Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Page 33
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. 4^ Menriing Hróbjartur Hróbjartsson og Sigurður Björgúlfsson - byggingarlist Stórhýsi sem lýtur lögmalum Arkitektamir Hróbjartur Hró- bjartsson og Sigurður Björgúlfsson hlutu Menningarverðlaun DV í byggingarlist fyrir íbúðir aldraðra í Seljahverfi í Reykjavík. í ávarpi, er Páll Gunnlaugsson, formaður dóm- nefndar, flutti við verðlaunaveiting- una sagði hann meðal annars: „Hér er um að ræða 60 einstakl- ingsíbúðir og 10 tveggja herbergja íbúðir til útleigu ásamt þjónustu- rými. Einnig em á lóðinni 9 parhús með 18 eignaríbúðum. Seljahlíð, en svo heitir heimilið, er mjög athyglisvert byggingarverk, hvemsins bæði að ytra og innra útliti. Byggt er í íbúðahverfi stórhýsi sem lýtur lögmálum hverfisins í mælikvarða. Þessi bygging hefur vakið athygli langt út íyrir raðir áhugamanna, jafnvel svo að harðgemstu menn verða viðkvæmir og segja að kannski sé eitthvað til sem hægt sé að kalla íslenska byggingarlist... Það má vafalaust lýsa þessari bygg- ingu með mörgum orðum og jafnvel hengja á hana einhverja merkimiða úr listasögunni. Ég vil bara benda á að sjón er sögu ríkari," sagði Páll Gunnlaugsson. -EIR Páll Gunnlaugsson afhendir Hróbjarti Hróbjartssyni og Siguröi Björgúlfs- syni Menningarverölaun DV i byggingarlist. Gunnar Öm Gunnarsson - myndlist: Áræði og ósérhlrfhi Gunnar Örn Gunnarsson tekur við verðlaunagrip sínum úr hendi Aðal- steins Ingólfssonar. „í fjórtán ár, eða mestan part myndlistarferils Gunnars Amar, hef ég verið svo lánsamur að fá að fylgj- ast náið með framvindu í myndlist hans,“ sagði Aðalsteinn Ingóífsson listfræðingur er hann veitti Gunnari Emi Gunnarssyni Menningarverð- laun DV fyrir myndlist. „Sá ferill hófst með lygilegu lita- ævintýri, þróaðist yfir í átakamikil og ögrandi tilbrigði um manninn og ytri aðstæður hans, með fremur böl- sýnum formerkjum, en þegar leið á áttunda áratuginn hopaði þetta óheflaða málverk fyrir fágaðri og jafnframt ópersónulegri myndstíl. Þessi stíll, svo og persónuleg úlfa- kreppa, leiddu til mikils uppgjörs Gunnars Amar við sjálfan sig og myndlistina í lok síðasta áratugar. Eftir nokkum umþóttunartíma birtist Gunnar Öm síðan tvíefldur árið 1981 með stílfærð, kröftug verk í anda hins nýja expressjónisma. Þessi nýju verk höfðu víðari skír- skotun en eldri myndirhans. Gunnar Öm fjallaði nú ekki einvörðungu um einstaklinginn heldur notaði ævagamlar goðsagnir og ævintýri til að ítreka ýmis sannindi um mannleg samskipti og sérstaklega það hlut- verk sem ástríðumar léku í þeim... Myndlistamefhdin telur að fyrir áræði sitt, ósérhlífhi og óhagganlega listræna sannfæringu skuli Gunnar Öm hljóta Menningarverðlaun DV fyrir myndlist 1987... Ég vil biðja ágætan listamann og góðan dreng að veita þessum verðlaunum við- töku,“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson. -EIR Óskar Gíslason - kvikmyndagerð: Stórt og sérstætt brautryðjendastarf „Þar sem fátt var um stórátök í íslenskri kvikmyndagerð á síðasta ári þótti dómnefndinni rétt að staldra við á þessum tímamótum og líta yfir farinn veg. Varð hún ein- róma sammála um að ffamlag Óskars Gíslasonar kvikmyndagerð- armanns til íslenskrar kvikmynda- gerðar væri það stórt og sérstætt að ástæða væri til að veita honum Menningarverðlaun DV, árið 1987, fyrir hlut hans í brautryðjenda- og uppbyggingarstarfi íslenskrar kvik- myndagerðar," sagði Baldur Hjalta- son, formaður dómnefhdar um kvikmyndagerð, er hann afhenti Óskari Gíslasyni verðlaunin. Óskar Gfslason er vafalítið þekkt- astur fyrir kvikmyndir sínar Síðasti bærinn i dalnum og Björgunarafrek- ið við Látrabjarg en fyrstu mynd sína gerði hann