Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Viðskipti Útflutn- ingur á raforku til skoðunar „Það var gerð nokkur úttekt á þeim möguleika að flytja raforku frá íslandi til annarra landa árið 1980. Þá þótti það vart gerandi vegna verðsamkeppni. Nú hefur raforka í löndunum í kringum okkur, svo sem í Bretlandi og á Norðurlöndum, hækkað verulega og einnig er fyrirsjáanlegur ra- forkuskortur á Norðurlöndum. Þess vegna höfrun við ákveðið að skoða þetta dæmi aftur,“ sagði Jóhann Már Maríusson, aðstoðar- forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við IDV í gær. Jóhann tók fram að hér væri bara um skoðun á málinu að ræða í ljósi hækkaðs raforkuverðe er- lendis. Hann sagðist ekkert alltof bjartsýnn á að þetta væri raun- hæfúr möguleiki en taldi hann samt þess virði að skoða hann vel. Tæknilega séð er lagning kapals frá íslandi til Bretlands eða Norð- urlanda talin framkvæmanleg og reiknað hefúr verið út að orkutap á leiðinni er varla meira en 10%. Fréttir frá Noregi herma að vatnsafl til virkjunar sé á þrotum þar í landi og Svíar eru staðráðnir í að leggja niður sín kjamorkuver og þá verður mikill skortur á ra- forku i þessum löndum nema eitthvað nýtt komi tál. -S.dór Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst tnnlán óverótryggö Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-1t Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18 Bb Ávisanareikningar 3-10 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sp Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. 6 mán. uppsögn 2.5-4 Vb Ab.llb Innlán meðsérkjorum 10-21,5 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9,5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-9.75 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 17,75-20 lb Viðskiptavixiar(forv.)(1) kge/21. Almenn skuldabréf(2) 75-22 18-21,25 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 18.5-21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabróf Að 2.5 árum 5,75-6,75 Lb Til lengri tíma 6,25-6,75 Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15-20 Sp SDR 7.75-8,25 Lb.Úb Bbndarikjadalir 7.5-6 Sb.Sp Sterlingspund 12.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,75-6.5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-6,5 Dráttarvextir 27 ViSITÚLUR Lánskjaravísitala feb. 1594 stig Byggingavísitala 293 stig Húsaleiguvisitala H»kkaði7,5%1.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Cb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisj óðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtu- dögum. Nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: Flugfélögin í viðræðum um afigreiðslufyiirkomulag - Amarflug óskar eftir að fá að afgreiða sína farþega Senn líður að því að nýja flugstöð- in á Keflavíkurflugvelli verði opnuð. Hafiiar eru viðræður milli Flugleiða og Amarflugs um það hvemig af- greiðslufyrirkomulagið skuli vera í stöðinni. í núverandi flugstöð hafa Flugleiðir einkaleyfi á allri af- greiðslu, bæði farþega og flugvéla sem um völlinn fara. Að sögn Sverr- is Hauks Guðjónssonar hjá vámar- máladeild er gert ráð fyrir að Flugleiðir hafi þetta einkaleyfi áfram í nýju flugstöðinni en þó verð- ur reynt að koma til móts við óskir Amarflugs um að fá að afgreiða sína farþega við brottför og að hafa bók- unarkerfi þess, Cordakerfið, í stöð- inni. Þetta verður þó samningsatriði milli flugfélaganna. í núverandi fyrirkomulagi greiðir Amarflug ákveðið gjald til Flugleiða fyrir afgreiðslu á farþegum og flug- vélum félagsins. Að sögn Halldórs Sigurðssonar getur Amarflug fengið leyfi til að afgreiða sína farþega nú þegar en verður samt að greiða sama gjald og áður til Flugleiða sem hafa einkaleyfi á afgreiðslunni. Því yrði það stóraukinn kostnaður fyrir Am- arflug að setja upp eigin afgreiðslu nú. Um þetta mál verður rætt í við- ræðum flugfélaganna á næstunni. