Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 2
44 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. Hvað höfðu bandarískir hermenn fyrir stafni í Vietnam? Platoon sætir gagnrýni Bandaríski þingmaðurinn Tom Ridee íhugaði alvarlega að ganga út af sýningu á kvikmyndinni Plato- on vegna þess hve hraksmánarlega fyrrum vopnabræðrum hans er lýst. Ridge var nefnilega hermaður í Víet- nam og segist þekkja stríðið af eigin raun. „Það var ekki svona stríð sem við háðum,“ segir Ridge. „Við börðumst við andstæðinga okkar og umhverfíð en aldrei innbyrðis." Flestir aðrir hafa borið mikið lof á myndina og segja hana mjög raunsæja. Myndin hefur fengið fjölda útnefninga til óskarsverð- launa og er af mörgum talin ein besta myndin sem gerð hefur verið um Víetmanstríðið. Tom Ridge er á öðru máli. „Svo virðist sem hér hafi vaxið upp kyn- slóð sem veit ekkert um stríðið," segir hann. „Nú ætla þessir menn að koma því inn hjá þjóðinni að bandarískir hermenn í Víetnam hafi aðallega átt í erjum sín á milli þegar þeir voru ekki að níðast á óbreyttum borgurum." Tónlistar- sjóður Liberace Ákveðið hefur verið að leggja allar eigur hins glysgjarna píanóleikara Liberace í sjóð til styrkja unga bandaríska tónlistarmenn til náms. Það er fyrrum lögfræðingur Liberace sem stýrir sjóðnum. Þetta er gert samkvæmt ósk Li- berace. Hann mælti svo fyrir í Liberace lagði allar eigur sína í styrktarsjóö. erfðaskrá sinni. Píanóleikarinn frægi átti miklar eignir og verður þeim ekki skipt upp á milli erfingja. Ekkert klám í Síðasta tangó í París ítalski leikstjórinn Bernardo Ber- tolucci hefur verið sýknaður af ákærum um að hafa fest klám á filmu þegar hann gerði kvikmyndina Síð- asti tangó í París. Nú eru liðin fimmtán ár síðan kæran var borin fram. Það var Paolo Colella, dómari í Róm, sem ákvað að láta málið niður falla. Hann sagði í úrskurði sínum að þrátt fyrir að Bertolucci hefði óumdeilanlega farið yfir markið þeg- ar hann gerði myndina þá væri tíðarandinn svo breyttur að ákæran væri ekki lengur réttlætanleg. Sýningar á myndinni voru stöðvað- ar á Ítalíu árið 1972 eftir að hafa staðið í nokkra daga. Málið var síðan að þvælast fyrir dómstólum til ársins 1976 þegar myndin var bönnuð og öll eintök, sem til náðist, gerð upp- tæk. Málið var þó enn verkefni dómstóla næstu árin og allt þar til Colella dómari bað menn að gleyma því nú fyrir skömmu. Reagan veit ekki um allt sem gerist i Hvíta húsinu. Reagan hefur ekki séð Lincoln Ronald Reagan Bandaríkjaforseti neitar staðfastlega að hafa orðið var við afturgöngu Abrahams Lincolns í Hvíta húsinu. Hins vegar neitar hann því ekki að nokkurt gagn gæti orðið af fundum þeirra. Margt stórmenna, sem gist hefur Hvíta húsið, hefur séð afturgönguna í herbergi því sem kennt er við Lin- coln í húsinu. Því er það almenn trú að þetta sé afturganga Lincolns þótt engar sannanir séu fyrir því. Mál þetta var rætt í móttöku sem Bandaríkjaforseti hafði í Hvíta hús- inu fyrir skólabörn. Börnin langaði mjög að fá fréttir af afturgöngunni og hvort forsetinn hefði séð hana. Reagan sagðist ekki hafa séð aftur- gönguna en vildi samt ekki afneita tilvist hennar því hann vissi ekki um allt sem gerðist í Hvíta húsinu. Reag- an sagðist hafa orðið þess var að Rex, hundur þeirra hjóna, ætti það til að hlaupa geltandi í átt að her- berginu, rétt eins og hann hefði séð þar einhvern á ferli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.