Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. 61 py__________________________Popp Rússar opna, Kanar loka Dr. Robert, aðalsprautu Blow Monkeys, var neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna á sinum tíma því Bandaríkjamönnum fannst sveitin ekki vera orðin nógu þekkt. Þrennan Duian Duran Duran Simon Le Bon, John Taylor og Nick Rhodes sem skipa Duran Duran tríóið í dag. Sovétmenn eru óðum að opna gáttir sínar fyrir ólíkum vestrænum áhrifum og fær poppið sinn skerf sem annað. Síðastliðið haust fór breska reggísveit- in UB 40 í mikla sigurfor til Sovétríkj- anna og hafa Sovétmenn nú boðið strákunum að koma aftur í heimsókn á þessu ári. Þá standa yfir samninga- viðræður milli umboðsmanna Billys Joel og sovéskra menningarfulltrúa um hljómleikafor Joels um Sovétríkin í sumarbyrjun. Einnig eru Sovétmenn með tilboð upp á vasann sem þeir ætla að bera undir-Stevie Wonder. Á sama tíma og Sovétmenn kapp- kosta að opna gluggann til vesturs eru Bandaríkjamenn að loka dyrum sínum í austurátt. Samþykkt hafa verið lög sem gera listafólki annars staðar úr heiminum mjög erfitt að fá vegabréfsá- ritun til Bandaríkjanna. Þetta gildir jafnt um rokkhljómsveitir og annað listafólk. Þeir sem nú þegar hafa öðl- ast „viðurkennda frægð“ geta átt von á að fá vegabréfsáritun og þar með leyfi til að iðka list sína innan landa- mæra Bandaríkjanna en hinir verða að gera sér það að góðu að sitja heima. Bandarískir hljóipleikahaldarar eru Duran Duran, táningahljómsveitin vinsæla, er enn til, jafhvel þótt Roger Taylor og Andy Taylor séu báðir hætt- ir og flestar smástelpumar, sem dýrkuðu hljómsveitina, hafi nú beint augum sínum til strákanna í A-ha. Duran Duran er tríó, skipað þeim Sim- on Le Bon, John Taylor og Nick Rhodes sem ætla að halda nafni flokksins á lofti um ókomin ár þrátt fyrir allar hrakspámar sem bresk dag- blöð hafa prentað á síðum sínum undanfarna mánuði. Nick er nýorðinn faðir, Simon stundar hættulegar siglingar og önnur glæfraverk þegar hann er ekki að fást við tónlist og John hefur sest að í New York þar sem hann á eigið hljóðver. En ef'tir 6 ára farsælan feril er ekki hægt að neita því að þeir hafa stomi- inn beint i fangið þessa stundina og það getur reynst erfitt að venda. En þeir em á annarri skoðun, Simon tek- ur jafhan stórt upp í sig og segir að þeir séu hvort eð er hrokafullir og eigi fullt eftir. Hinir tveir em prúðari og velja orð sín af kostgæfni áður en þeir segja nokkuð. John segir t.d.: „Það sem við eigum aðallega sameiginlegt er áhuginn á að semja tónlist og halda góða tónleika. Við erum metnaðarfull- ir og trúum því að Duran eigi langt líf fyrir höndum. Þetta sem þið hafíð kynnst nú þegar er aðeins efsti hluti ísjakans. Okkur finnst þetta ekki vera ný hljómsveit," segir John ennfremur. „Við finnum hins vegar að við erum í nýrri stöðu, það er allt annað mál.“ Nick segir: „Eftir að við höfðum hver um sig fengist við ólík verkefhi utan Duran Duran rammans áttuðrmr við okkur á því hvað Duran Duran var okkur mikilvæg. En þetta er ekki nein endurreisn, við erum aðeins að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Reyndar er þægilegi-a og eðlilega fyrir okkur þrjá að starfa saman en áður var. Þrátt fyrir að við séum þrír ólíkir einstaklingar erum við góðir vinir og við vinnum þetta sem hópur. Við höf- um ekki neinn umboðsmann á bak við okkur sem segir okkur fyrir verkum. Þetta er allt á okkar eigin ábyrgð. Nú sameinum við skoðanir okkar þriggja og erum núna fyrst famir að hafa verulega gaman af þessu,“ segir