Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 28
40 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Andlát Gunnfríður Rögnvaldsdóttir lést 21. febrúar sl. Hún fæddist á Uppsöl- um i Seyðisfirði við ísafjarðarHiúp 11. maí 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Rögnvaldur Guðmundsson. Útför Gunnfríðar verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 15. Ólöf Ingimundardóttir lést 19. febrúar sl. Hún fæddist á Bæ í Króks- firði á Barðaströnd 13. janúar 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Einarsdóttir og Ingimundur Magnússon. Ólöf giftist Ólafi Helga- syni og eignuðust þau þrjár dætur. Einnig tóku þau í fóstur eina dóttur. Útför Ólafar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Þorvaldur A. Sigurgeirsson lést 13. febrúar sl. hann fæddist á Isafirði 17. nóvember 1914. Foreldrar hans voru Sigurgeir Kristjánsson og Bjarney Jóna Einarsdóttir. Þorvald- ur kvæntist Sigríði Sumarliðadóttur, en þau slitu samvistum. Þeim varð ’ ekki barna auðið. Aðalævistarf hans var sjómennska, lengst af á togurum, en eftir að hann kom í land vann hann í BÚR í nokkur ár. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju í morg- un. Aðalsteinn Þorgeirsson, Mark- holti 15, Mosfellssveit, lést í' Borg- arspítalanum 26. febrúar. Eyþóra Þórðardóttir, Aragerði 12, Vogum, lést í Landspítalanum mið- vikudaginn 25. febrúar. Helga Gísladóttir, Víðivöllum 2, Selfossi, lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi miðvikudaginn 25. febrúar. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Þórsgötu 15, lést í Landspítalanum að morgni 23. þ.m. Ingigerður Guðmundsdóttir, Skagfirðingabraut 23, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14. I gærkvöldi Kristín Einarsdóttir Irfeðlisfræðingur: ..Konur eru kaldari" Við stöndum í ströngu þessa dag- ana vegna komandi kosninga. Þess vegna gefst ekki mikill tími til þess að fylgjast með öllum fjölmiðlunum. Það er helst að maður hlusti á út- varp á ferðinni í bíl. í gærmorgun hlustaði ég á morgunstund bam- anna, Fjörulalla, ásamt syni mínum og fréttimar klukkan níu, sem fyrir mitt leyti mættu vera ítarlegri, því þetta em oft einu fréttimar sem ég get hlustað á yfir daginn. En ég hlustaði líka á hádegisfréttimar í ríkisútvarpinu og svo um kvöldið á kvöldfréttimar. Einnig heyrði ég byijunina á útvarpsleikritinu, að- eins fyrsta hálftímann. Yfirleitt horfi ég heldur á fréttir í sjónvarpinu en á stöð 2. Það er nú vegna þess að fréttimar á stöð 2 em á matmálstíma auk þess sem þær em ekki eins góðar og sjónvarpsfréttim- ar en ég tek það fram að ég hef ekki mikið séð af stöð 2 og er því ekki dómbær. Oft hef ég heldur kveikt á Kristin Einarsdóttir útvarpi milli sjö og átta, þegar ég er að ganga frá eftir matinn, þá hlusta ég á þáttinn Um daginn og veginn sem er nokkuð góður. Þar koma öll sjónarmið upp og maður er langt frá því að vera sammála öllum. Síðast heyrði ég í konu frá Húsavík einmitt þegar ég var á leið- inni í bílnum. Konur em orðnar miklu kaldari við að koma fram og þær em ekki síðri í þessum þáttum en karlmenn. Ég settist niður um daginn og horfði á Spaugstofuna og varð fyrir miklum vonbrigðum sem og með f takt við tímann. Ég geri þær kröfur til svona þátta að þeir séu vandlega unnir sem mér finnst þeir alls ekki vera. Samkeppnin finnst mér hafa gert það að verkum að sjónvarpið er orðið