Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Spurningin Telurðu Þjóðhagsstofn- un óþarfa? Birgir Ólafsson bílstjóri: Já, það tel ég og reyndar fleiri opinberar stofn- anir. Skrifstofubáknið er orðið allt of mikið, það er kominn tími til að minnka það og því alveg eins gott að byrja á Þjóðhagsstofnuninni. ívar Atlason nemi: Mér finnst að það megi draga saman og sameina allar stofnanir, er snúa að efnahagsmál- um, í eina stofnun. Það ætti að vera meiri hagræðing í því og minni kostnaður. Elín Óskarsdóttir: Ég hef bara ekki kynnt mér það. Guðrún Gestsdóttir verslunarmaður: Ég stend alltaf með Sjálfstæðis- flokknum að málum og því er ég hlynt því að Þjóðhagsstofhun sé lögð niður. Guðni Vigfússon verslunarmaður: Sjálfsagt mætti fækka eitthvað af þessum opinberu stofnunum. Svo er það spurning hvort það eigi að vera Þjóðhagsstofnun eða einhverjar aðr- ar. Kristín Stefánsdóttir snyrtifræðing- ur: Ég hef bara ekki hugmynd um það enda ekkert inni í þessum mál- um. Lesendur Fátækir réttlausir Hjón, reynslunni ríkari, skrifa: Svar við bréfi sjúklings sem birtist í DV hinn 13/2. Við samhryggjumst ykkur innilega og vildum óska þess að við gætum hjálpað ykkur en því miður höfum við lent í svipaðri aðstöðu þannig að við erum ekki aflögufær eða þess megnuð að hjálpa hvorki okkur né öðrum, þó að við gjarnan vildum. En þó höfum við eitt sem við getum miðlað til ykk- ar af eigin reynslu og það eru upplýs- ingar um að allir þeir sem lenda í svona erfiðleikum, hvort sem það eru sjúklingar, ellilífeyrisþegar eða fólk sem hefur lent í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðiskaupa, virðast engan tilverurétt hafa í þessu þjóðfélagi i dag. Fólk í þessari aðstöðu fær enga mis- kunn hjá ráðamönnum þjóðarinnar og fólkið, sem býr við betri kjör en þú, segir: „Mikið er þetta erfitt hjá ykkur að lenda í þessu" og það er nú heilmikill stuðningur, ekki satt? Stað- reyndin er bara sú að við búum í Blásnauður í allsnægtaþjóðfélagi ¦ I ' . i , 1 ^M :£i.vi -iiifiiJ j«:i ^H ((wvúíi :-iti ***< ttvXi'iii í-iIjííj-: ^B .11-1.111.1111 jtvitiv v:t*-i>: í.i..:í^í:í: ^H : jvt.i þ:li-!í »:> la ilH>i ll'il.J :ll j l^^^H - iliil 11111 ii IIH v^H a : ¦<' : ¦¦ ! 9 aBri"íV>,tí nliMM iiili-.vljlvivilfliv'f'.' Ij-ítJ í'ittiljjiílJt'tilJiil I iiHt olxí-S <Jfti-iJ.it" ii ll't-t.'ti ...... ivt. i.ttit :.' liiviti.'ijiif fuiiiijj- ijívv - í:i i'ilt :|iU-J Iv-ivit t'ii:'vil:li:ii:.:iV. ijililff iilVivtJ ¦: ::¦, «« j»m -.-.'-.::.:- fMBf v-íl U.'l flll. "J.it i ,11.1 íf llilii.. iW»t till CUi vl .- tililjl-J'.Jif'i'jk 1J1 j.i-1 íf lli xtitti íi'-' JJrnf.liijiiiii'jivvi.jtt'' i ll|i lilillia lt.il liil v.ljtvifi t kV f-n -Aíiíi i i viv'iia i'í i li: li-iliti'iitjf S-iiliillij iíf ti; ilil' - ' f-i-t Jaj | ijli Staðreyndin er bara sú að við búum í velferðarríki þar sem allir eiga að hafa það gott, nema aumingjarnir sem verða fyrir skakkaföllum velferðarríki þar sem allir eiga að hafa það gott, nema aumingjarnir sem verða fyrir svona skakkaföllum. Það eina sem við getum ráðlagt ykk- ur er: í guðanna