Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Side 26
38 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagöröum 16, símar 82770-82655. MERCEDES BENZ 280 SE árg. 1982 Til sölu gullfallegt eintak, ríkulega útbúið, s.s. velúrinnrétting, sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, sóllúga, sportfelgur, ekinn 93.000 km. Skipti - skuldabréf. BÍLATORG NÓATÚN 2 - SÍMI 621033 Sviðsljós Tveggja mánaða Lundúnadrengur: „Móðir mín í kví, kví... i/ i M'>‘' S * LOvt t— ►a roí^we. -tkíwV TH6 I H.rr, >vwf* tstrt * Ben Anthony var skilinn eftir með skilaboð næld við aðra ermina. Þann átjánda janúar fannst í innkaupakörfu stórverslunar í Lundúnum hvítvoðungur sem hafði verið skilinn þar eftir. Út- burður á nútímavísu og því má ef til vill telj a staðarva- lið viðeigandi. Við skyrtu- ermi barnsins var næld svohljóðandi orðsending: Nafn: Ben Anthony Fæðingardagur: 14 - 1 - ’87 Tími: 10,52 f.h. Vinsamlegast segið hon- um að ég sé ákaflega sorgbitin og muni alltaf elska hann heitt. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér einhvern tímann en þetta er í raun og sannleika hon- um fyrir bestu. Farið var með barnið yfir götuna því þar er sjúkra- húsið Londons Guy’s Hospital. Lögreglan leitar nú móðurinnar sem í ör- væntinguyfírgaf nýfæddan son sinn. I þeim herbúðum fullyrða leitarmenn að hún þurfi ekki að óttast það að gefa sig fram við yfirvöld því verknaðurinn hljóti að hafa verið framinn í mikilli geðshræringu og því hafi menn einungis í huga að rétta móðurinni hjálpar- hönd. Nauðungaruppboð á fasteigninni Æsu'elli 2, 2 haeð metkt F, þingl. eigandi Magnús Guðlaugs- son, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars '87 kl. 16.30. Uppboðs- beiðendur eru Ólafur Gústafsson hrl„ Gjaldheimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafsson hdl. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Bræðraborgarstig 26, 1. hæð, þingl. eigandi Kristján Kristjáns- son, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars '87 kl. 10.45. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegsbanki Islands, Iðnaðarbanki islands hf. og Búnaðarbanki islands. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík, Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Fálkagötu 30, risi, tal. eigendur Herjólfur Jóhannsson og Dagný Másdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars '87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Klem- ens Eggertsson hdl. ___________Borgarfógetaembaettið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Æsufelli 4, 7. hæð E, þingl. eigendur Böðvar Guðmundsson og Helga Þóra Jakobsd., fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars '87 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki íslands, Landsbanki is- lands, Ari isberg hd!„ Skarphéðinn Þórisson hrl. og Ólafur Axelsson hrl. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Frostaskjóli 75, þingl. eigendur Helgi Gunnarsson o.fl., fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars '87 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki íslands, Útvegsbanki islands, Baldur Guðlaugsson hrl„ Iðnað- arbanki islands hf„ Ólafur Gústafsson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. ___________________Borgarfógetaembaettið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Vesturbergi 43, þingl. eigandi Rögnvaldur B. Gíslason, % Fam á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars '87 kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki íslands hf. og Útvegsbanki islands. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Systir Christinu heitir Catherine Oxenberg og er sem kunnugt er ein af stjömunum í Dynastyþáttunum. Einn daginn þegar hún tók bíl til vina sinna í öðru borgarhverfi sagði bílstjórinn henni að hún ætti að reyna fyrir sér í kvikmyndabransan- um. Hann hefði sjálfur sambönd í Hollívúdd og ef hún yrði örlítið góð við hann væri reynandi að bjalla í einn eða tvo af kunningjunum. Þegar Catherine steig út úr bílnum klykkti hann út með því að segja: „Láttu mig fá símanúmerið þitt, ég er viss um að geta komið þér að í Dynasty!“ Douglas Fairbanks ýngri þurfti á leigubíl að halda daginn eftir að ein af gömlu myndunum hans hafði verið sýnd í sjónvarpinu. Bílstjórinn sneri sér við og sagðist einmitt hafa séð son hans í sjónvarpinu kvöldið áður. Douglas vildi ekki gera málið vand- ræðalegra en þurfti með á staðnum og svaraði því að bragði: „Já, þetta er indælisdrengur og hann hefur bjargað sér alveg ágætlega." Leigubíll með Christopher Reeve stóð á rauðu ljósi en þegar skipti yfir í grænt kom einhver vitleysingur þjótandi niður eftir næstu hliðargötu og beint í veg fyrir bílinn. Leigubíl- stjórinn forðaði frá slysi og leit síðan snöggt í aftursætið þar sem Christop- her sat og átti sér einskis ills von. Hann lá ekki á skoðun sinni, bílstjór- inn, heldur hreytti út úr sér: „Ef þú heldur þig í rottuhreiðri verðurðu aldrei annað en rotta sjálfur." Svo mörg voru þau orð. Kannski Eli Wallace hafi samt orð- ið almest forviða af þeim öllum. Hann var í miðjum tökum - sem leigubílstjóri í New York - og sat undir stýri bíðandi eftir skipunum frá leikstjóranum. Þá var bílhurð- inni hrundið upp og inn settist kona móð og másandi: „Beint á 77unda stræti.“ Þegar Eli hafði eytt löngum tíma í útskýringar á misskilningnum snaraðist kerling loksins út - sót- bölvandi. „Djöfuls kvikmyndirnar, það er aldrei hægt að ná í bíl hérna í New York!“ Catherine Oxen berg fékk þau heil- Christopher Reeve heldur sig í ræði að snúa sér að kvikmyndunum. rottuhreiðri. Málglaðir leigubílstjórar Trúega hafa flestir lent í því að hitta á elskulegan en jafnframt óstöðvandi málglaðan leigubílstjóra annaðhvort hér heima eða erlendis. Eli Wallace lenti í öskureiðri konu. Christina Oxenberg hefur vestra skrifað bók um samskipti margra hinna frægu og ríku við leigubíl- stjóra - og ritið fýkur út. Douglas Fairbanks varð eldgamall á andartaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.