Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. 47 sprengja í svo samsettu þjóðfélagi sem Malaysíu. Land í tvennu lagi Það er ekki aðeins að þjóðin sé í þremur pörtum hvað varðar uppruna og trúarbrögð heldur er landið í tvennu lagi. Annars vegar er land- svæði á Malakkaskaga sem raunar var skipt milli margra ríkja þegar Bretar komu og er enn skipt í sol- dánsdæmi og hins vegar tvö land- svæði á eyjunni Borneó sem raunar heitir ekki Borneó heldur Kjali- mantan. Þessi tvö landsvæði, Sarawak og Shaba, voru mikið í Stjórnin heldur uppi stöðugri baráttu gegn skæruliðum kommúnista. fréttum fyrir tuttugu árum þegar Bretar máttu berjast við Indónesa, sem vildu landið, deila við Filippsey- inga sem vildu helminginn af því, og síðar afhenda þetta Malasyíu. Bretar héldu þó eftir einum skika sem fékk sjálfstæði fyrir skemmstu og heitir Brunei en það litla 'and, sem hefur jafnmarga íbúa og ísland, er ríkasti staður jarðar og súltaninn þar lík- lega ríkasti maður heims. Þau svæði, sem féllu til Malaysíu, eru líka rík að auðlindum en íbúarnir fátækir. Það er því mikil og vaxandi spenna milli þeirra sem þarna búa og stjórn- arinnar í Kuala Lumpur sem íbúarn- ir telja að félfletti þennan hluta Malaysíu eins og um nýlendu væri að ræða. Vegalengdin á milli Kuala Lump- ur, höfuðborgar Malasíu, og Kota Kinabulu, héraðshöfuðborgar Sabah, er eins og frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Sabah og Sarawak eru strjálbýl og langt að baki meginlandinu í þróun en þarna er olía og margt af öðrum þeim nátt- úruauðlindum sem borgað hafa hinn mikla hagvöxt í Malaysíu. Draumurinn búinn í bili Það gerðist allt í nokkurri skynd- ingu og að heita má samtímis að verð féll á öllum útflutningsafurðum landsins í einu. Efnahagsundrið byggðist á miklum útflutningi á olíu, tini, gúmmíi, timbri og pálmaolíu en mikið verðfall hefur orðið á þessum afurðum. I staðinn fyrir þetta 6 og upp í 10% hagvöxt á ári dróst efna- hagslífið saman í fyrra og útlitið er ekki miklu betra í ár. Malaysía hafði þó byggt upp talsverðan iðnað sem er óháður þeim hráefnum sem gert hafa landið ríkt. Malaysíumenn framleiða til að mynda bíla, sem að vísu eru að hluta til japanskir, en löndin í kring hafa látið sér nægja að setja upp samsetningarverksmiðj- ur fyrir bíla. Þessi bíll, sem heitir Proton, mun hins vegar ekki mala gull því samkeppnin frá bílaverk- smiðjum í Suður-Kóreu og Japan mun útiloka útflutning svo að nokkru nemi. Malaysíumenn hafa einnig komið upp mjög umfangsmikilum tölvuiðn- aði sem flytur út mikið magn af einstökum hlutum í þau verkfæri. Það eru hins vegar allmörg ríki sem hafa ætlað sér að gera tölvuiðnað að verulegum hluta síns atvinnulífs og samkeppnin er því gífurleg og vaxandi. Um leið veitir slíkt ekki mörgum vinnu og þó að um hátækni- iðnað sé að ræða eru flestir starfs- menn við framleiðslu á tölvum verkafólk sem hefur lipra fingur frekar en þekkingu sem má selja eða þjálfa til annarra nota. Það bendir því margt til þess að ör vöxtur í efnahagslífi heyri sögunni til i Malaysíu þó ekki þurfi að gera ráð fyrir hnignun þar. Það er hins vegar erfitt að