Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. FEBRUAR 1987. Fréttir Mál fynverandi fræðslusfjóra Vestfjarda: Hæstiréttur dæmir hann í 6 mánaða fangelsí Fyrir Hæstarétti er genginn dómur í máli ákæruvaldsins gegn fyrrverandi fræðslustjóra á Vestfjörðum en mál þetta snérist um notkun fræðslustjór- ans á 299 fölsuðum skjölum sem hann notaði í reikningsskilum við ríkissjóð. í dómsorði Hæstaréttar segir, að ákærði sæti fangelsi í 6 mánuði, greiði rúmlega 40.000 krónur, auk vaxta í skaðabætur til ríkissjóðs og beri sak- arkostnað og áfrýjunarkostnað sakar- innar Hin fölsuðu skjöl sem hér um ræðir eru, í fyrsta lagi 231 kvittun frá póst- húsum, útgefnum á árunum 1976-1982, í öðru lagi 63 ökugjaldskvittanir frá árunum 1981 og 1982 og loks fimm reikningar frá ritfangaverslunum á árinu 1982. í dómi Hæstaréttar segir að mörg þessara skjala beri ljóslega með sér að tölum í þeim hafi verið breytt með því að bæta tölustöfum framan við eða inn í tölur, breyta tolustöfum o.fl. Eru viðbætur þessar oft gerðar með annars konar bleki eða öðruvisi penna. Hæstiréttur segir að þótt ekki sé sannað svo óyggjandi sé að ákærði hafi falsað skjölin sjálfur með eigin hendi þyki ekki efamál að þau hafi hann notað vitandi vits til þess að blekkja með þeim í lögskiptum. Þótt skjölin séu mörg var fjárvinn- ingur ákærða af hverju þeirra smávægilegur eða í heildina talið 39.558,25 krónur. Héraðsdómari snupraður I dómi sínum gerir Hæstiréttur at- hugasemd við meðferð héraðsdómará á þessu máli í þinghaldi 29. nóvember 1985 er dómarinn tók skýrslur af 19 vitnum. í dómi Hæstaréttar segir: „Virðast vitni þessi lítt eða ekki hafa verið spurð sjálfstætt, heldur er yfir- leitt látið nægja að bóka að þau staðfesti „framburð sinn fyrir lög- reglu". Af vitnum þessum höfðu þó engar skýrslur verið teknar fyrir lög- reglu, heldur liggur einungis fyrir skýrsla rannsóknarlögreglumanns, þar sem hann greinir frá viðtölum við vitni þessi. Voru þessir yfirheyrslu- hættir því andstæðir 1. og 2. mgr. laga nr. 74/1974. Þá er aðfinnsluvert að héraðsdómari hefur við samningu dóms fellt inn í hann margar af skýrsl- Tvö og hálft tonn af ungum vöðusel var i netum Hornafjarðarbáta í einum róðri í vikunni. DV-mynd Jl Vöðuselagöngur eru ekki nýtt fyrirbæri hér „Viðbrögð fólks nú markast eflaust eitthvað af ótta Norðmanna vegna mikillar selagöngu við N- Noreg en ég held að ekki sé ástæða til að óttast neitt í þessu sambandi. Menn mega heldur ekki gleyma því að miklar selagöngur hér við land eru ekki neitt nýtt fyrirbæri," sagði Sólmundur Einarsson fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun. Sólmundur sagðist hafa skoðað sýni af selum sem landað var á Höfn í Hornafirði og þar væri um vöðusel að ræða, allt ung dýr. Hann sagði það algengt að eitthvað kæmi hing- að af vöðusel frá Grænlandi. Stund- um hefðu miklar göngur komið, stundum lítið og stundum ekki neitt. Varðandi frásögn gamalla manna á Norðurlandi um vöðuselagöngur eftir