Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Side 36
FRETTASKOTIO Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifstjórn - Auglýsingar - Askrift - Drelfing: Simi 27022 F0STUDAGUR 27. FEBRUAR 1987. Páfinn kemur til íslands Norrænt biskuparáð kaþólskra gekk á fund Jóhannesar Páls páfa II. í gær- morgun og þar bauð ráðið honum i heimsókn til Norðurlanda sem páfinn þáði með þökkum. Þar með virðist vera ákveðið að páfinn komi til ís- lands einhvem tímann á árinu 1989. Páfi hefur ekki áður heimsótt Norð- urlandaþjóðimar og verður þetta þvi mikill viðburður, að sjálfsögðu einkum í augum kaþólskra. Þeir eru um 200 þúsund talsins á Norðurlöndunum. í kaþólsku kirkjunni hér á landi em um 1.800 manns. Ekkert liggur fyrir ennþá um hven- ær árs páfi kemur né hvemig heim- sókn hans verður háttað. Að líkindum mun hann ekki dvelja hér á landi nema einn eða tvo daga og þá einkum til þess að flytja messu og heimsækja klaustur. -HERB Oli H. Þórðarson: 50 km hraði er mistök „Ég er alveg harður á því, frá mínum bæjardyrum séð em þetta hrein mi- stök,“ sagði Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, um það ákvæði í umferðarlagafrumvarpi, sem efri deild Alþingis hefur samþykkt, að í þéttbýli megi ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klukkustund. „Þetta stríðir beinlínis gegn öllu umferðarskipulagi. Við viljum meina að braut eins og Miklabraut eigi að vera með 60 til að létta af nærliggj- andi götum," sagði Óli. Hann taldi óeðlilega þá túlkun Jóns Kristjánssonar alþingismanns að ákvæði um að leyfa mætti allt að 100 km hraða á tilteknum vegum opnaði fyrir meiri hraða en 50 í þéttbýli. -KMU Blóm við öll tækifæri Opið frá kl. 10-19 alla daga vikunnar. GARÐSHORNÍ0 Suðurhlíö 35 sími 40500 við Fossvogskirkjugarðinn. LOKI Er þá ekki upplagt að stórmeistararnir tefli við páfann? Sparar 400 á ári Veitingahúsið Amarhóll sparar á milli 350.000 og 400.000 krónur á ári eftir að veitingstaðurinn tók upp notkun á gaseldavélum i stað raf- magnseldavéla, samkvæmt upplýs- ingum sem DV fékk hjá Skúla Hansen, framkvæmdastjóra Amar- hóls. Sagði hann í samtali við DV að allar eldavélamar væra gaseldavél- ar. „Þetta munar geypilega miklu,“ sagði Skúli Kostnaðinn við gaseld- unina sagði hann vera um 6.500 krónur á mánuði og samanlagt væri gas- og rafinagnskostnaður veitinga- hússins 17.000 til 20.000 krónur á mánuði. Áður en gaseldavélamar komu til sögunnar sagði Skúli að rafinagnskostnaðurinn á mánuði hefði verið um 50.000 krónur, þannig að andvirði orkuspamaðarins væri liðlega 30.000 krónur á mánuði að jalhaði. Nýlega barst veitingahúsunum bréf frá Rafinagnsveitu Reykjavíkur, þar sem stöðunum var gefinn kostur að fara á svokallaðan afltaxta, en hingað til hefur rafinagnið verið greitt eftir heimilistaxta. En þeir staðir sem geta nýtt sér þetta em aðeins þeir sem nota 100 kílóvött eða meira, en hinir verða áfram á heimil- istaxta. Samkvæmt upplýsingum DV em gaseldavélamar bæði ódýrari en raf- magnseldavélar og þurfa einnig minna viðhald og einnig eru þær taldar betri kostur við ýmsa matseld. Sumir veitingastaðir nota bæði raf- magnscldavélar og gascldavélar og af þeim stöðum sem nú em að taka upp gaseldun að einhverju leyti má nefha Hótel Holt. -ój Menningarverdlaunaveiting DV: íslenski dansflokkurinn fagnar Þær voru svo sannarlega ekki að fara leynt með gleði sina, stúlkumar í íslenska dansflokknum, þegar Katrín Hall haföi tekið við Menningarverölaunum DV fyrir þeirra hönd í gær. Þær gerðu sér lítið fyrir, skunduðu niður á Hótel Holt og héldu áfram þeirri menningarveislu sem hófst þar fyrr um daginn. Hér sést föngulegur hópurinn hampa verðlaunagripnum. -ai/DV-mynd KAE Friðrik Sophusson: Dæmalausar vangavettur „Þetta voru dæmalausar vangavelt- ur á Stöð 2 í gærkvöldi um landsfund Sjálfstæðisflokksins og ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu frá einum fréttamanni," sagði Friðrik Sophus- son, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, í morgun. I fréttum sjónvarpsstöðvarinnar var greint frá því að fyrir landsfundinn í næstu viku yrðu lagðar tillögur sem væntanlega myndu hita mönnum heldur en ekki í hamsi. Þar á meðal væri lagt til að gefa útflutning á fryst- um fiski ffjálsan, sömuleiðis olíuverðið og innflutning á landbúnaðarafurðum. „Ég hef hvergi séð þetta í þeim drög- um að ályktunum á landsfundinum sem málefnanefhdir hafa samið. Þessi drög hafa verið send félögunum um land allt og öllum er að sjálfsögðu frjálst að koma með hvaða tillögur sem er, það er eðli flokksins. Þessi viðhorf hafa vissulega komið inn á landsfund áður og ekkert við það að athuga að þau komi þar til umræðu núna,“ sagði Friðrik Sophusson. „Þetta er hins vegar ekkert sprengi- efni og ekkert tilefni til hugleiðinga af því tagi sem settar voru fram á Stöð 2, ég bara skil þær ekki. -HERB Varafotmaðiir útvarpsráðs: Ólafur vill ekki fara eftir reglum Veðrið á morgun: Víðast kaldi Á laugardaginn verður sunnan- og suðaustanátt um mestallt land og víðast kaldi. Skúrir verða um sunn- anvert landið en þurrt fyrir norðan. Hiti verður á bilinu 2-4 stig. „Þetta var besta staðfesting sem fengist gat á réttmæti þess sem út- varpsráð hafði samþykkt. Það er nú alveg ljóst að Ólafiir Hauksson vill ekki fara eftir þeim reglum sem allir aðrir hlíta sem fram koma í sjón- varpi,“ sagði Markús Á. Einarsson, varaformaður útvarpsráðs, aðspurður um „kveðjuræðu" Ólafs Haukssonar í beinni útsendingu þáttarins I takt við tímann í ríkissjónvarpinu á miðviku- dagskvöldið. Þar flutti Ólafur stutta hugvekju um eðli útvarpsráðs og hélt því fram að hann hefði verið rekinn vegna ágrein- ings um hvað væru auglýsingar og hvað ekki. „Það er hins vegar rangt hjá Ólafi að hann hafi verið rekinn. Otvarpsráð óskaði einungis eftir því að hann yrði ekki ábyrgðarmaður þáttanna áfram,“ sagði Markús Á. Einarsson. -EIR I f f i i i f í i 0 f i i f i f t i i i i I i i i i i 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.