Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 30
42 Skyttur vikunnar BUBBIMORTHENS & MX21 -SKYTTURNAR (GRAMM) Lag úr samnefndri kvik- mynd og ekki ætti það að skemma fyrir myndinni því þetta er einfaldlega dúnd- urgott rokklag, a la Bubbi; grípandi laglína og allt sem við á að éta. Steini sýnir góð tilþrif á gítarinn eins og hans var von og vísa. Aðrar þó nokkuð hittnar VARNAGLARNIR - VOPN OG VERJUR (LANDLÆKNISEMB- ÆTTIÐ) Nútímadiskó eftir Valgeir Stuð/Straxmann og lagið í góðu lagi sem slíkt, einfalt og gríp- andi, en helst til vélrænt fyrir minn smekk. Og svo er spurn- ing hvort þessi tónlist henti rödd Bubba. Ég er efins. LEVEL 42 - RUNNING IN THE FAMILY (POLYDOR) Þessir piltar kunna sitt fag, það er engum blöðum um það að fletta. Og hér fara þeir á kostum í hreinræktuðu soulrokki, með þéttum takti og laglegu milli- spili. Og svo er þetta bráðgott fyrir dansinn ef því er að skipta. Pottþéttur smellur. ICICLE WORKS-EVANGELINE (BEGGARS BANQUET) Hér er rokkað af lífi og sál og það virðast alltaf vera einhverj- ir kvenmenn með í spilinu hjá þessum strákum. Síðast var það Understanding Jane og nú er það Evangeline. Þetta lag er í sama gamla góða rokkstílnum og Understanding Jane, ein- faldur taktur og einföld laglína. Fyrirtak. GEORGIA SATELLITES - KEEP YOUR HANDS TO YOURSELF (ELEKTRA) Meira gamaldags rokk. Þetta er ný bandarísk rokksveit sem greinilega sækir fyrirmyndir sínar aftur í tímann, þetta lag er í gamaldagsgítarrokksstíl, einfalt að allri uppbyggingu og gengur því fljótt og vel í þá sem fíla þetta gamla rokk. CLUB NOUVEAU - LEAN ON ME (WB) Gamalt vín á nýjum belgjum enn eina ferðina, hér gamla Bill Withers lagið Lean on Me í diskaðri meðferð Club Nouve- au. Þetta er allt í lagi þó svo upphaflega útgáfan standi enn feti framar. -SÞS- FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. David & David - Boomtown Menn með framtíð Þetta ku vera bandarískur dúett sem hefur gert það gott í Evrópu mest- megnis en er nú að ná upp dampi á heimaslóðum og þykir með því efhi- legra sem þar hefur fram komið í langan tíma. David & David heita David Ricketts og David Baerwald og þeir leika tón- list sem er afskaplega þægileg áheym- ar; blanda af evrópskri og bandarískri tónlist. Og þeir leita fanga víða, því á þessari plötu - Boomtown - má heyra áhrif úr ýmsum áttum, það má heyra soultakta, sem og rokk og jafnvel kántrí og svo tölvupopp. Ef öll þessi áhrif væru aðskilin meira og mirrna er ég hræddur að útkoman yrði hörmuleg, en þeim Davíðum tekst að blanda þessu öllu saman þannig að heildin verður mjög áheyrileg popptónlist, frekar í mýkri kantinum en góðir sprettir inná milli. Og það fer ekki á milli mála að söng- urinn er ein sterkasta hlið þeirra Davíða, annar hvor þeirra hefur rödd sem svipar mjög til raddar Daryls Hall og er þar ekki leiðum að líkjast. Annað sem þeir félagar leggja greinilega mikla áherslu á eru textar, þeir eru útpældir og ekki bara upp- fylling í tónana. Boomtown er athyglisverð plata og ég spái því að ekki líði á löngu þangað til nafnið David & David á eftir að heyrast víða. -SÞS- Wednesday Week - What We Had Hljóðmúrinn Nýjasta nýtt í bandarísku poppi er gamalt. Hér er um að ræða afturhvarf til tónlistar Bítlaáranna, rokktíma- bilsins margfræga þar sem einfaldleik- inn ræður. Eftirminnileg heimsókn Smithereens færði okkur heim sann- inn um það. Wednesday Week og