Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 6
48 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. Gimsteinar hertogaynjunnar af Windsor Englandskonungur gaf Wallis Simp- son gerðu fína fólkið og pressuna óða af forvitni. Eðvarð var sjálfur svo stoltur af gjöfum þeim sem hann gaf „konunni sem ég elska“ að hann vildi að skargripirnir yrðu leystir upp í frumparta sína eftir dauða hennar, þannig að engin önnur kona gæti borið skart hertogaynjunnar af Windsor. En konungurinn, sem varð hertoginn af Windsor 1936 þegar hann afsalaði sér konungstigninni til þess að geta gifst fráskildri banda- rískri konu, fékk ekki vilja sínum framgengt í þessum efnum. í apríl næstkomandi, tæpu ári eftir dauða Wallis Simpson og fimmtán árum eftir að hertoginn lést, verða skartgripir hennar boðnir upp hjá Sothebys uppboðsfyrirtækinu í Genf í Sviss. Andvirði skartgripanna, sem búist er við að fari á allt að sjö millj- ónir dollara, á að renna til Pasteur rannsóknarstofnunarinnar í París. Að þvi er talsmaður Sothebys segir vilja hertogahjónin með því sýna frönsku þjóðinni þakklæti sitt, en þau hjónin bjuggu í Frakklandi i nærri hálfa öld. I mars munu skart- gripirnir vérða til sýnis í galleríi Sothebys í New York. Glerhlunkar eða eðalsteinar Fljótlega eftir að prinsinn af Wal- es, síðar EðvarO áttundi, hitti fröken Simpson árið 1931, urðu skartgripir hennar aðalumræðuefnið í London. Simpson sást í stúku konungsfjöl- skyldunnar í óperunni með glitrandi smaragða og demanta sem nutu sín vel við svartan kjól hennar. Slúður- dálkahöfundurinn Marie Lowndes skrifaði daginn eftir að þetta hefðu örugglega verið eftirlíkingar „því enginn gæti haft efni á svo stórum steinum.“ En steinarnir sem Lowndes og fleiri töldu glerhlunka voru raunverulegir eðalsteinar og festin hönnuð af fræg- um skartgripahönnuði. Frá upphafi lagði hinn tilvonandi konungur stolt sitt í að skreyta Wallis Simpson með sérstæðum skartgripum. En skartgripir hertogaynjunnar eru ekki aðeins frægir fyrir sérstaka hönnun og stóra steina, heldur ekki síður vegna þeirrar rómantíkur sem umlykur allt líf hjónanna. Eðvarð afsalaði sér krúnunni hennar vegna og um langa hríð stóð heimurinn á öndinni yfir þessu ástarævintýri ald- arinnar. Slúður um stolna steina Hertoginn var gagntekin af skart- gripum og tísku. „Hann var smekk- maður og hafði unun af því að ræða um skartgripi við hertogaynjuna," rifjar greifaynja af spönsku Romano- nes ættinni og gömul vinkona þeirra hjóna upp. Hertoginn lagði mikið á sig til að hafa upp á sjaldgæfum steinum og vann síðan náið með skartgripa- smiðnum að hönnun gripanna. - Árangurinn var frábær. 1960 hann- aði Cartier hálsfesti úr fimm peru- löguðum smarögðum í demantsum- gjörð. Smaragðarnir eru 5,8 til 14,6 karöt og starfsmenn Sothebys gera ráð fyrir að menið fari á eitt hundrað og sextíu þúsund dollara. Árum saman voru getgátur um uppruna stóru smaragðanna uppá- halds efni slúðurblaða. Sú saga gekk fjöllunum hærra að hertoginn hefði notað steina úr skartgripum ömmu sinnar, Alexandríu drottningar, sem áttu að tilheyra krúnunni. I nýlegri bók „Gimsteinar krún- unnar“ er því haldið fram að Alex- andría hafi gefið Viktoríu dóttur sinni gimsteinana, en hún hafi síðan selt þá Garrad versluninni i London. Þaðan hafi þeir farið til Cartier í París sem seldi þá Eðvarð konungi. En Nicholas Rayner, stjórnarfor- maður í Sothebys, segir þetta ekki satt. „Ég held að smaragðar Alex- andríu hafi aldrei verið til,“ segir hann. „Það hafi ekki fundist neinar sannanir fyrir tilvist þeirra. Ég held að þessi saga sé eingöngu rógur, runnin undan rifjum fólks sem móðg- aðist vegna þess að hertoginn giftist Simpson. Þetta fólk vildi bara trúa því að hertoginn hefði stolið steinun- um frá krúnunni." Persónulegar áletranir Hertoginn lét grafa á mjög marga af skartgripum þeim sem hann gaf konu sinni. „Það er alda gömul hefð