svolítið „poppað". Það em samt margir þættir sem maður heyr- ir útundan sér og hugsar oft að þetta hefði verið gaman að sjá eða heyra. Á Bylgjunni em tveir þættir mjög góðir, það er vikuskammtur Einars Sigurðssonar og viðtalsþáttur Jón- ínu Leósdóttur, en mér leiðast hræðilega auglýsingamar inn á milli og slekk oft þegar þær byija, sem verður til þess að ég gleymi að kveikja aftur. Samúel Torfason járnsmiður lést 17. febrúar sl. Hann fæddist í Kolls- vík í Rauðasandshreppi 19. desember 1902. Foreldrar hans voru Guðbjörg Ó. Guðbjartsdóttir og Torfi Jónsson. Samúel lauk járnsmíðanámi frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Að námi loknu starfaði hann um hríð í vél- smiðjunni Héðni. Árið 1936 stofnaði hann Ofnasmiðjuna hf. ásamt nokkr- um félögum sínum, síðar árið 1947 stofnaði hann til framleiðslu á cellof- anpokum og síðan plastpokum. Hann varð þannig frumkvöðull á þessu sviði og rak verslunar- og framleiðslufyrirtæki sitt Samúel Torfason hf. óslitið þar til fyrir ári. Samúel giftist Unni Árnadóttur og eignuðust þau þrjú börn. Unnur lést árið 1972 og síðustu árin hefur Sigur- laug Sigurjónsdóttir haldið með Samúel heimili. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ýmislegt Dostoévskj-myndir endur- sýndar í MÍR Vegna mikillar aðsóknar og áskorana verða Dostoévski-myndirnar, sem sýndar voru tvo síðustu sunnudaga í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10, endursýndar. „Fávitinn“, sovésk kvikmynd gerð 1958 eftir sam- nefndri skáldsögu Fjodors Dostoévskís, verður sýnd sunnudaginn 1. mars kl. 16 og „26 dagar í lífi Dostoévskís" verður sýnd sunnudaginn 8. mars kl. 16. Skýring- artextar með myndunum á íslensku. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 28. febrúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Vorið nálgast. Sól- in hækkar á lofti. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni og hreyfing. Upphaf góðrar helgar. Nýlagað molakaffi. Frumheimildir í Sögu Samtök kennara og annars áhugafólks um sögukennslu halda fund iaugardaginn 28. febrúar 1987 í Kennslumiðstöðinni, Laugavegi 166. Fundurinn hefst kl. 14. Fundarefni: Frumheimildir og heimilda- ritgerðir í sögukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Framsögumenn verða Erling Ólafsson, kennari við Réttar- holtsskóla, og Ragnheiður Mósesdóttir, kennari við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Fundurinn er öllum opinn. Félagar í Hana nú Á morgun, laugardaginn 28. febrúar, fara félagar í Frístundahópnum hana nú og gestir þeirra í Listasafn Einars Jónssonar. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 13. Sýning á blýantsteikningum í bókasafni Kópavogs Laugardaginn 21. febrúar sl. var opnuð sýning á blýantsteikningum Ingibergs Magnússonar, 20 að tölu, í Bókasafni Kópavogs. Myndirnar voru gerðar fyrir bókina Rætur, sýnisbók íslenskra bók- mennta frá siðaskiptum til nýrómantíkur, sem Mál og menning gaf út 1986, og lýsa atvikum og sögusviði tuttugu sígildra listaverka - Ijóðum, sögum, ævisögum eða ferðabókum. Sýningin mun standa til 20. mars og er opin á opnunartíma safnsins, þ.e. mánudaga til föstudaga, kl. 11-21 og laugardaga kl. 11-14. Enginn aðgangseyr- ir og allir eru velkomnir. Bókasafn Kópavogs er til húsa að Fannborg 3-5 í miðbæ Kópavogs. Neskirkja Félagsstarf aldraðra á morgun, laugardag, kl. 15. Félagar úr JC Nes koma