Nick. Duran Duran er að leggja af stað í hljómleikaferð innan tíðar og æfir stíft fyrir þá fór. Það verður mikið lagt upp úr sviðsetningu og öðru líkt og fyrr, þó svo að ekki sé eins mikið lagt í myndböndin og áður tíðkaðist hjá þeim félögum. „Við stefnum hátt,“ segir Nick. „Við erum mjög spenntir. Þetta verða mikl- ir tónleikar með blásarasveit, bak- raddarsöngvurum, trommara og aukagítarleikara og við leikum blöndu af Duranlögum, Power Station- og Arcaidalögum. Við Simon höfúm ekki farið í hljómleikaferð í tvö ár, jafnvel þótt John hafi komið töluvert fram með Power Station. Þetta verður sjö mánaða ferðalag um víða veröld og hvergi slegið af.“ mjög uggandi um sinn hag. Ian Cope- land, sá sem átti stærsta þáttinn í að koma Police, Simple Minds og Thomp- son Twins á framfæri vestan hafs, áður en þessar hljómsveitir slógu í gegn, segir: „Ef þessar reglur hefðu verið í gildi þegar ég hóf að flytja nýbylgju- hljómsveitimar inn á sínum tíma hefði aldrei tekist að bijóta mörgum þekkt- ustu hljómsveitum nýbylgjunnar markaði í Bandaríkjunum.“ Formenn stéttarfélaga bandarískra listamanna eru kampakátir og vilja helst herða reglumar enn meir. Þetta þýðir jú aukna vinnu fyrir bandarískt listafólk en andstæðingar reglnanna segja þetta eingöngu leiða til stöðnun- ar. Ian Copeland bætir við orð sín: „Þegar ég flutti Police inn til Banda- ríkjanna í fyrsta sinn var hljómsveitin ekki með hljómplötusamning í Banda- ríkjunum, þeir áttu ekki lag á lista héma og það hafði sáralítið verið skrifað um þessa stráka. Samkvæmt Helgaipopp Jónatan Garðarsson núgildandi lögum hefði þetta þýtt að þeim hefði verið meinað að koma til landsins. Bandaríkjamenn hefðu farið varhluta af nýbylgjubyltingunni." Þessar breyttu reglur vom þegar famar að hafa áhrif í lok árs 1985 en þá var bresku hljómsveitunum New Model Army, UK Subs og Blow Monkeys neitað um vegabréfsáritun. Síðastliðið sumar gekk mjög eðlilega að fá vegabréfsáritanir fyrir aðstoðar- fólk hljómsveitanna UB 40 og Smiths, jafhvel þótt báðar hljómsveitimar séu orðnar nokkuð þekktar í Bandaríkj- unum. Og nú fyrir skemmstu áttu meðlimir Easterhouse í stökustu vandræðum með að fá vegabréfsárit- anir. Það veldur jafriframt áhyggjum að bandarískar útvarpsstöðvar em famar að leika- meira af eldri popptónlist þeirra hljómsveita sem vom vinsælar fyrir 10-20 árum á meðan tónlist yngri listamanna fær lítið sem ekkert rými í dagskránni. Hvemig hægt er að ijúfa þennan vitahring er allsendis óvíst á þessari stundu. Þykir sumum fram- farasmnuðum rokkáhugamönnum sem stjómvöld í Bandaríkjunum stefrú enn einu sinni að því að hefta út- breiðslu rokksins, líkt og reynt var að gera á upphafsárum þess. Gitarhetjan John Taylor mundar verkfærið og horfir abyrgum og alvarlegum augum i linsuna. Phil Fearon. Phil Fearon á íslandi Þessa dagana er breski söngvar- inn, lagasmiðurinn og upptökustjór- inn Phil Fearon staddur hér á landi en hann syngur i veitingahúsinu Evrópu og víðar nú um helgina ásamt sönghópnum Galaxy. Phil Fearon átti nokkur vinsælda- lög fyrir tveimur til þremur árum, þar á meðal lögin Dancing Tight og What Do I Do sem gerðu það gott í Bretlandi. En síðan tók hann sér tveggja ára frí og stundaði reiðhjóla- íþróttina af kappi á meðan. Síðast- liðið sumar kom Phil síðan aftur fram á sjónarsviðið er harrn gaf út plötuna I Can Prove It sem var smá- skífa með endurgerð þessa gamla danslags frá árinu 1977. Síðan hefur Phil Fearon smám saman verið að færa sig upp á skaftið og ætlar sér að gefa út stóra plötu innan tíðar. