Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 27
rir FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Á sýningu dansgallerísins var hoppað hressilega í loft upp og teygt verulega á öllum útlimum NYÞREP úr beinhörðumpeningum Skrokksveigjur eru ekkert vandamál hjá Jassballettskóla Báru - J.S.B. Liprir skrokkar Mannlegir skrokkar eru misfimir en víst er að all- marga má teygja og beygja verulega í allar áttir. Önnur meðfylgjandi mynda var tekin á sýningu sem Dans- gallerý hélt fyrir skömmu en hin sýnir nýjan sýningar- flokk frá J.S.B. sem kemur fram í veitingastaðnum Evr- ópu um þessar mundir. Það er ekki stirðleikanum fyrir að fara á þessum bæjum! DV-myndir KAE Eftir síðustu endurbætur á Kjörbókinni er hún ekki aðeins lremst í flokki óbundinna innlánsforma. Með vaxtahækkunum á innstæðu eftir 16 og 24 mánuði gefur Kjörbókin hærri ávöxtun en bundnir reikningar gefa á sama tíma. Samt er hún algjörlega óbundin. Hafðu næstu tvö þrep á fjármálabrautinni úr beinhörðum peningum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Dóttir föðursíns Dóttir Cary Grants fékk einn milljarð í arf eftir sinn fræga föður og ætti því að vera sæmilega útgengileg á hjónabandsmarkaðinum. Ekki spillir útlitið heldur sem hún hefur frá tveimur heimsþekktum fegurðardúllum - leikurunum Dyan Cannon og Cary Grant. Jennifer er orðin tvítug og nemur lög við háskóla í Kaliforníu. Meðstúdentar segja að hún hafi eftir dauða föðurins sökkt sér enn betur niður í vinnu. Ljúfa lífið hefur aldrei freistað og fæstir nemendur skólans vita um hina frægu foreldra. Kærastinn er skólabróðir sem fer jafnlágt og Jennifer og það eina sem greinir þau frá öðr- um í skólanum eru lífverðirnir sem fylgja hvert fótmál. Þetta einkabarn Cary Grants, sem fæddist eftir að hann var kominn á sjötugsaldur, mun ekki geta um frjálst höfuð strokið það sem eftir er ævinnar. Til þess er hún of auðug. Frá því að foreldrarnir skildu hefur Jennifer búið hjá móður sinni Dyan Cannon. >— ummæli Jóns Páls: /^; allri fjölskytdunni til að halda sen forn >.. Pöntunarsími 91-651414 alla daga frá kl. 9.00-22.00 Póstverslunin Prima Pósthólf 63, 222 Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.