í heimsókn og sjá um dagskrá. Félag eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni Opið hús í Sigtúni við Suðurlandsbraut laugardaginn 28. febrúar. Dagskrá: milli kl. 14 og 16 ferðakynning ferðaskrifstof- anna. Kl. 16 flytur séra Gunnar Björnsson ávarp og Ágústa Ágústsdóttir syngur við undirleik séra Gunnars. Mælsku- og rökræðukeppni hjá málfreyjum Mælsku- og rökræðukeppni verður haldin í Gerðubergi laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. Þar mætast Mfd. Björkin og Mel- korka, báðar starfandi deildir í Reykjavík. Þetta er útsláttarkeppni deilda innan III. ráðs Landssamtaka málfreyja á Islandi. Gestir eru velkomnir á fundinn. Laugardagskaffi á Víkinni í laugardagskaffi Kvennalistans, 26. fe- brúar á Hótel Vík ætlar Bergljót Baldurs-' dóttir málvísindakona að tala um kynjamállýskur. Laugardagskaflíð byrjar kl. 14 og þangað eru allir velkomnir. Háskólakórinn með opið hús Sunnudaginn 1. mars kl. 14-16 verður Háskólakórinn með opið hús í Odda, 1. hæð. Seldar verða bollur og kórinn tekur lagið. Allir velkomnir. Árshátíðir Árshátíð Átthagasamtaka Héraðsmanna verður haldin í Domus Medica laugardag- inn 28. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 20. Húsið opnað kl. 19. Á dagskrá verður: danssýning, söngur með gítarundirleik, (Ná)grannatríóið, fegurðarsamkeppni hreppanna. Hljómsveit Þorvaldar Jóns- sonar leikur fyrir dansi. Einnig mun Þorvaldur leika létt lög á meðan á borð- haldi stendur. Heiðursgestir á árshátíð- inni verða hjónin Svandís Skúladóttir og Gunnar Guttormsson, Litla-Bakka. Að- göngumiðar að árshátíðinni verða seldir í anddyri Domus Medica kl. 17-19 í dag, 27. febrúar. Verð aðgöngumiða erkr. 1.600 fyrir matargesti en kr. 500 fyrir þá sem koma að loknu borðhaldi. Skemmtanir Félag harmóníkuunnenda Skemmtifundur verður sunnudaginn 1. mars í Templarahöllinni við Skólavörðu- holt milli kl. 15 og 18. Fjöldi harmóníku- leikara kemur fram, góðar veitingar verða og dansað í lokin. Allir ávallt velkomnir. Kammertónleikar á Akureyri Sunnudaginn 1. mars kl. 17 verða kammer- tónleikar í Akureyrarkirkju. Dyljá Hjalta- dóttir leikur á fiðlu, Björn Steinar Salbergsson á orgel, Bryndís Björgvins- dóttir á celló og Angela Tuncan á flautu. Öll kenna þau við Tónlistarskólann á Akureyri. Þau leika verk eftir Bach, Vi- valdi og Gluck. Söngskemmtun og kaffisala Fóstbræðrakvenna verður haldin sunnu- daginn 1. mars í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109-111. Kaffisalan hefst kl. 15 síðdegis. Boðið verður upp á kafli- hlaðborð með heimabökuðum rjómaboll- um i tilefni bolludagsins ásamt fleiru góðgæti og kostar kaöið 300 kr. fyrir manninn (150 kr. fyrir börn). Fóstbræður koma og taka lagið með stuttu millibili á meðan á kafíisölunni stendur. Þá verður tombóla og kostar miðinn 50 kr. Þetta er í annað skiptið sem Fóstbræðrakonur hafa kafiisölu á þessum vetri en þetta er gert í fjáröflunarskyni vegna utanfarar kórs- ins. Fóstbræður munu taka þátt í alþjóð- legu kóramóti í Þýskalandi í lok maí og halda síðan áfram og syngja í Austurríki og Ungverjalandi. Síðasta kaflisalan var sunnudaginn 1. febrúar og var fólk ánægt með söng kórsins. Má í því sambandi minna á beina útsendingu í þætti Ævars Kjartanssonar - Með síðdegiskaflinu - í RÚV, rás 1. Bakkfirðingar í Reykjavík Hið árlega Bakkfirðingamót verður haldið í Drangey, húsi Skagfirðingafélagsins að Síðumúla 35, laugardaginn 28. febrúar kl. 21. Tónleikar Lúðrasveitar Hafn- arfjarðar Laugardaginn 28. febrúar nk. heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sína árlegu tón- leika. Þeir verða í íþróttahúsinu v/Strand- götu og hefjast kl. 14.30. