Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. 11 Utiönd Forsetinn ber ábyrgðina Ólafui Amaisan, DV, New Ycafc Skýrsla Towerne&idarinnar, sér- stakrar nefridar er Reagan Banda- ríkjaforseti skipaði til að rannsaka Iransmálið svonefhda, var gerð opin- ber í gær. í skýrslunni, sem þykir fara mjúkum höndum um Reagan, kemur þó fram að forsetinn sé endanlega ábyrgur fyrir því sem gerðist í Irans- málinu. Skýrslan tekur þó fram að forsetinn hafi í raun verið svikinn af nánustu samstarfsmönnum sínum. Sérstaklega er nefnt öryggisráð for- setans og Donald Regan starfsmanna- stjóri. Hann fær mjög slæma útreið í skýrslunni og í henni kemur fram að Regan eigi sök á missögli forsetans undanfarna mánuði í Iransmálinu. Skömmu eftir að málið varð opinbert sagðist forsetinn hafa gefið fyrirfram leyfi fyrir vopnasölunni. Síðar sagðist forsetinn ekki hafa gefið leyfi fyrir- fram. Á föstudaginn í síðustu viku sendi Reagan nefndinni bréf þar sem hann segist því miður ekki geta munað hvort hann hafi gefið leyfi fyrirfram. Það leikur þó enginn vafi á því að forsetinn gaf leyfi og hefur hann ekki reynt að neita því. Talið er öruggt að Regan starfsmannastjóri verði látinn hætta í kjölfar skýrslunnar. Forsetinn tilkynnir það sennilega í næstu viku er hann ávarpar þjóðina. Stjórnmálamenn hér vestra eru mjög varkárir í yfirlýsingum sínum um nið- urstöður skýrslunnar, einnig demó- kratar. Eru þeir sammála þeim niðurstöðum skýrslunnar að forsetinn sé í raun fómarlamb illa valdra undir- manna. Þeir benda þó á að það sé forsetinn sem valdi þessa menn í emb- ætti og beri hann því endanlega ábyrgð á störfum þeirra. Það er talað um að þetta sé afleiðing þeirrar stefnu forsetans að láta undirmenn sína sjá um að framkvæma stefhu stjórnarinn- ar. Sagt er að íransmálið sé einangrað fyrirbæri því þessi stefna Reagans hafi borið góðan árangur í öðrum málum. Það virðist sem sumir fiölmiðlar hér vestra séu ákafir í að „grilla" forset- ann í íransmálinu, þá sérstaklega frjálslyndir fjölmiðlar. New York Tim- es ræðst harkalega á Reagan í forystu- grein í dag. Segir blaðið forsetann eiga mörgum spumingum eftir ósvarað í þessu máli. Tom Brokaw, aðalfrétta- maður NBC sjónvarpsstöðvarinnar, virðist finna mikið blóðbragð og talar um að tími Reaganstjórnarinnar sé senn á enda. Sama máli gegnir um Sam Donoldson, fréttamann ABC sjón- varpsstöðvarinnar í Hvíta húsinu, en hann hefur alla tíð haft horn í síðu Reagans. Aðrir fjölmiðlar eru hófsam- ari og ábyrgari í fréttaflutningi sínum. CDS sjónvarpsstöðin talar um að nú sé hafin mikil árásarherferð á Reagan. Peter Jennings, aðalfréttamaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, er einnig hóf- - Towemefndin gagnrýnír undirmenn Reagans samur í fréttaflutningi sínum og hlutlaus að venju. Það er vissulega áhyggjuefni að ír- ansmálinu skuli líkt við Watergate því flestir, bæði stjórnmálamenn og aðrir, eru sammála um að Bandaríkin þoli ekki annað slíkt hneyksli. Það mun meðal annars vera ástæða þess hve margir andstæðingar forsetans eru varkárir í yfirlýsingum sínum. Einnig er það að Reagan forseti er þekktur fyrir að koma standandi niður þótt í vandræðum eigi og hreinn snillingur að koma almenningsálitinu sér í hag. Sú staðreynd kann einnig að hafa áhrif á að menn þora ekki að leggja til atlögu við forsetann vegna þessa máls þótt illa horfi fyrir honum nú. Talað er um að Reagan verði að gera róttæka hluti í kjölfar skýrslunn- ar og gefa út róttækar yfirlýsingar. Meðal annars verði hausar látnir fjúka. Donald Regan starfsmanna- stjóri er efstur á þeim lista. Engin önnur nöfn hafa þó enn verið nefnd. Reagan mun ávarpa bandarísku þjóð- . ina á miðvikudag í næstu viku og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þeirri ræðu forsetans. Nú um helgina og fram á miðvikudag mun Reagan kynna sér efni skýrslunnar nákvæm- lega og funda með sínum nánustu samstarfsmönnum og ráðgjöfum, þá meðal annarra mörgum af hans ráð- gjöfum frá því að hann var ríkisstjóri í Kaliforníu. Tower afhendir Reagan Bandaríkjaforseta skýrslu nefndarinnar sem rannsakaði vopnasöluna til írans en hún var gerð Opinber í gær. Slmamynd Reuter HÁSKÓLABÍÓ SÍMI 22140 FRUMSYNING LAUGARDAGINN 7. MARS KL 17.00 ÖLLUM ÁGÓÐA VERÐUR VARIÐ TIL BARÁTTU GEGN EITURLYFJUM ¦*«*«!*:«•••>'* Myndin hefur verið J tilnefnd til 7 óskars- ^ verðlauna 1987. ^ *.w: THE RobertDeNiro MISSION TRTJBODSSrítolN Jeremylrons KARLAKÓRINN STEFNIR SYNGUR KL 17 FYRIR FRUMSÝNINGU a\a iW m* m %\ Oft # Skýrsla Towernefndarinnar borln f Hvita hÚSÍð. Simamynd Reuter Björn Krisljúnsson heildversl Tudor rafgeymar hf. Fastelgnamarkaöurinn Úlfarsfell v/Hagamel Sól hf. Festl hf. Reykjalundur Versl. Mosraf Tannlæknaal Þörarins Jónss. Bilaverkstæði Gunnars Slgurglslasonar Hiólbarðastöðln sf. Billinn sf. Armur hf. Bifr.verkstsðl N.K. Svane. Haberg hf. Rafgeymaverksm. Pólar hf. Veltlr hf. Gunnar Ásgelrsson hf. Einar Farestvelt & Co hf. SildarrétUr sf. Kjötmiðslöðin Afurðasala Sambandslns Ós hf. steypuverksm!ð|a Beyki sf. trésmlðastota Brunabðtalélag Islands Stefánsblóm Ásbjörn Ólatsson hf. Hljðmbær SÍBS Versl. Brynja Eldlng Tradlng Company hf. Lögreglusfjðraambættlð i Rvik Búnaðarbanki íslands Pfatf hf. Alimingar isðl hf. Búsáhöld og gjafavðrur Lionessuklúbburinn Eir, Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.