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði að ekki væri búið að ganga frá samningi við flugmálayfir- völd á Keflavíkurflugvelli um með hvaða hætti afgreiðsla Flugleiða yrði í nýju flugstöðinni og fyrr en það lægi fyrir gætu flugfélögin ekki samið sín í milli. Að sögn Sverris Hauks er ástæðan fyrir því að Flugleiðir halda einka- leyfi á afgreiðslu á Keflavíkurflug- velh sú að það er svo miklu stærra flugfélag en Amarflug. Nefiidi hann sem dæmi að í fyrra hefðu afgreiðsl- ur Flugleiða verið 2.200 en 330 hjá Amarflugi, aðrar afgreiðslur voru 1.800. Þá benti hann á að Flugleiðir hefðu fjárfest í miklum tækjabúnaði til að annast afgreiðslu á Keflavík- urflugvelli og að víða erlendis tíðkaðist það að eitt flugfélag annað- ist afla afgreiðslu. -S.dór Leysispilarar og plötur í sókn: „Eftirspum meiri en framboð getur fullnægt“ Svokallaðir leysiplötuspilarar og leysiplötur hafa verið í stöðugri sókn á íslenska hljómtækja- og hljómplötu- markaðinum, svipað og gerst hefur í öðrum vestrænum löndum, en leysi- plötumar hafa það fram yfir plastið að gefa betri hljóm og vera mun ónæmari fyrir alls konar hnjaski. Ómar Magnússon hjá hljómplötu- deild Fálkans sagði í samtali við DV að eftirspumin eftir leysiplötum væri meiri en framboðið gæti fúllnægt. Hjá þeim væm nú til nokkuð á þriðja hundrað titlar en magnið af hveijum ekki mikið og því væm þessar plötur fljótar að seljast upp. „Erlendis er áætlað að framleiðslu- aukningin á leysiplötum milli áranna 1985 og 1986 hafi verið um 300% og dugði það hvergi nærri til. Á milli þessa árs og hins næsta er þessi aukn- ing áætluð enn meiri eða nokkuð á fjórða hundrað prósent," sagði Ómar. Nú em liðin fjögur ár síðan þessi tæki komu á markaðinn og hefur verð- ið á leysiplötunum stöðugt farið lækkandi þótt mikil eftirspum haldi því uppi enn sem komið er. Sagði Ómar að verðmunurinn á leysiplötum og venjulegum væri á bilinu 70-100% en um mitt þetta ár taldi hann að hægt yrði að bjóða leysiplötur á verði sem væri undir 1000 krónum stykkið. Plastið deyr ekki út Fálkinr, er eina verslunin sem selur bæði leysispilara og plötur. Sagði Ómar að verðið á leysispilumnum hefði snarlækkað að undanfömu og væri nú hægt að fá þá á undir 20.000 Bylg|an hefur haft leysiplötuspilara að láni undanfarið og prófað hann i útsend- ingum. Hér sést Pétur Steinn stinga einni leysiskífu i hann. DV-mynd BG Scandinavian Bank í London: Viltu kaupa hlut í banka? Ef þú hefur brennandi áhuga á að eignast hlut í banka í London geturðu reynt að sækja um leyfi til þess að fjár- festa í hlutabréfum. Núna stendur nefhilega yfir útboð upp á þijá og hálfan milljarð króna, sem þýðir 34,5% aukningu hlutafiár í þessum 11. stærsta banka í heimsborginni, Scand- inavian Bank. Það em fimm Norðurlandabankar sem eiga Scandinavian Bank núna. Þar á meðal er Landsbanki íslands með 3% hlutafjár. Hann verður með 2,5% eftir aukninguna, því hún á að koma frá nýjum hluthöfum. Hlutabréf- in í boðinu em 27.500.000 talsins, hvert að andvirði 210 pence, sem er svona 127,30 krónur. Scandinavian Bank hefur sérhæft sig í þjónustu við aðila á Norður- löndunum og hefur greinilega vegnað nokkuð vel. Heildareignir bankans em 212 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. -HERB DV-mynd BG krónum en meðalverð þeirra væri á bilinu 20-30.000 krónur. „Það em æ fleiri sem famir em að taka tillit til þess að kaupa leysispil- ara inn í hljómtækjasett sín í framtíð- inni,“ sagði Ómar en hann átti ekki von á að venjulegir plötuspilarar myndu deyja út, plastplötumar yrðu áfram við lýði í töluverðan tíma. Hann dccLiciui du nu Vcco um /o leysir. „Þetta hlutfall eykst stöðugt. Sem dæmi get ég nefnt að af útflutningi .iijMiiiwcrvjLini vuui IUII1 OU /0 leysitæki á síðasta ári og hefur hlut- fallið ömgglega verið hærra á heima- markaði hjá þeim,“ sagði Ómai'. PRI Bubbi Morthens á leysiplötu er þar um íslenska framleiðslu að ræða fyrir innanlandsmarkað. Það em fyr- irtækin Grammið og Japis sem standa að útgáfunni en á þessari plötu verða lögin af síðustu plötu Bubba, Frelsi til sölu, auk nokkurra nýrra og gamalla laga. -FRI fslenskt tónlistarefni hefur almennt ekki verið til á leysiplötum ef undan em skildar þijár plötur, þar af ein safiiplata með hljómsveitinni Mezzoforte, en það er fyrirtækið Poly- gram sem gefið hefur þær plötur út. Á þessu ári mun svo leysiplata með Bubþa Morthens bætast í hópinn og Magnús H. Bragason við leysiplöturekkann í Fálkanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.