bænum, reynið að komast hjá þvi að eyða þreki ykkar og dýrmætum vinnutíma í að tala við fólk sem þið treystið á að geti hjálpað ykkur úr erfiðleikunum. Þarna á ég við ráðamenn þjóðarinnar, hvar í póli- tík sem þeir eru, félagsmálastofnun sem virðist hafa kvóta sem hún getur úthlutað fólki í neyð, þið fenguð 30 þús., við fengum 32 þús. kr., kannski vegna þess að við höfum barn á fram- færi okkar. Það er tilgangslaust og mjög slítandi fyrir ykkur að leita til þessara aðila, það eina sem þið hafið upp úr krafsinu eru vonbrigði, falskar vonir og svefnlausar nætur vegna lík- amlegrar og andlegrar þreytu og álags í þeirri von um að finna einhverja lausn á vandamálunum. Svarið er þó mjög svo einfalt: Þið verðið að hjálpa ykkur sjálf því það gerir enginn fyrir ykkur. Ómögulegt, hugsið þið kannski með sjálfum ykk- ur, en svona eru svörin sem maður fær. Þetta er ýmist sagt þjóðfélags- vandamál eða þið verðið að borga ykkar skuldir sjálf, hvort sem þið get- ið það eða ekki, það er bara aukaat- riði. Nei, eina vonin ykkar er að leita á náðir fjölskyldna ykkar og vina ef vera kynni að einhver af þeim gæti hjálpað ykkur. Okkur finnst sárt að þurfa að segja ykkur þetta en þetta er einungis það sem við höfum gengið í gegnum af eigin reynslu, þetta er blákóld stað- reynd í allsnægtarþjóðfélaginu á íslandi Við vitum vel að þetta eru engir afarkostir en við þetta býr fjöldi fólks í dag og við virðumst ekkert geta gert, því miður. Allt veltur á videoi Konráð Friðfinnsson skrifar: Mörg hjónabönd eru það sem kallað er þreytt, vægast sagt að niðurlotum komin mörg hver. En tæknin er alls staðar til þjónustu reiðubúinn og í til- fellum sem þessum er hún, að fróðra mati, lyftistöng hin mesta sem margan hjónaskilnað hefur hindrað. - Hvað er maðurinn nú að bulla? Hvaða tækni fær einhverju áorkað í sambandslausri sambúð? Auðvitað á ég hér við videoið. Með tilurð myndbandstækjanna hefur í nefndu máli grettistaki verið lyft. Því nú hyggjast hjónakornin útkljá gamla deilu á þann hátt að eftir verði munað og taka sér því sæti gegnt imbanum og bíða spennt eftir óförum leikarans. Athyglin er límd við skerminn og ekk- ert annað kemst að. Svo furðulegt sem það má virðast þá hefur heimilislífið gjörbreyst með tilkomu myndbandstækjanna sem allt virðist velta á núna. Frettaþorstanum svalað Bjarni skrifar: Það fer varla á milli mála að Islend- ingar eru hvað fréttasjúkastir manna og er þá varla hægt að greina milli málaflokka. Enda lesa þeir allt prent- að, sama hvað er. Því er við brugðið að íslendingar í fríum á erlendri grund eru þeirri stundu fegnastir, er þeir koma heim aftur til föðurlandsins, að fá öll blöðin sín, útvarpið, sjónvarpið og allt það svo þeir geti loks um frjálst höfuð strokið eftir „einangrunina" í fríinu. íslendingar á sólarstrónd Spánar eða ítalíu leita gjarnan uppi þá landa sína sem eru nýkomnir að heiman með ný blöð til að geta lesið fréttir, jafnt inn- lendar sem erlendar, dánarfregnir og útvarpsdagskrána. Hindrar þá ekki þó landarnir séu í margra mílna fjarlægð, bara að þeir hafi