Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. Það er erfitt að hugsa sér hornið hjá Reykj avíkur apóteki án Óla blaðasala sem hefur selt þar blöð í fimmtíu ár. Óli er mættur niður í bæ í bítið á morgnana með Tímann og Helgar- póstinn. Þegar þeirri törn er lokið er haldið á afgreiðslu blaðanna og dagurinn gerður upp. Rétt fyrir hú- degi fer Óli upp í Moggaprentsmiðju þar sem DV er prentað og nær í sín blöð. Síðan er aftur tekið strikið nið- ur í bæ og staðið þar þar til blöðin eru búin. „Stundum er ég til klukkan eitt, stundum til þrjú og stundum er ég ekki búinn fyrr en klukkan fimm,“ segir Óli þegar ég spyr hann hvað vinnudagurinn sé langur hjá honum. „Það er voða misjafnt, fer bara eftir því hvað ég er fljótur að selja.“ Óli Sverrir Þorvaldsson Óli blaðasali heitir fullu nafni Óli Sverrir Þorvaldsson. Hann er fæddur þriðja mars 1923, þriðji í röðinni af íjórum systkinum. Faðir hans, Þor- valdur Kristjánsson, var málara- meistari en móðir hans, Björg Sigvaldadóttir, dó frá börnunum ungum. óli er Reykvíkingur í húð og hár. Fyrstu árin bjó hann á Laufásvegin- um, nánar tiltekið á númer tuttugu, en þegar móðir hans dó fluttist hann á Bergstaðastræti 30, til hjónanna Jónínu Þórðardóttur og Ögmundar Þorkelssonar sem voru svo elskuleg að taka að sér móðurleysingjann. Hjá þeim hjónum var Óli næstu tutt- ugu árin. Síðustu þrettán árin hefur hann hins vegar búið hjá systur sinni, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, í Bogahlíðinni. Öli er ekkert mikið fyrir að tala um æsku sína, segir hana hafa verið ósköp viðburðalitla og venjulega. Þó segir hann mér frá því að hann hafi einu sinni fengið brjósthimnu- og lungnabólgu og legið veikur í hálft ár á Vífilsstöðum. „En þeir gátu nú lagað það,“ segir hann og þar með er það útrætt mál. Það er ekki hægt að segja annað en að Óli beri aldurinn vel. Hann er veðurbitinn eins og gamall sjóara- jaxl en snöggur og ákveðinn í hreyfingum, þegar hann skundar með blöðin í slaginn. Seint verður hann talinn með hæstu mönnum en margur er knár þótt hann sé smár, segir máltækið, og Óli hefur alltaf séð um sig og fyrir sér. „Nema bara fyrstu árin,“ segir hann og bætir við „þá kostaði Vísir tíu aura og ég fékk þrjá aura fyrir hvert blað.“ Færra fólk i miðbænum „Það er mikið breytt allt í mið- bænum,“ segir Óli þegar ég spyr hann hvort ekki hafi verið öðruvísi um að litast þegar hann hóf að selja blöð. En ekki er öll breyting til batn- aðar og óli segir að það hafi verið miklu fleira fólk á ferli í miðbænum í gamla daga. „Það var miklu betra að selja í gamla daga. Á stríðsúrunum og fram undir 1950 var hér miklu fleira fólk. Nú er fólkið farið og margir af nu'n- um kúnnum eru dánir.“ Ég spurði hann hvort hann myndi ekki eftir einhverjum þekktum mönnum siém hefðu sett svip sinn á bæinn í gamla daga? Hann hugsar sig um dálitla stund. „Ég man eftir Óla Thors. Það var reffilegur karl. Ég sá hann oft skunda yfir Austurvöll, með hárið út í loftið, á leið yfir í alþingishúsið. Ég man líka eftir Bjarna Bene- diktssyni. Ég tók mynd af honum rétt áður en hann brann inni. Mogg- inn vildi kaupa þá mynd en ég neitaði og sagðist ekki selja dauða menn.