Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. I>V Atvinnumál Júlía Imsland, DV, Höfri: Boðið var upp á veitingar að aflokinni sýningu á myndinni Silfur hafsins. DV-mynd Ragnar Imsland Silfur hafsins sýnd í Sindrabæ Hansson bíógesti velkomna og lýsti tildrögum myndarinnar. Að sýningu lokinni var þeim Þórami Guðnasyni, Erlendi Sveinssyni og Sig- urði Sv. Pálssyni hjá Lifandi myndum afhent blómakarfa. Síðan bauð síldar- söltunin í Óslandi upp á kaffi og meðlæti. Næst verður myndin sýnd á Austfjörðum. Silfur hafsins, ný heimildamynd um saltsíldariðnað Islendinga, var frum- sýnd í Sindrabæ á Höfn sl. sunnudag. Það var fyrirtækið Lifandi myndir hf. sem gerði myndina fyrir félag síldar- saltenda á Suður- og Vesturlandi, svo og Norður- og Austurlandi með styrk frá Síldarútvegsnefnd. Það var árið 1979, þegar minnst var 25 ára afmælis Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi, að fram kom sú hugmynd að láta gera kvikmynd um saltsíldariðnað Islendinga. Hugmyndin þótti góð og samkomu- lag náðist við Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi um gerð slíkr- ar myndar. Veturinn 1980-81 var handritið tilbúið og þá var hafist handa við myndina, safnað var göml- um kvikmyndum og ljósmyndum og koma margar þeirra nú fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn í Silfri hafs- ins. Myndin er að mestu tekin á árunum 1984^1985 á flestum söltunarstöðvum landsins. Myndin sýnir meðal annars störf Síldarútvegsnefndar og síldar- saltenda, fylgst er með undirbúningi fyrir komu síldarinnar, söltun hennar og frágangi. Áður en sýning hófst bauð Hermann Þjóðhagsstofnun: Gróði af öilum fiski nema loðnu Fiskveiðar hér á landi voru reknar með hagnaði í fyrra sem ekki hafði gerst þar á undan í nokkur ár. Afkom- an verður einnig hagstæð á þessu ári og jafnframt í nær allri fiskvinnslu nema loðnubræðslu. Þetta eru niður- stöður Þjóðhagsstofnunar. Matið er það að hreinn hagnaður af botnfiskveiðum hafi numið 6% í fyrra á móti 4% tapi 1985 og 9% tapi 1984. Frystingin var rekin með 2-3% halla í fyrra en söltun með 7-8% hagn- aði. Spáð er betri afkomu í ár í öllum greinum og þarmeð að frystingin nái 1-2% hagnaði áf tekjum. En mestur er gróðinn í söltuninni. Rækjuveiðar og -vinnsla ganga vel og reiknað er með að ekki hafi orðið tap á síldarsöltun í haust. Hins vegar varð tap á loðnubræðslu, sem ekki sér fyrir endann á, en loðnuveiðarnar munu gera betur. Bent er á að þrátt fyrir góða afkomu í sjávarútvegi í fyrra eigi mörg fyrir- tæki í greiðsluerfiðleikum. Það er rakið meðal annars til tapreksturs fyrri ára og framkvæmda sem hafa verið fjármagnaðar með skammtíma- lánum. Áætlað er að fyrirtækin hafi að mestu getað staðið við greiðsluskuld- bindingar sínar vegna fastra lána á síðasta ári þótt slæm veltufjárstaða hafi háð mörgum þeirra. Spáin er sú að staðan batni svo í ár að hægt verði að bæta veltufjárstöðuna af tekjum fyrirtækjanna. -HERB Launanefhd vinnumarkaðarins: Tekur í skottið á Þjóðhagsstofhun Launanefnd Alþýðusambandsins, Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna er alls ekki sammála nýjustu þjóðhagsspá Þjóðhagsstofn- unar og telur hana einkennast af óþarfri svartsýni. Til marks um það spáir nefndin 8-9% verðlagshækk- unum á þessu ári, og heldur sig nær því við spár frá í nóvember, og hafn- ar spá Þjóðhagsstofnunar um 10,5% hækkanir. Um leið heldur nefndin fast í það markmið að hraði verðbólgunnar fari niður í 4% á síðasta fjórðungi ársins. Þjóðhagsstofnun spáir nú 5% verðbólgu á þeim tíma. „Enn eru allar forsendur til þess að þetta markmið geti náðst," segir nefndin, „ef saman fer almennur vilji sterkra hagsmunaaðila í þjóðfélaginu og ákveðin og markviss stefna í efna- hagsstjórn." Eins og DV skýrði frá í gær, telur launanefndin það ranga stefnu og tilgangslausa að láta gengi krón- unnar síga. Hún vill snúa við blað- inu og ná fram 1,5% gengisklifri á næstunni, sem sagt hækka gengið jafnmikið og það hefur lækkað frá áramótum. Nefndin varar við því að dregið verði úr aðhaldi í peninga- málum með auknum útlánum bankakerfisins eða auknum erlend- um lántökum og vill koma í veg fyrir þann 950 milljóna króna viðskipta- halla sem Þjóðhagsstofnun reiknar nú með. Undir álit launanefndarinnar skrifa fjórir menn. Þeir eru Vil- ¦ hjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, í 2. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra, Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ, í 11. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og hagfræðingur, og Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur hjá Sj ómannasambandinu. -HERB NISSAN SUNNY BÍLL ÁRSINS 1987 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma NISSAN SUNNY BÍLÁRSINS1987 í dómnum var tekið tillit til: Útlits - hönnunar - gæða - aksturseiginleika og verðs. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 Akureyri: Á bifreiðaverkstæði Sigurðars Valdimarssonar, Óseyri 5a Og auðvitað í Sýningarsalnum v/Rauðagerði, Reykjavík á sama tíma. Veriö velkomin - Alltaf heitt á könnunni l iH INGVAR HELGASON HF. ¦¦¦ Syningarsalunnn/Rauðiigerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.