Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Neytendur hafa hækkað um Þama er samanburður á verði á þeim fjórum bollutegundum sem getið er um i verðsamanburðinum. Dýrustu bollurnar kostuðu 170 kr. (þessar fjórar tegund- ir) en ódýrastar voru þær á 130 kr. Ótrúlegt úrval er á bollumarkaðinum, súkkulaðibollur og auk þess bollur með ýmiss konar ávaxtabragði. 20-25% síðan í fýrra Nafn á bakarii Gullkornið Garðabæ Arbæjar- bakarí Breiðholts- bakari Krás Hólmaseli 2 Bjöms- bakari Alfheima- bakarí G. Ólafsson Sandholt Bemhöfts- bakari Kökubankinn Miðv/Hafn. Nýja Kökuhúsið Meðal- verð Rjómabollur 59,00 60,00 60,00 55,00 50,00 55,00 60,00 60,00 59,00 63,00 58,10 Fokheldar m/engu 25,00 30,00 25,00 23,00 25,00 23,00 26,00 27,00 25,00 30,00 25,90 Fokheldar m/súkkul 28,00 40,00 27,00 26,00 30,00 26,00 26,00 30,00 28,00 35,00 29,60 Rúsínubollur 28,00 40,00 27,00 26,00 30,00 26,00 26,00 27,00 28,00 40,00 29,80 Samtals 140,00 170,00 139,00 130,00 135,00 130,00 138,00 144,00 140,00 168,00 143,40 Verð á bolludagsbollum í bakaríum hefur hækkað um 20-25% frá því í fyrra. Meðalverð á rjómabollum í tíu bakaríum á höfuðborgarsvæðinu reyndist við athugun á miðvikudaginn vera 58,10 kr. Við ræddum við fleiri bakara en þeir voru ekki búnir að verðleggja bollumar og þvi gátu þeir ekki verið með í verðsamanþurðinum. í fyrra kostuðu ijómabollumar 45-47 kr. Framfærsluvísitalan hefur á þessu sama tímabili hækkað um 11,93%. Allir nema einn með „alvöru" rjóma Talsverð tortryggni virðist ríkja í bakarastétt. Allir bakaramir sem við ræddum við nema einn sögðust ein- göngu nota „alvöm“ rjóma en ekki þeytikrem „eins og svo margir gera“. Einn bakarinn kannaðist við að nota blöndu af þeytikremi í bollumar sín- ar. Það var í rauninni sá sem var með einna dýrustu bollumar. Einn tók fram að hans bollur vigt- uðu 50 g en margir væm með bollur sem vigtuðu minna, allt niður í 40 g. Við spurðum ekki um vigt á bollunum heldur gerum ráð fyrir að um væri að ræða einhvers konar staðlaða bollu- stærð. Gífurlegt úrval er til á bollumarkað- inum, púnsbollur, jarðarbeijabollur o.s.frv. Þá höfðu mörg bakarí á boð- stólum sérstakar hátíðarbollur sem kallaðar em ýmsum nöfrium og em þær talsvert dýrari en hinar hefð- bundnu ijómabollur. Þær bollur kostuðu allt upp í 75 kr. stk. Ekki er mikið keypt af þeim að sögn, en einn bakarinn sagði að þeir væm til sem gjaman vildu fa svona lúxusbollur og væm tilbúnir að greiða meira fyrir þær. Annar bakari sagði að allur bollubakstur hefði breytt um svip eftir að „hægt var að selja bollumar á því verði sem kostar að framleiða þær. Því er hægt að nota úrvals hráe&ii“. Samkvæmt þessu ættu þetta allt að vera úrvalsbollur sem okkur er boðið upp á. Bakarísbollumar Léttar og góðar bollur. Heima- bakaðar bollur Margir kjósa að baka eigin bollur í stað þess að kaupa þær í bakaríum. Heimagerðar bollur em auðvitað mörgum sinnum ódýrari en aðkeypt- ar en hins vegar getur verið gaman að kaupa búðarbollur til að spara sér vinnu. Hér er uppskrift að ger- bollum en þær má baka úr venjulegu hveitideigi ef vill. 75 g smjörlíki 3 dl mjólk 50 g ger Zi tsk. salt 1 dl sykur 1 stk. egg Zi tsk. hjartarsalt ca 540 g hveiti Bræðið smjörlíkið og látið mjólkina út í. Þegar blandan er 37°C heit er gerið látið út í og leyst upp, látið svo salt, sykur og egg út í. Látið hjartar- saltið út í svolítið hveiti og blandið út í blönduna. Loks er hveitinu hnoðað saman við, eins miklu og deigið þolir. Látið það lyfta sér í 20-30 mínútur. Hnoðið deigið síðan upp á nýtt og deilið í 10-12 bita, búið til bollur sem látnar em á smurða plötu. Látið þær lyfta sér í 20 mínútur og penslið með þeyttu eggi. Bollumar em bakaðar í 5-10 mín. við 250°C. Þær em síðan skomar í sundur og lagðar saman með sultu og kremi og þeyttum rjóma, allt eftir því sem hver vill. Og ekki má gleyma glassúmum ofan á. Svo má bæta rúsínum út í deigið og þá em komn- ar rúsínubollur. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.