Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. 17 Lesendur Það segir sig sjáift að með því að leggja heimsmeistarana, Júgóslava, að velli er íslenska landsliðið komió á toppinn og markvissum árangri náð. Markviss árangur Egill Kristjánsson hríngdi: Ég fór á landsleikina á mánudag og þriðjudag og ég var vægast sagt heill- aður af frammistöðu okkar manna. Báðir leikirnir voru mjög skemmtileg- ir og spennandi þó seinni leikurinn væri miklu betri. Það segir sig sjálft að með því að leggja heimsmeistarana, Júgóslava, að velli er íslenska lands- liðið komið á toppinn og markvissum árangri náð. Strákar, þetta var alveg ótrúlegt en engu síður satt! Haldið ykkar striki áfram. Ævíntýri likast Skúli G. hringdi: Við íslendingar höfum nú alltaf verið bekktír fyrir að vera hjátrú- arfulhr og trúa á tröll og álfa. Allt er gott í hófi og því á maður frek- ar erfitt með að trúa ðllum þessum getgátum varðandi hestahvarfið. Maður hefur haft lúmskt gaman af þessu öllu saman fyrst í stað enda ævjntýri líkast en mér finnst bviö að gera allt of mikið frétte. mál úr þessu. Þetta eru orðnar hálfgerðar öfgar sem fara út í vit- leysu haldi þetta miklu lengur svonaáfraw. ¦ MMg * m ' Frabær frammistaöa Ólöf S. hringdi: Vikuskaiiunturinn á Bylgjunni er eitt af fáu sem ég reyni að missa aidréi af. Mér finnst þetta bæði rajög skemmtilegir og athyglis- verðir þættír þó það velti að sjálf- sogðu eilítið á viðmælendum hverju sinni. Mér fannst síðastá þáttur á sunnudaginn einn af þeim betri og vil ég þakka henni Þórhildi Þor- ÍéHsdÖttur fyrir skerf hennar. Þórhildur, ég vil óska þér til ham- ingju með frábæra frammistöðu. Þetta voru orð í tíma töluð. Við konurnar eigum ennþá langt í land en ef við höfum konur eins og þig til að vera í fynrsvari fyrir jafnrétt- inu held ég að við getura treyst því að það verði barist með kjafti og klóra þar til markinu er náð. Blrf boð og bónn V.J.A. hringdi: Mér líst ekkert á þetta nýja bíl- númerakerfi. Eg vil fá að vera í friði með mitt númer. Þessir opin- beru aðilar eru alltaf með þessi boð og bónn og það er ekkert sem seg- ir að hagsmunir borgaranna séu alltaf tryggðir. Eg vil fá að halda raínu númeri þvi það er hluti af raér og mér finnst að ráðamenn eigi að hætta þessum afskiptum, Ég geti ekki séð að það breyti neinu þó ég selji bílinn minn en haldi númerinu mínu. Bílbeltasektir rangar V.A. hríngdi: Ég er mjög mótfallinn bílbeltasekt- um. Ég get ekki séð að það þjóni nokkrum tilgangi að þvinga fólk til að spenna beltin. Mér finnst þessir ráðamenn alltaf hugsa um okkur al- menning sem litlu börnin er ekki hafa vit fyrir sjálfum sér. Það virðist alltaf vera farsælasta lausnin að boða eða banna þetta eða hitt. Ég lít á bílinn sem mína einkaeign og því hluta af friðhelgi heimilisins og þess vegna á ég að hafa valfrelsið hvort ég vil spenna beltið eða ekki. Svo er önnur spurning sem vaknar, hver ber ábyrgð á að farþegi í framsæt- inu spenni beltin? Einnig finnst mér farið að líta á bíl- beltin sem aðalatriði en þau eru auðvitað tæknilega aukaatriði, því það þarf engin bílbelti ef enginn árekstur verður. Ég held það væri nær að grafast fyrir um orsakirnar, af hverju svona mikið er um árekstra og byrja einu sinni á grunninum. Okur frjáls- hyggjunnar Ásdís K. hringdi: Það var athyglisverð grein í DV sem ég rak augun í á mánudag, Okrað í nafni frelsis, en þar segir kona sögu frá kjólakaupum. Ég verð að segja að mér blöskrar að vita til þess að