Smithereens eiga margt sameiginlegt. Báðar sveit- imar gáfu út sínar fyrstu breiðskífur á síðasta ári undir merki Enigma Re- cords. Báðar höfðu þar áður starfað saman í nokkur ár, Wednesday Week þó sýnu skemur. Á Especially For You og What We Had stjómar upptökum Don Dixon sem frægur varð af sam- starfi sínu við REM og Let’s Active. Síðast og alls ekki síst er tónlistarlega lítill munur á hljómsveitunum. Og þó. Ef grannt er skoðað ber ýmis- legt í milli. Ekki er þó átt við kynja- hlutföllin í sveitunum. Satt best að segja ber lítið á því að Wednesday Week hafi innan sinna vébanda þijár stúlkur og einn pilt, á móti karlaveld- inu í Smithereens. Munurinn liggur í tónlistarlegri tjáningu. Á móti spila- gleði og einlægni Smithereens kemur næstum fráhrindandi kaldranaleiki Wednesday Week. Platan What We Had er líkust múrvegg, slétt, felld en nánast ókleif. Lögin 12 gefa áheyrand- anum lítil færi á að finna handfestu. Þau er hröð, tiltölulega hrá og öll mjög áþekk áheymar. Hljóðfæraleik- ur fjórmenninganna er hnökralaus en að mestu laus við tilþrif. Það er einna helst að David Nolte sýni frumkvæði á gítarinn. Samanburður við Smithereens er Wednesday Week því heldur í óhag. Enn ósanngjarnari væri samanburður við REM. Það sem sveitina skortir em fyrst og fremst einhver persónuein- kenni. Á What We Had er fátt sem stingur í stúf, lagasmíðar, textar, söng- ur né útsetningar, sem hinn reyndi Don Dixon hefur þó með höndum. What We Had minnir á nýlega end- urvakið tímabil rokksögunnar. Wednesday Week gerir lítið annað en að ítreka það. Eigin áhrifum eða per- sónulegri túlkun þessarar tónlistar er mikið ábótavant. -ÞJV Alan Parsons Project - Gaudi Leitað til fortíðar Alan Parson á orðið langan feril á tónlistarsviðinu. Hann byrjaði sem upptökumaður og var sem slíkur við- riðinn tvær klassískar plötur, Abbey Road með The Beatles og Dark Side Of The Moon með Pink Floyd. Hann stofnaði síðan sína eigin hljómsveit, Alan Parsons Project. Fljótlega vakti tónlist hans athygli. Þóttu fara þar saman góð lög og vand- aður flutningur. Fyrstu plötur hans vom í heild of þungar fyrir hinn al- menna hlustanda en einstök lög náðu nokkrum vinsældum. Þessar plötur áttu það sameiginlegt að taka eitt efni fyrir. Má nefna Edgar Allan Poe, vél- menni og píramítar Egyptalands, svo eitthvað sé nefnt. Það er svo 1982 að Eye In The Sky kom út. Stórgóð plata, uppfull af fall- egum stefum, leiknum og sungnum. Sú plata var mun léttari en áður hafði komið frá Alan Parson og vinsældir hljómsveitarinnar jukust til muna. Því miður gat Alan Parson ekki fylgt Eye In The Skye nógu vel eftir. Þær plöt- ur, sem á eftir komu, vom nokkurs konar endurómur af Eye In The Skye. Því hefur hann réttilega tekið það ráð að hverfa til baka og á nýjasta plata hans, Gaudi, meira sameiginlegt með eldri plötum hans en þeim nýrri. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir, spánski arkitektinn Antonio Gaudi sem uppi var 1852-1926. Sjálfsagt em ekki margir sem þekkja þetta nafn. En all- ir sem hafa einu sinni komið til Barcelona hljóta að hafa heyrt minnst á hann þegar skoðuð er ófullgerða kirkjan sem flestir ef ekki allir ferða- menn skoða. Kirkja sem mun enn verða í smíðum í nánustu framtíð. Gaudi hannaði hana ásamt mörgum öðrum þekktum mannvirkjum í þeirri borg. Hvemig sem á því stendur hefur Alan Parsons ásamt félögum ákveðið að fjalla um þennan