innan bresku konungsfjölskyldunn- ar að láta grafa margs konar áletran- ir á skartgripi sína,“ segir Rayner. Sumar af áletrununum á skartgrip- um hertogaynjunnar eru mjög persónulegar. Á demantsarmbandi sem konungurinn gaf Wallis Simp- son árið 1936 eru tvær áletranir. Önnur hljóðar þannig: „í tilefni af þriggja ára afmæli okkar“. Þar sem hertoginn og Simpson höfðu þá þekkst í fimm ár en giftust ekki fyrr en ári seinna, er erfitt að ráða í hvað þessi áletrun á að merkja. „Notið ímyndunaraflið" segir spænska greifaynjan, vinkona þeirra, sem fékk armbandið eftir að hertogaynj- an lést. Hin áletrunin „er of persónu- leg til þess að hægt sé að skýra frá henni.“ Greifaynjan minntist þó á að þar væri eitthvað minnst á bað- ker. Safír var uppáhaldsgimsteinn her- togaynjunnar. Hún sagði bláan safírinn draga fram og undirstrika fögur augun. „Mörg herbergin í húsi hennar voru blá, þar á meðal bað- herbergið," segir greifaynjan. Hún minnist þess einnig að Simpson lagði ríka áherslu á að ermar á kjólum hennar og blússum voru einatt stytt- ar svo þær skyggðu ekki á armbönd- in hennar. Stærstu og íburðarmestu skart- gripina bar hertogynjan yfirleitt aðeins á kvöldin. Á daginn var klæðnaður hennar allur fremur ein- faldur í sniðum. „Hún var aldrei þakin skartgripum," segir Diana Vreeland, fyrrum ritstjóri Vogue. „Eins og allar konur sem eiga veru- lega fallega gripi var hún hógvær á notkun þeirra." Á daginn kaus hertogaynjan helst að vera með armbönd, perlur og nælur. Hún átti einnig nokkra stóra hringi, þar á meðal trúlofunarhring- inn sem var skreyttur með 19,76 karata smaragði og metinn á fjögur til fimm hundruð þúsund dollara. En hertogaynjan var sögð með ljótar hendur og hún var sér meðvituð um það og var oftast með hnefann krepptan. Þeim mun meiri áherslu lagði hún hins vegar á armbönd. Uppáhalds armbandið hennar var hið fræga krossaarmband sem hún bar þegar hún gifti sig. Armbandið er keðja úr demöntum með níu litlum krossum hangandi. Á hvern kross eru letruð skilaboð með rithönd her- togans. Vörumerki hertogaynjunnar Flestir þessara gripa eru of sér- stæðir til að hægt sé að stæla þá, eins og til dæmis svörtu og hvítu perlulokkarnir, sem urðu nokkurs konar vörumerki hertogaynjunnar. En skart hertogaynjunnar hefur Þessi næla hertogaynjunnar er metin á hundrað og tuttugu þúsund dollara eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna. Það sló þögn á alla þegar hertoga- ynjan af Windsor gekk inn í danssal- inn á hóteli í París. Þetta var árið 1957 og um hálsinn bar hertogaynjan skínandi festi úr smarögðum og dem- öntum. Eftir andartaksþögn tóku viðstaddir að dásama festina hástöf- um. Allir nema furstaynjan af Baroda sem var eigandi stærsta skartgripasafns í heiminum í einka- eigu. Hún starði þögul í nokkrar mínútur á gljáfægða steinana í festi hertogaynjunnar, síðan viðurkenndi hún að festin væri vissulega falleg. „Að sjálfsögðu," sagði hún „þessir smaragðar skreyttu eitt sinn ökla- keðjuna mína.“ Skartgripirnir sem Eðvarð áttundi INNLANSVEXTIR: Vextir alls á ári Sparisjóðsbækur 11,0% Kjörbækur 20,0% Vaxtaleiðrétting v/úttekta 0,8% Verðtryggður Sparireikningur: Með 3ja mánaða bindingu 2,0% Með 6 mánaðabindingu 3,5% Sérstakar verðbætur á mán. 0,92% 11,0% Sparireikningar bundnir í 3 mán. 12,0% Sparireikningarbundnir í 12 mán. 13,0% 13,0% Sparilán Innlendlr gjaldeyrisreikningar: 5,0% Bandaríkjadollar 9,5% 3,0% 9,5% Sterlingspund Vesturþýsk mörk Danskar krónur UTLANSVEXTIR: Vextir allsáári Víxlar (forvextir) 19,0% 20,0% Hlaupareikningar 21,0% Almenn skuldabréf Verðtryggð lán: Lánstími í allt að 21/2 ár 6,0% Lánstími minnst 21/2 ár 6,5% L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ve™ Frá 1. mars 1987 eru vextir í Landsbankanum sem hér segir: Vextireftir16mánuði 21,4% Vextir eftir 24 mánuði 22,0% Tékkareikningar 6,0%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.