Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. 15 Lvtil athugasemd við stóiyrta grein um stóriðju Prófessor Júlíus Sólnes skrifar grein um stóriðju í DV hinn 21. febr- úar. Greinin gefur mörg tilefiii til gagnrýni á málflutninginn og önnur tilefni til stuðnings við ályktanir, sem þar eru dregnar. Hér er hins vegar ekki ætlunin að taka þátt í þeirri umræðu heldur einungis að leiðrétta fáein atriði þar sem rangt er farið með staðreyndir. í greininni segir um raforkuverð fyrir hverja kílówattstund til jám- blendiverksmiðj unnar: „Jámblendiverksmiðjan við Grundartanga greiðir aðeins um 7 mill. Að vísu er talið, að hér sé fyrst og fremst um afgangsorku að ræða, en ekki forgangsorku eins og hjá Ál- verinu. Erfitt er þó að sjá að það réttlæti hið lága raforku- verð Jámblendiverksmiðj- unnar.“ KjaHaiiim Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri ísienska járnblendifélagsins hf. „Staðreynd er, að hefði Landsvirkjun orðið að nýta sér skerðingarheimildir skv. rafmagnssamningi járnblendiverk- smiðjunnar að fullu árið 1984, þegar reksturinn gekk vel, hefði reksturinn sýnt 150 m.kr. tap í stað þess að sýna 130 m.kr. hagnað.“ í þessari frásögu munar minnst um þá missögn, að meðalorkuverðið er nær 8 en 7 mill. Raunar hækkar það innan fárra mánaða um 22% skv. gildandi samningum. Hitt er alvar- legur misskilningur, þegar prófess- orinn vill nánast leggja forgangs- orku og afgangsorku að jöfnu. Staðreynd er, að hefði Landsvirkjun orðið að nýta sér skerðingarheimild- ir skv. rafmagnssamningi jám- blendiverksmiðjunnar að fullu árið 1984, þegar reksturinn gekk vel, hefði reksturinn sýnt um 150 m.kr. tap í stað þess að sýna um 130 m.kr. hagnað. Það er vegna þessarar áhættu, sem jámblendiverksmiðjan fær hagstætt verð á afgangsorku. Þessi áhætta er raunveruleg og á hana reyndi á fyrstu rekstrarárum jámblendiverksmiðjunnar. Þá lagði forsjónin hins vegar líkn með þraut, þvi að markaður var þá hvort eð var ekki til fyrir þá vöru, sem orkuna skorti til að framleiða. Samkvæmt rafinagnssamningnum er ofangreint orkuverð meðalverð afgangs- og forgangsorku. í þeim reikningum er forgangsorkuverðið nú um 12 mill, en verður tæp 15 mill frá 1. júlí nk. Prófessorinn gerir með almennum orðum grein fyrir bakslagi, sem varð í hráefnaframleiðslu ejns og stál- framleiðslu „upp úr 1970“ og telur þá þróun ljósa öllum þeim, „sem fást við tæknileg málefni“. Hinum til háðungar er því bætt við, að „í raun- inni getur hvaða tækniskólastúdent sem er lesið þetta úr kennslubók- um“. Af textanum má ráða, að dýpra verði varla seilst. Klykkt er út með staðhæfingu um, að af ýmsum ástæðum fari stálnotkun síminnk- andi. Ástæða er til að ætla að nefndum tækniskólastúdentum sé kennt að leita sér heimilda og fara betur með þær en hér er gert. Stálframleiðsla heimsins var 582 millj. tonn árið 1971 og jókst jafiit og þétt fram til 1974, þegar hún varð 709 millj. tonn. Hún lækkaði í 645 millj. tonn 1975, en jókst síðan fram til 1979 í 747 millj. tonn. Hún minnkaði á sam- dráttarárunum til og með 1982 í 645 milljón tonn, en hefur síðan farið vaxandi fram á árið 1985, þegar hún varð 720 millj. tonn. (Heimild: Int- emational Iron and Steel Institute.) Engar spár hafa komið fram um minnkandi stálframleiðslu í heimin- um, en allt niður í það að vöxtur verði á bilinu 1-2%. Vöxtur áranna 1971-85 er að meðaltali 1,5% en síð- ustu 5 ár hefur hann enginn verið, enda ættu nú að vera lok 5 ára sveiflu, sem virðist vera í þessum iðnaði. Um aðild norska fyrirtækisins El- kem að jámblendiverksmiðjunni segir prófessorinn: „Það að Norð- menn skyldu vilja taka við þar sem Bandaríkjamenn slepptu þræðinum byggir einfaldlega á því, að þeir fengu íslenska ríkið til þess að borga taprekstur verksmiðjunnar um aldur og ævi. Að auki gátu þeir þannig á ódýran hátt komið í veg fyrir, að