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Hans Plod- er en hann hefur verið stjómandi sveitar- innar í rúm tuttugu ár. Kynnir á hljómleikunum verður Markús Á. Einars- son veðurfræðingur. Félagsvist Borgfirðingafélagið Spiluð verður félagsvist á morgun, laugar- daginn 28. febrúar, að Ármúla 17a. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Skagfirðingafélagið í Reykja- vík heldur félagsvist í Drangey, Síðumúla 35, nk. sunnudag, 1. mars, kl. 14. Húnvetningafélagið í Reykja- vík Félagsvist verður spiluð laugardaginn 28. febrúar kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Afmæli 90 ára afrnæli á í dag, 27. febrúar, Hinrik Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri, ísafirði. 80 ára afmæli á í dag, 27. febrúar, frú Vilborg Jónsdóttir, Brautarholti 1 í Ólafsvík. Eiginmaður hennar, Egg- ert Guðmundsson verslunarmaður varð áttræður 6. desember sl. Hjónin í frétt DV í gær um væringar fyrir stjómarfúnd Flugleiða er haft eftir Kristjönu Millu Thorsteinsson að Sig- urður Helgason stjómarformaður hafi unnið að því að fella hana úr stjóm félagsins. Þetta er rangt. Hins vegar Ferðalög Skíðaferðalag AFS Afs skiptinemasamtökin fara í skíðaferða- lag nú um helgina, 28. febrúar til 1. mars. Farið verður í ÍK skálann í Skálafelli og gist í 1 nótt. Lagt verður af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni, BSl, kl. 10 á laugar- dagsmorgni. Vonast er til að allir þeir sem áhuga hafa á samtökunum sjái sér fært að mæta, ungir sem gamlir. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 1. mars. 1. kl. 10.30 Gönguferð á Hengil (803 m) (Skíðaganga í Innstadal fyrir þá sem vilja). Verð kr. 500. 2. kl. 13 Varðaða leiðin á Hellisheiði / göngu- og skíðaferð. Ekið verður austur á Hellisheiði og gengið til baka með vörð- uðu þjóðleiðinni um Hellisskarð og að Kolviðarhóli þar sem gönguferðinni lýkur. Skíðaganga verður á Hellisheiði. Verð kr. 500. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Munið vetrarfagnað Ferðafélagsins föstudaginn 20. mars í Risinu. Útivistarferðir Helgarferð í Brekkuskóg 28. febr.-l.mars. Brekkuskógur er fallegt svæði austan Laugarvatns. Góð gistiaðstaða. Spennandi gönguleiðir og skoðunarferð að Gullfossi í vetrarbúningi. Farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1, símar 14604 og 23732. Dagsferðir Laugardagur 28. febr. kl. 9: GuIIfoss í vetrarbúningi. Einnig farið að Geysi, Brúarhlöðum, fossinum Faxa, Vígðulaug og víðar. Verð 900 kr. Sunnudagur 1. mars kl. 13: Þingvellir að vetri. Gönguferð um gjárnar og vel- lina, að Öxárfossi o.fl. Verð 600 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Sjáumst. Útivist. eru stödd hér í Reykjavík. Ætla þau að taka á móti gestum á morgun laugardag, í félagsheimili frímerkja- safnara, Síðumúla 17, annarri hæð, eftir kl. 15. sagði Kristjana Milla i DV á miðviku- daginn að ....mér hefur verið sagt, oftar en einu sinni, að það standi til að setja mig úr stjóminni." DV biðst velvirðingar á þessum mi- stökum sem byggjast á misskilningi. Leiðréttíng: Ekki Sigurður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.