“ f þá gömlu góðu daga þegar mið- bærinn iðaði af lífi seldi Oli mörg hundruð blöð á dag. „Sölumetið er yfir fimmtán hundruð eintök af Vísi. Það var á stríðsárunum. Þá voru alltaf nógar fréttir," segir hann. „Ég seldi líka einu sinni fimmtán hundr- uð Alþýðublöð. Þá voru einhverjar Dagsbrúnarkosningar í gangi og slegist um blöðin. Mér gengur ekki eins vel núna. Ég sel þetta hundrað til hundrað og fimmtíu blöð á dag. Einstöku sinnum næ ég að selja tvö hundruð og fimm- tíu eintök, ef eitthvað sérstakt er að gerast.“ Ekki ríkur Stundum heyrir maður þær sögur að Óli blaðasali sé moldríkur maður. Hann hafi grætt mikið á blaðasöl- unni og lumi einhvers staðar á stórum fúlgum. Ég spyr Óla hvort eitthvað sé til í þessu. „Nei, ríkur er ég ekki. Ég á ekki einu sinni xbúð hvað þá heldur annað," svarar hann snöggur upp á lagið. Óli berst heldur ekki mikið á. Eini munaðurinn sem hann leyfir sér eru ferðalög. Hann hefur mjög gaman af ferðalögum og hefur ferðast mikið, bæði innanlands og til útlanda. Hér innanlands heldur hann mest upp á Siglufjörð. Þar var ég eitt sumar í síld með mömmu minni þegar ég var lítill.“ Óli hefur líka mjög gaman af því að taka myndir og gerir mikið að því, sérstaklega á ferðalögum. Ég spurði íiann hvort hann væri góður ljósmyndari? „Nei, ekkert sérstakur,“ segir hann hógvær. En bætir svo við „þær eru samt oft nokkuð góðar, myndimar hjá mér.“ Önnur áhugamál segist Óli ekki hafa. - En hvað gerir þú á kvöldin þegar þú ert búinn að vinna, spyr ég? „Ég geri ekkert sérstakt, horfi bara á sjónvarpið,“ svarar hann og segir fréttirnar vera uppáhaldssjónvarps- efnið. „Og Dallas á sínum tíma.“ Óli segist líka lesa mikið. Hann á allar íslendingasögurnar og allar Aldimar. Þær bækur finnst honum skemmtilegastar því þær eru svo fróðlegar. Hann á líka allar plöturn- ar með Hauki Morthens og Alfreð Clausen og hlustar mikið á þá. Hann segist aldrei fara á böll og lítið í bíó núorðið. Hann reykir ekki en tekur i nefið stöku sinnum og er steinhættur að smakka vín. „Ég gerði það á tímabili, en nú er ég al- veg hættur.“ Öli hefur aldrei verið giftur, aldrei átt kæmstu og þvertekur fyrir að hafa nokkru sinni leitt hugann að slíku. Dálítiðfrekur Óli segist lesa vandlega blöðin sem hann selur, nema Helgarpóstinn. „Hann les ég bara ef það er eitthvert slúður um Albert Guðmundsson.“ Óli er hrifmn af Albert. „Við emm jafnaldrar og hann var á Smiðju- stígnum hjá ömmu sinni þegar ég bjó á Laufúsveginum og Albert var minn stærsti kúnni áður en hann varð ráð- herra.“ - Maður sem les gaumgæfilega blöðin og horfir alltaf á fréttirnar hlýtur að fylgjast vel með því sem er að gerast, til dæmis í pólitíkinni, segi ég spyrjandi? „Já, ég fylgist vel með. En ég segi samt engum hvað ég kýs.“ Nú brosir Óli. „Það varðar engan neitt um það.“ Hornið á Austurstræti og Pósthús- stræti er hornið hans Óla og hann ver það af hörku fyrir öðmm sölu- nxönnum. „Ég vil engan hafa þar nema sjúlfan mig,“ segir hann. „Þeg- ar ég er að selja vil ég hafa frið. Eg er dúlítið frekur, en það verður bara að hafa það.“ Ég spyr Óla hvort hann ætli að halda upp á afmælið sitt þann þriðja? „Nei, það held ég ekki. Ég verð bara að selja eins og venjulega.'1 - En hvað býst hann við að halda lengi áfram í þessu starfi? „Ég verð í þessu á meðan ég get staðið," svarar óli Sverrir Þorvalds- son, öðm nafni Óli blaðasali. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.