Bandaríkjamenn fæm að keppa við þá á Evrópumarkaðnum." Tvennt skiptir höfúðmáli í þessu sambandi. í fyrsta lagi hefúr Elkem að sínum hluta til jafhs við íslenska ríkið lagt fram fé til að endurfjár- magna jámblendifélagið vegna taprekstrar þess. Tilvitnuð stað- hæfing prófessorsins er að þessu leyti beinlínis röng. í öðm lagi festi Elkem mikla fjármuni í ýmsum að- gerðum til að skapa rými á mark- aðnum fyrir kísiljám frá Grundar- tanga. Þær fjárfestingar hafa reynst Elkem mjög óhagstæðar. Yfirlýsing- ar um ódýrar lausnir fyrir Elkem að þessu leytinu em því byggðar á ókunnugleika. Jámblendifélagið ætlar sér ekki að stunda frekari blaðaskrif um þetta efni að sinni. Grundartanga, 24. febrúar 1987 Jón Sigurðsson „Engar spár hafa komið fram um minnkandi stálframleiðslu I heiminum, en allt niður i það að vöxtur verði á bilinu 1-2%.“ Kosningaskjálfti Það fer ekki á milli mála að kosningar em framundan. Öll mál á Alþingi bera þess glögg merki, svo og meirihluti umræðna í þjóðfélag- inu. Alþingismenn, eiga að bæta við sig snúning. Alþingismenn sanna enn einu sinni þá hluti sem alþjóð talar um, og hefur talað um í gegnum árin, á kaffistofum, heimilunum, í káetunni, matsalnum, í vinnunni, alls staðar í þjóðfélaginu. Og al- þingismenn hafa haft þann sið, svo lengi sem ég man, að taka til um- ræðu á Alþingi mál sem skipta þegna þjóðfélagsins í heild engu máli, og önnur mál, sem skipta máli fyrir okkur öll, söltuð. Alþingismenn vinna nefnilega sem löggjafarvald og framkvæmdavald samtímis og ráða því í raun lögum og lofum í þjóðfélaginu. Þegar nú hefur verið ákveðið að 25. apríl skuli vera kosn- ingadagurinn kemur í ljós að að KjaUarirm Guðmundur Óli Scheving, vélstjóri „Þetta á að gera við alþingismenn, þeir eiga að vera læstir inni á Alþingi þar til málaskrá fyrir þingrof er tæmd.“ „Kosningabarátta er hafin á fullu og hamast alþingismenn við að aug- lýsa fundi úti um allt land. Vinnan i sambandi viö málefnaskrá Alþingis ber þvi glögg merki kosninganna,.. þingmenn telja að koma þurfi 40 málum í gegnum þingið fyrir þing- rof. Og nú er búið að setja upp málaskrá, skrá sem segir til um hvaða mál eigi að taka fyrir. Ég spyr, hvers vegna er ekki unnið dag og nótt til að koma þessum málum heim og saman fyrir þingrof? Það á að læsa þá inni á Alþingi. Þetta er gert þegar aðilar vinnumarkaðar- ins eru í samningamálum og þurfa að semja fyrir ákveðinn tíma, þá eru þeir aðilar læstir inni í karphúsi sáttasemjara og ekki opnað fyrr en samningar liggja fyrir. Þetta á að gera við alþingismenn, þeir eiga að vera læstir inni á Alþingi þar til málaskrá fyrir þingrof er tæmd. Og ekki ætti að leyfa aðrar umræður en þær sem málefnaskrá segir til um. Komið hafa skilaboð frá þingmönn- um sjálfum til þegna þessa lands um að herða ólamar og þæta við snún- ingi, og það hafa þegnamir svo sannarlega gert, og nú er komið að þingmönnum að bæta við sig snún- ingi og sýna þjóðinni að þetta sé hægt sé viljinn fyrir hendi. Kosningabarátta dregur úr vilja þingmanna Kosningabarátta er hafin á fullu og hamast alþingismenn við að aug- lýsa fundi úti um allt land. Vinnan í sambandi við málefnaskrá Alþingis ber því glögg merki kosninganna og störfin sem þeir vom kosnir til og em að ljúka sitja því eina ferðina enn á hakanum. Það er nú ekki hægt að vasast í öllu í einu og er því viðbúið að fá af þessum málum komist í gegnum þingið því annað þing stendur yfir, nefnilega Norðurlandaþing, og geta þingfulltrúar þar ekki starfað á Al- þingi íslendinga á meðan það stendur. Það hefði mátt athuga þessi mál miklu fyrr og ganga frá þessu þann- ig að þessi mál stönguðust ekki á, eða með öðrum orðum, það hefði mátt byrja að vinna fyrr að þessum málum sem þurfa að komast í gegn- um Alþingi fyrir þingrof. Guðmundur Óli Scheving vélstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.