árið 1944, Lýðveldis- hátíðina, og var hún frumsýnd aðeins þremur dögum eftir hátíðina. „Við skulum vona að íslensk kvik- myndagerð eigi eftir að dafha og þróast eðlilega á næstu árum. En hins vegar má ekki gleymast að ís- lensk kvikmyndagerð í dag byggir Óskar Gíslason tekur við verðlaunum sínum af Baldri Hjaltasyni. að hluta til á ósérhlífhi og dugnaði í brautryðjendastarfi þvi sem menn eins og Óskar Gíslason sýndu i verki. Með þessum orðum er mér sönn ánægja að veita Óskari Gíslasyni þessi verðlaun og megi hann vel njóta," sagði Baldur Hjaltason. -EIR Thor Vilhjálmsson - bókmenntir: ... langt fram úr ríkjandi smekk Thor Vilhjálmsson tekur við Menningarverðlaunum DV. . „Það getur verið erfitt að velja á milli góðra bóka til menningarverð- launa eins og hér, en dómnefnd um bókmenntir varð á einu máli. Okkur er það heiður og ánægja að fá að veita Thor Vilhjálmssyni svolitla viðurkenningu fyrir langt og gott starf í íslenskum bókmenntum og nú fyrir skáldsögu hans: Grámosinn glóir,“ sagði dr. Öm Ólafsson er hann afhenti Thor verðlaunin. Öm sagði að nú væru 37 ár síðan fyrsta bók Thors, Maðurinn er alltaf einn, kom út og hafi það þótt afar sérkennileg bók, en „ ... þau tíðindi gerðust á jólamarkaði bóka að Thor, sem alltaf hefur verið talinn erfiðast- ur höfunda og síst við alþýðuskap, sló við öllum þeim höfundum sem semja beinlínis fyrir ríkjandi smekk, gott ef ekki sjálfum Alistair MacLe- an. Að minnsta kosti fór nærri því. Og þetta gerðist þótt Thor slægi í engu af í ritmennsku sinni, hún er of eð sama far, mvndrík, nákvæm og þrungin andríki... Grámosinn sýnir vissulega forfeður okkar og formæður, fólkið sem mótaði sam- tíma okkar á ýmsan hátt. Og í þessari ríkulegu sögu er margbrot- inni þjóðlífsmynd, lifandi sundurleit- um persónum og auðlegð stíls og mynda haldið saman í magnaðri fléttu. Ég treysti mér ekki til að skýra vinsældir bókarinnar með öðru en því að hún er svo góð. lík- lega er almenningur loksins að ná skáldi sínu, og má þá vera þvi þakk- látur fyrir hve langt það fór fram úr honum á sínum tíma, hve langt fram úr ríkjandi smekk og viðhorf- um. Þess njótum við nú,“ sagði dr. Örn Ólafkson. -EIR íslenski dansflokkurínn - leiklist: Falleg rós í hnappagati „Þegar litið er yfir leikhúslífið á árinu 1986 er auðvitað margt sem kemur upp í hugann af eftirminni- legum listviðburðum. Þegar dóm- nefrid hafði ígrundað málið vel og vandlega var einróma niðurstaða að veita bæri íslenska dansflokknum leiklistarverðlaun DV í ár fyrir góð- an listrænan árangur, sérstaklega hina eftirminnilegu sýningu, Stöð- ugir ferðalangar, í Þjóðleikhúsinu. Sú sýning var stórviðburður í sögu listdansins á íslandi og veitti jafn- framt innsýn í það besta sem er að gerst í þesari listgrein í heiminum í dag,“ sagði Auður Eydal er veitti Menningarverðlaun DV vegna leik- listar. „Þó íslenski dansflokkurinn sé varla búin að slíta bamsskónum hefur náðst ótrúlegur árangur með markvissiri þjálfun og áhuga þeirra sem þar hafa starfað...Nú er svo komið að Islenski dansflokkurinn er orðin falleg rós í hnappagat Þjóð- leikhússins og eykur möguleika á íjölbreytni í starfi þess. Þegar svo góður árangur hefur 1 ( Auður Eydal afhendir Katrinu Hall verðlaunagripinn. Katrín tók á móti hon- um fyrir hönd íslenska dansflokksins. náðst sem hér er innsiglað með verð- launaveitingu í dag er nokkuð í húfi að áfram sé haldið á sömu braut og byggt ofan á þann grunn sem nú er fenginn. Þeir listamenn, sem andæfa gegn alls kyns skrumi niður- soðinnar plastmenningar með sköpun og túlkun lifandi listar þurfa að fá viðurkenningu verka sinna, þeirra, sem vel eru unnin,“ sagði Auður Eydal. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.