garðanna. „Við teljum það lágmarkskröfu að fá að vita hvenær við erum að fást við eyðnisjúklinga og hvenær ekki. Þegar fyrsti eyðnisjúklingurinn lést hér á landi í fyrra var kista send á Borgarspítalann og þar sáu starfs- menn spítalans um að koma líkinu fyrir. Hér hafa hins vegar orðið ein- hver mistök," sögðu starfsmennirnir. Ásbjörn Björnsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis, sagðist ekki kannast við neina óánægju meðal starfsmanna sinna vegna þessa: „Við erum bundnir þagnarheiti hér hjá kirkju- görðunum. Ég segi ekki neitt." -EIR Einkaspæjarinn leggur upp laupana „Ég er hættur, það var ekkert að gera. Aðeins einn aðili svaraði auglýs- ingu minni og sá var að grínast," sagði fyrsti einkaspæjarinn sem tók til starfa á íslandi og greint var frá í fréttum DV fyrir skömmu. Einkaspæjarinn auglýsti nokkrum sinnum í smáuglýs- ingum DV: „Vantar þig spæjara? Þarftu að láta fylgjast með einhverj- um? Fullum trúnaði heitið. Tiboð sendist DV, merkt B.H.B." I viðtali hér í blaðinu, sem birtist um miðjan mánuðinn, sagði B.H.B. meðal annars: „Reynslan sýnir að starf einkaspæj- arans felst aðallega í því að fylgjast með fólki sem liggur undir grun um að vera ótrútt mökum sínum. Sam- kvæmt niðurstöðum norrænnar könnunar eru skilnaðir hvergi á Norð- urlöndum algengari en einmitt hér á landi. Ég ætti því að fá nóg að gera, verð aðallega í framhjáhöldum ef að líkum lætur." - En allt fór á annan veg. Einkaspæj- arinh lagði upp laupana og snýr sér nú að fyrri atvinnugrein sem var bif- reiðaakstur. „Ég er samt sannfærður um að þeir dagar koma að nóg verður að gera fyrir einkaspæjara hér á landi. Það verða hins vegar einhverjir aðrir að vinna það brautryðjendastarf," sagði B.H.B. í gær. -EIR „ Ég verð aðallega í framhjá- höldum" p,-í Það er betra að láta blása en bora eins og sjá má. DV-mynd BG. Bara blása, ekki bora Það var líf og fjör á tannlæknastofu Hængs Þorsteinssonar í Bolholti þeg- ar 50 börn af dagheimilinu Fálkaborg komu í heimsókn. Börnin komu í strætisvagni alla leið ofan úr Breið- holti og vöktu ekki litla athygli þegar þau sungu i kór: „Við erum að fara til tannlæknis, gaman, gaman, gam- Tilefhi heimsóknarinnar var reynd- ar það að tannfræðingur hafði heim- sótt þau í Fálkaborg, kennt þeim að bursta og skola en þá voru þau svo heppin að móðir eins barnsins var tannsmiður í Bolholtinu og þá var bara að panta tíma; 50 börn, takk!. Börnin voru óhrædd að setjast í tannlæknastólinn, sem þau reyndar héldu að væri fiugvélarstóll, pumpuðu upp og niður og fengu svo að blása lofti og vatni hvert upp í annað. Það var ákaflega skemmtilegt enda hafði borinn verið tekinn úr sambandi. -EIR Frétt DV um brautryðjendastarf einkaspæjarans. Skerðing námslána verði niðurrelld Fjórir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, með Steingrím J. Sigfússon sem fyrsta flutningsmann, leggja til að Alþingi feli menntamálaráðherra að fella úr gildi breytingar á reglu- gerð um námslán og námsstyrki sem gerðar voru í janúar og apríl 1986. „Áhrif reglugerðarbreytinganna frá síðastliðnu ári eru þau að lán til námsmanna innanlands eru nú um það bil 15-20% lægri en þau ættu að vera ef ákvæði laga um lán til eðlilegrar framfærslu námsmanna væru virt og til námsmanna erlendis er ekki fjarri lagi að lánin hafi verið skert um 12-15% að meðaltali," seg- ir í greinargerð. Vilja flutningsmenn fela ríkis- stjórninni að gera ráðstafanir með aukafjárveitingum og lántökum til að tryggja eðlilega framkvæmd laga um námslán og námsstyrki. -KMU Mosfellingar verða bæjarbúar í sumar - hreppsnefhdin samþykkti breytinguna „Hreppsnefhd Mosfellshrepps hefur tekið ákvörðun um að breyta hrepps- félaginu í bæjarfélag og það verður gert í sumar," sagði Páll Guðjónsson sveitarstjóri. „Það er einungis eftir að velja bænum nafh og ákveða dag fyrir breytinguna, sem verður þá framvegis afmælisdagur bæjarins." Ýmsar vangaveltur eru uppi um nafh nýja bæjarfélagsins. Margir nefha auðvitað Mosfellsbæ, jafnvel einungis Mosfell. Þetta gæti hvort tvéggja gengið, rétt eins og Garðabær og Selfoss. Einnig minnast menn á Varmá en það er heiti póststöðvarinn- ar og að sjálfsögðu ársprænu hins nýja bæjarfélags. Og fleira hefur fólki dottið í hug. Núna eru Mosfellingar að verða 3.800 og voru einungis sex færri en Seltirningar í síðasta manntali. Heim- ilt er að breyta hrepp í bæjarfélag með einhliða ákvörðun hreppsnefhdar sé þorri íbúa í þéttbýli og þeir að minnsta kosti 1.000 talsins. Þetta gengur svona, samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlög- um. Áður þurfti sérstök lög frá Alþingi um breytingu af þessu tagi. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.