tvær verslanir selja nákvæmlega sama kjól- inn og verðmismunurinn er 128%. Þetta er vægast sagt mjög ótrúleg saga og ef sönn er þá er eitthvað mikið að. Hvað leggja verslanir eiginlega á vöru? Þessi frjálshyggja virðist leggj- ast eitthvað vitlaust í íslenska versl- unareigendur, í stað þess að veita hver öðrum aðhald reynir hver að fá sem mest fyrir sinn snúð. Mér finnst að neytendasamtökin eigi að vera virkari í því að gefa neytendum upp hvað verslanir leggja á vörurnar! Svona sögur vekja mann svo sannarlega til umhugsunar. Vinstri umferðar- draugar Snorri P. hringdi: Ég held að það veiti ekki af að taka ráarga ökumenn í endurhæfingu og kenna þeim að aka. Umferðarmenn- ingin hér er fyrir neðan allar hellur og það sem fer einna mest í taugarnar á mér eru þessir vinstri akreina draug- ar. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að það á að halda sig á hægri akrein þurfi það að keyra lúshægt og tefja umferð. Vinstri akrein er fyrir þá er vilja fara fram úr eða eru á hrað- ferð. Vil ég hvetja sleðana til að halda sig á réttri akrein, þ.e. hægri þegar svo á við. Auglýsing urh styrki til leiklistarstarfsemi. i fjárlögum fyrir árið 1987 er 2.000.000.- kr. fjárveiting sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleik- hópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjár- veitingu þessari. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyrir 10. apríl næstkomandi. 24. febrúar 1987, _____________Menntamálaráðuneytið_____________ Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Aftur er komið að okkar vinsæla tilboði sem allir þekkja, 24 tímaf á aðeins 1600krónur. VERH) VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI BRJÓTUM MURANA - BRYT Verketni Noirænu réSherranefndarinnar um riölbreyltari atvinnuþátttöku kvenna _ Konur stofna fyrirtæki Samnorræna jafnréttisverkefnið BRJÓTUM MÚRANA gengst fyrir námskeiði fyrir konur á Norðurlandi sem hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Námskeiðið felst í þremur vinnuheigum: í Stórutjarnaskóla 3. og 4. apríl og í Héraðsskólanum á Laugum 16. og 17. maí og 13. og 14. júní. Konurnar fá ráðgjöf á milli vinnu- helganna og í a.m.k. 3 mánuði eftir að námskeiðinu lýkur en auk þess er gert ráð fyrir að þær vinni saman í hópum þann tíma. Á námskeiðinu munu konurnar vinna úr hugmyndum sínum með aðstoð leiðbeinenda og fá innsýn í ýmsa þætti sem tengjast stofnun fyrirtækis, s.s. áætlanagerð, markaðsfræði, sölumál ofl. Áhersla verður lögð á að efla eigið sjálfstraust og áræði. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 20 konur. Þær konur sitja fyrir sem ætla að stofna fyrirtæki á Norðurlandi og hafa hugmyndir um óhefðbundnar leiðir í atvinnurekstri. Að námskeiðjnu standa ýmsir aðilar auk BRJÓTUM MÚRANA, þ.á m. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, iðnaðarráðu- neytið og Akureyrarbær. Námskeiðsgjald verður kr. 6.000, matur og gisting innifalið. Kynningaríundur um námskeiðið verður haldinn í Svart- fugli 5. mars nk. kl. 20.30. UmsóknumskalskilatilBRJÓTUMMURANA.KAUPANGI V/MÝRARVEG, 600 AKUREYRI, á eyðublöðum sem þar fást, í síðasta lagi 16. mars nk. Allar nánari upplýsingar veita Valgerður og Guðrún í síma 96/26845. Þetta er í fyrsta skipti sem slikt námskeið er haldið hér á landi og óvíst er hvort það verður endurtekið. Við hvetjum því allar konur sem lúra á góðri fyrirtækis- hugmynd að grípa tækifærið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.