stríð sagðist Sólmundur vilja benda á að rétt fyrir stríð hefðu líka komið mjög stórar göngur. I Noregi varð vart við óhemju mikið af vöðusel árin 1902 og 1912, sennilega meira en núna. Þá var ástæðan talin vera sú að ísröndin var komin mjög sunnarlega. Sól- mundur sagðist hafa verið að skoða ískort með Sven Malmberg haffræð- ingi og það væri staðreynd að ísröndin væri komin allsunnarlega nú. „En það eru margar samverkandi, ástæður sem valda því að selavöður koma hingað til lands eða N-Noregs. Þar má nefna lítið æti við og undir hafísnum, hversu sunnarlega hann fer og svo hugsanlega offjölgun hjá selunum. Það er alveg ljóst að eftir að Norðmenn hættu selveiðum fyrir fjórum árum hefur selnum fjölgað, það er enginn vafi á því. Öll þessi atriði og eflaust fleiri geta haft áhrif á að dýrin taka á rás til fjarlægra staða," sagði Sólmundur Einarsson. -S.dór um ákærða og vitna fyrir dómi, og einnig fyrir rannsóknarlögreglu, í heilu lagi nær orðréttar og án nokk- urrar úrvinnslu." Mál þetta dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Magnús Thoroddsen, Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Þ. Torfason. -FRI GLÆSIVAGNAR STORGUESILEGUR Subaru 1800 slatlon 4x4 árgerð 1986, ekinn aðeins 9 þús. km, vökva- stýri, 5 gíra, centrallœsingar, rafmagn i rúöum og speglum, splittað drif, álfelgur, út- varp, siifurlltur. Stórglæsilegur bill með miklu af aukahlutum. Bein sala. Verð 660 þús. í SÉRFLOKKI Toyota Hilux turbo dlsil árg. 1985, eklnn aðeins 17 þús. km, 5 gira, vökva- stýri, 33" dekk, Whlte Spoke felgur, 4ra tonna spil, læst drii að framan og aftan, Ranco fjaðr- Ir, upphækkaður, 80 litra aukaoliutankur, topplúga, útvarp/segulband, allur pluss- klæddur, litur stelngrár, ath. skipH á ódýrari blfreið. Verð 1.400 bús. TOYOTA CELiCA SUBRA 2,81 árg. 1983, ekinn 56 þús. km, 6 cyl., 5 gira, vðkvastýii, beln Innspýtlng, splittað drif, áHelgur, rafmagn I rúðum, litur hvitur, ath. sklpH i ödýrarl bif- relð. Verð 690 þús. mmsmWi HONDA PRELUDE EX árg. 1985, eklnn 37 þús. km, 5 gira, vökvastýri, topplúga, ratmagn f rúðum og lofineti, þurrka að aftan, útvarp/ segulband, lltur hvitur, ath. skipti á ódýrari bHrelð. Verð 630 þús. HONDA ACCORD EX árg. 1985, ekinn aoelns 7 þús. km, 5 gira, vökvastýri, útvarp/segul- band, litur hvitur, ath. sklpti á odýrari bifreið. Verð 560 þús. Greiðslukjör við flestra hæfi. MERCEDES BENZ 300 disil arg. 1983, sérlega vel úHitandi blfreið, ekln 184 þús. km, 5 cyl., sjálfsklpt, vökvastýri, útvarp/segulband, sumar- og vetrardekk a felgum, bein sala. Verð 680 þús. Mikið úrval bifreiða á söluskrá. AUSTAST v/STÓRHÖFÐA Kynning á sumarbústöðum frá Trésmiðjunni SMIÐ VESTAST v/HRINGBRAUT Kynning á GRÓHE blöndunartækjum, meðal annars nýja 2000 línan Sérfræðingar á staðnum ¦'/, kl: $tá VlRKA DAGA, KLHMr LAUGARDÁGA. 2góðar , byggingarvöruverslanir, austast og vestast i borginni. Stórhöfoa.sími 671100 Hringbraut, sími 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.