venja sig af því að verða verulega ríkari með hverju árinu. íslam ætti að geta hjálpað til en um leið má búast við vaxandi átökum um það sem til skiptanna er. Skurðlínur í þeim átökum verða frekar milli kynþátta annars vegar og landshluta hins vegar en á milli stétta, þó vaxandi stétt verkamanna í borgum auki líkur á stéttarvitund. Múhameð er hins vegar svo sterkur öðrum megin og Konfúsíus hinum megin að nýir menn eins og Marx eiga erfitt uppdráttar. Aftökur á Vesturlandabúum Malaysía hefur líklega komist einna mest í fréttir í Evrópu vegna lífláts. nokkurra meintra eiturlyfia- smyglara frá Vesturlöndum. Menn- irnir voru hengdir fyrir að smygla heróníi. Þetta þótti með eindæmum grimmilegt á Vesturlöndum, eins og aftökur hljóta að þykja hjá siðuðu fólki. Blöð víðs vegar í Asíu gerðu hins vegar mikið úr þeirri staðreynd að vestræn blöð þögðu yfirleitt um aftökur á hundruðum Kínveija, Malaja og fleiri Asíumönnum fyrir sömu sakir og virtust vilja mildari meðferð á mönnum af evrópskum uppruna. Vestræn blöð þóttu sýna mikla kynþáttafordóma í umfjöllun um þessi mál og þetta varð mikið hitamál víða í Asíu í fyrra. Eiturlyf hafa frá fomu fari verið stórfellt vandamál í Malaysíu en stjórnin er ráðin í að spyma verulega við fótum á sama tíma og heróínneysla fer mjög ört vaxandi í mörgum Asíulöndum. Mikið er framleitt af hrágúmmíi í Malaysiu en verð á því hefur fallið verulega á undanförnum árum. Því var dauðarefsing gerð að skyldu fyrir smygl á heróíni þannig að dóm- arar eiga ekki kost á að milda refs- inguna ef fólk er fundið sekt um smygl. Þessu hefur verið fylgt fast eftir og einhver hundruð manna munu bíða aftöku eða dóms en annar eins hópur hefur þegar verið líflá*;nn Ferðamenn em rækilega varaðir við þessum grimmilegu lögum gegn jafngrimmilegu athæfi. í flugvél á leið til landsins er tilkynning um þessi lög lesin yfir farþegunum fyrir lendingu og á flugvellinum í Kuala Lumpur, og sjálfsagt á öðrum flug- völlum líka, eru stórar og greinilegar auglýsingar um að menn verði hengdir ef á þá sannast smygl á eitur- lyíjum. Umfiöllun vestrænna blaða um af- tökur á Vesturlandabúum hefur eitthvað dregið úr ferðamanna- straumi til landsins en þarna er víða mikil paradís fyrir sæmilega stæða ferðalanga. Malajar kalla sig syni jarðarinnar. Þeir eru i meirihluta i landinu en menn af öörum kynþáttum eiga meirihluta atvinnutækja. __ 4, Ætlarðu að >4" Láttu okkur ^pvottur. 09 4 ^ •i. ciáifcnaðu: ___ JUl V —, x : mea Mnu niösterka Mjaljaxva^om on vottastöðin Klöpp - Sími 20370 B ó n o g. fe V O ti ta s to ðl tn V/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380 Höfðabón Höfðatúni 4 - Sími 27772 Stereo heyrnartæki með hljóðnema. Hátalarar: • Viðnám 32Q • Næmleiki 95dB/mW • Tíðnisvið 20 ~ 20.000Hz • Meðal inng. styrkur 1 mW • Hámarks inng. styrkur 100mW • Verð aðeins 2.400,- kr Hljóönemi: »Viðnám 500Q • Næmleiki — 82dB við 1kHz ( OdB = 1 V/jibar) • Tíðnisvið 200 ~ 5.000Hz • Heildar þungi 80g (án snúru) • Lengd snúru 2.5m • Tengi (plug) 06.34 (hátalara) 06.34 (hljóðnema) VIOTÖKUM VELÁ MÓTIÞÉR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.