blöðin meðferðis! Svo langt gengur fréttaþorsti manna að í flugvélum á leið til landsins er öll þjónusta lítils metin á við þá að geta fengið blóðin til aflestrar, jafnvel bara gamlar slitrur úr þeim, og oft er hart um þau barist í flugvélunum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Gott er að venja börnin á í æsku að fá fréttir með móðurmjólkinni, lesa fyrir þau á kvöldin fréttir um afla- brögð og sveitarstjórnarkosnmgar og svo það nýjasta, smokkinn og tilveru hans. Nú, svo þegar þau eru orðin læs eða fengið sérstaka heyrn þá er að taka til við sérstakar fréttasendingar til þeirra. Það nýjasta sérstakt „frétta- horn" barnana sem nýverið hefur verið kynnt á Stöð 2. Nú er farið að fréttaskýra nýjustu viðburði í heims- álfum fyrir börnin, byrjað er á stríðs- fréttum um stríðið milli írana og íraka og til fengnir sérstakir fréttaskýrend- ur, þeir sömu og alltaf hafa verið fengnir fyrir hina fullorðnu, nefnilega einhverjir góðir á vinstri vængnum eins og við sáum í fyrstu umfjöllun- inni. Farið var í bæinn og ungt fólk spurt um hvað því fyndist um þetta stríð. En svo bar við að enginn vissi hið minnsta um það og hafði engan áhuga. Það má til sanns vega færa að íslensk- ir unglingar hafa sem betur fer lítinn áhuga á því hverjir eru að berjast þessa eða hina stundina og fréttahorn barnanna því alveg út í hött. Þær eiga víst að vera á lokuðu rásinni eða þeirri rugluðu og hæfa henni víst best þar. Smithereens leynir svo sannarlega á sér og á verðskuldaða athygli. Smithereens feti framar össi skrifar: Betra er seint en aldrei og því hef ég loksins ákveðið að setja penna nið- ur. Mig langar að þakka þeim er stóðu að því að fá hhómsveitina Smithereens til landsins. Eg hefði aldrei trúað því að þetta væri svona gott band eins og raun bar vitni á tónleikunum. Þetta var mjög sérstakt „upplifelsi" enda er maður ekki vanur slíku hljómleika- haldi eins og í Gamla bíói þar sem allir sitja. Það er óneitanlega erfiðara að setja sig inn í músíkina þannig. Ég var alveg afskaplega ánægður með útkomu kvöldsins og vona bara að mér gefist kostur fljótlega að fara á aðra hljómleika með annarri fram- andi hljómsveit. HRINGIÐ I SIMA 2Z022 MILLIKL. 13 OG 15 EÐA SKRIFH) Ósanngjarnt skítkast G.H. skrifar: Ég er mjóg hissa að útvarpsráð skuli hafa tekið þá ákvörðun að hætta láta Ólaf Hauksson hafa yfirumsjón með þáttunum í takt við tímann. Mér fannst Ólafur standa sig alveg sérlega vel, óstressaður og óþvingaður á skerminum eins og góðum sjónvarps- manni ber. Mér finnst líka fáránlegt að gera svona mikið veður út af þessu, ef þetta er auglýsing þá er allt auglýs- ing. Eg hefði ekki einu sinni tekið eftir að þetta væri auglýsing nema af því að útvarpsráð fór að strógla út af því. Mér finnst Ólafur algjörlega hafa axlað þá ábyrgð ef fylgir þessum þátt- um og fannst hann alls ekki eiga þetta skítkast skilið. „Mér hefur fundist Olafur standa sig alveg sérlega vel, óstressaður og óþvingaður á skerminum eins og góðum sjónvarpsmanni ber."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.