Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. 39 Eg ' ummæli Jóns Páls: er hrifinn af fjölskyldutrimmtækinu, það hentar fjölskyldunni halda sér 1 formi. Pöntunarsími 91-651414 alla daga frá kl. 9.00-22.00 Póstverslunin Prlma Pósthólf 63, 222 Hafnarfirði. Á sýningu dansgallerisins var hoppað hressilega í loft upp og teygt verulega á öllum útlimum. T\Ö IVT ÞREP úr beinhördumpeningum Eftir síðustu endurbætur á Kjörbókinni er hún ekki aðeins fremst í flokki óbundinna innlánsforma. Með vaxtahækkunum á innstæðu eftir 16 og 24 mánuði gefur Kjörbókin hærri ávöxtun en bundnir reikningar gefa á sama tíma. Samt er hún algjörlega óbundin. Hafðu næstu tvö þrep á fjármálabrautinni úrbeinhörðum peningum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sviðsljós Skrokksveigjur eru ekkert vandamál hjá Jassballettskóla Báru - J.S.B. Liprir skrokkar Mannlegir skrokkar eru misfimir en víst er að all- marga má teygja og beygja verulega í allar áttir. Önnur meðfylgjandi mynda var tekin á sýningu sem Dans- gallerý hélt fyrir skömmu en hin sýnir nýjan sýningar- flokk frá J.S.B. sem kemur fram í veitingastaðnum Evr- ópu um þessar mundir. Það er ekki stirðleikanum fyrir að fara á þessum bæjum! DV-myndir KAE Dóttir föðursíns Dóttir Cary Grants fékk einn milljarð í arf eftir sinn fræga föður og ætti því að vera sæmilega útgengileg á hjónabandsmarkaðinum. Ekki spillir útlitið heldur sem hún hefur frá tveimur heimsþekktum fegurðardúllum - leikurunum Dyan Cannon og Cary Grant. Jennifer er orðin tvítug og nemur lög við háskóla í Kaliforníu. Meðstúdentar segja að hún hafi eftir dauða föðurins sökkt sér enn betur niður í vinnu. Ljúfa lífið hefur aldrei freistað og fæstir nemendur skólans vita um hina frægu foreldra. Kærastinn er skólabróðir sem fer jafnlágt og Jennifer og það eina sem greinir þau frá öðr- um í skólanum eru lífverðirnir sem fylgja hvert fótmál. Þetta einkabarn Cary Grants, sem fæddist eftir að hann var kominn á sjötugsaldur, mun ekki geta um frjálst höfuð strokið það sem eftir er ævinnar. Til þess er hún of auðug. Frá þvi aö foreldrarnir skildu hefur Jennifer búiö hjá móöur sinni - Dyan Cannon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.