arktitekt og skemmst er frá því að segja að hann hefur ekki gert betri plötu frá því Eye In The Sky kom út. Gaudi er ekkert léttmeti og er ekki líklegt að neitt eitt lag verði vinsælt enda er tónlistin á Gaudi þannig að maður verður ekki ánægður nema hlustað sé á plötuna í heild. Lögin að venju melódísk og upptaka og hljómur fyrsta flokks. Samt býður þessi heillandi tónlist ekki upp á neitt nýtt. Helsti gallinn er sá að meira hefði mátt vera um spönsk áhrif. Það er helst í eina leikna lag- inu, Paseo De Gracia, að spönsk áhrif njóta sín. Önnur lög eru að vísu að- eins undir spönskum áhrifum, en þau hverfa í útsetningum sem á einstaka stað virðast yfirborðskenndar. Eins og vænta mátti er helsti aðstoð- armaður Alan Parson Eric Woolfeon sem verið hefur með honum frá byij- un. Hann semur lögin ásamt Parson og syngur einnig. Aðrir söngvarar eru Lenny Zakatek sem lengi hefur verið með Parson. Þá má nefna John Miles sem er eini söngvarinn sem syngur tvö lög og Geoff Barradale. Þrátt fyrir minniháttar annmarka, sem upp hafa verið taldir, er Gaudi heilsteypt verk sem aðdáendur Alan Parsons Project ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með. HK SælnúL . . Brucenokkur Dickinson, söngvari þunga- rokkssveitarinnai Iron IWaiden, vará dögumiin ákærður fyrir likamsárás i Texas. Atburðurimt átti sér stað á tónleikum lion Maid- euogþaóvareinnaf öryggisvörðum liljómsveit- arinnar sem varð fyrir barðinu á söngvaramtm. . . Breska bljómsveítin Síouxsie And The Banshees, senr nú nýtur töluveröra vinsælda heima fyrii meó gamla lagió This Wheels Qn Fire, varð fyrir nokkru áfailí fyrir skemmstu er gítarleikari hljómsveitar- innartókpokannsinnog gekk á brott. Þetta hefttr i för með sér mikla röskun á tónleíkahaldi hljómsveitar- ínnar og fyrirhuguð Ameriku- feióisumarerkominí salt. . hlýjasta myndband hresku hljómsveitariunar New IVIodel Army hefur verið bannað i Vestur-Þýskalandi. Ástæöan er ekki dónaskapur eða klám, iieldur hernaðar- legs eðlis, en á myudhand- ínu ersena þar sem hljómsveitarmeölimir mót- mæla handarisku hernaðar- brölti fyrir utan Greenham Common Irjarnorkuherstöð- ina i Bretlandi!. . . (l/lícha- el Jackson hefurennekki lokið viö gerð nýju plötunnar sinnar, sem ótti upphaflega að koma út um þetta ieytí, þvi hann heftirveiið upptek- inn vió að myndsetja noltkur laga plötunnar. Qg eins og manni á borð við Michael Jacksonsæmirfærhann enga meðaljóna til aó stjórna myndbandstökum fyrir sig; það er enginn ann- ar eu kvikmyjjdaleikstjórinn frægi, Martin Sctnsese. f ^Heyrst hefur ad títífl plöt- | utmar verði Bad og nýfega fréttist ennfremur af fagi sem ku hesta Dirty Diana og leiöamenngetnmaðþvi aó þar fái guðmóóir Mikka, Díana Ross, á baukinn. . . HowardJones hefur nú IreJlt séi uti bisness í Baiidaríkjunum og opnaöi á dögunum eigið veitingahús í l\lew Vork, Heitir staðurinu Wowhere og þangað þýðir ekkert fyrir islenskar kjötæt- uraðfaraþviþarerekki kjötarða á boðstólum, enda eigandinn fræg grasæta. . . Þeírsemhafa áhuga á að kaupa útvarps- stöó' geta nú hugsað sér tíi Shreyfings þvi nýlega var breska útvarpsstöðin Capi- tol Radio auglýst til sölu en hún hefur um þrjár milljónir hiustendaað jafnaði. Sölu- verð erti litlar 16 milljónii punda eða um 640 milljónir íslenskra króna. Sannarlega gullið tæktíæri tyrir útvarps- menn. . . alltbúið. . \-SÞS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.