Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 32
44 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Menriing óttur matfiskur víða í útlöndum, en við höfum ekki !ært að meta hana að verðleikum." Það bar þó ekki á öðru en verð- launahafar DV í ár, dómnefndarfull- trúar og aðrir gestir, sem viðstaddir voru verðlaunaafhendinguna að þessu sinni, kynnu vel að meta langlúruna sem veiddist við Vestmannaeyjar ör- skömmu áður en sest var að borðum. Fæstir vissu í upphafi hvað var á disk- um þeirra þó svo hvíslað væri að fiskurinn héti glyptocephalus cyng- lossus á latínu, skærising á dönsku og witch á ensku. En hún bragðaðist vel og sannreyndu gestir orð breska sælkerans, Alan Davidsons, sem ein- hveiju sinni sagði um langlúruna: „Fiskurinn er þunnur, en bragðið er gott.“ Menningarverðlaun DV voru afhent í áttunda sinn í gær í glæsilegu hófi í Þinghóli er hófst með því að borið var fram Tio Pepe sérrí i fordyri veit- ingasalarins. Er gestir höfðu lokið úr staupum sínum í þægilegu andrúms- lofti var sest að borðum og forréttm- fram borinn: hrár, sítrónuleginn lax. Luku menn lofsorði á einfalda mat- reiðslu réttarins og þekktur kvik- myndagerðarmaður sagði: „Alltaf fær maður eitthvað nýtt í þessum DV- veislum." Honum varð hins vegar orða vant þegar aðalrétturinn var borin á borð, langlúra frá Vestmannaeyjum. Langlúran er þannig vaxinn að ekki þýðir að bera hana fram á venjulegum diskum. Diskamir verða að vera af- langir og sú var einmitt raunin í Þinghóli í gær: „Þetta er ákaflega skemmtilegt," sagði bókmenntafræð- ingur sem sæti átti í dómnefnd um leið og hún dreypti á hvítvíni ársins, Gewurztraminer. Að langlúru lokinni var borið fram kaffi, smákökur og Daneman Espada vindlar. Þá afhentu formenn dóm- nefhda Menningarverðlaun DV 1987, alls sex að tölu, fyrir bókmenntir, myndlist, tónlist, leiklist, byggingarlist og kvikmyndir. Verðlaunagripir DV voru að þessu sinni hannaðir af Stefáni B. Stefáns- syni. -EIR „Langlúra er langvaxin, þunn, hálf- gagnsæ, dökk eða rauðgrá," sagði Jónas Kristjánsson ritstjóri er hann kynnti aðalréttinn í málsverði er fylgdi afhendingu Menningarverðlauna DV í Þingholti, Hótel Holti, f gær. Síðan vitnaði hann í bókina íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson: „Hún er eftirs- "* Katrín Hall frá íslenska dansflokknum sýnir þeim Auði Eydal, dómnefnd um leiklist, og Sigrúnu Valbergsdóttur, dómnefnd um leiklist, verðlaunagrip sinn og dansflokksins. Frá borðhaldi vegna afhendingar Menningarverðlauna DV í gær. Jónas Kristj- ánsson ritstjóri fræðir verðlaunahafa og aðra gesti um aðalréttinn, langlúru. DV-myndir GVA. Menningawerðlaun DV afhent: Langlúra og listelskendur Hilmar Karlsson, kvikmyndagagnrýnandi DV, skálar við Oskar Gislason i Tio Pepe. Thor Vilhjálmsson, verðlaunaður fyrir bókmenntir, á tali við Ellert B. Schram ritstjóra. Rut L. Magnússon - tónlist: Merkilegur vaxtarbroddur „Allt hófst það með því að Paul Zukofsky var fenginn hingað til lands til að leiðbeina efnilegu ungu fólki. Námskeiðin, sem um skeið voru kennd við hann, þróuðust upp í að verða stórhljómsveitamámskeið þar sem ungmenni fengu tækifæri til að glíma við verk sem annars voru tæpast á verkefiiaskrá sjálfrar sinfóníuhljómsveitar ríkisins. Upp úr þessu spratt Sinfóníuhljómsveit æskunnar,11 sagði Eyjólfur Melsted þegar hann afhenti Rut L. Magnús- son Menningarverðlaun DV fyrir tónlist. Rut tók við verðlaunagripn- um fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitar æskunnar. Eyjólfúr sagði að vissulega hefðu margir komið við sögu Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar, en á engan er hallað þótt því sé haldið fram að án Rutar L. Magnússon hefði þessi árangur ekki náðst. Með óbilandi trú, útsjónarsemi, skipu- lagsgáfu, dugnaði og smávegis af því sem við í daglegu tali köllum frekju hefur hún komið málum til þess veg- ar sem þau eru nú. Rut þarf ekki að kynna fyrir neinum sem veit haus og sporð á tónlist á íslandi. Sem söngkona, flytjandi nútímaverka, kórstjóri, kennari og nú í seinni tíð skipuleggjandi er hún hverjum manni kunn. Það vill svo skemmti- lega til að nú, þegar þessi verðlauna- afhending fer fram, er Sinfóníu- hljómsveit æskunnar enn einu sinni að koma saman til að glíma við stór- virki og heldur tónleika í' næstu viku. Ég ætla ekki að hafa mál mitt um þennan merkilega vaxtarbrodd íslensks tónlistarlífs lengri að þessu sinni heldur biðja þig, Rut, að koma hingað og taka við verðlaununum fyrir starf þitt á þessum vettvangi," sagði Eyjólfur Melsted. -EIR Rut L. Magnússon tekur við Menningarverðlaunum DV úr hendi Eyjólfs Melsted.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.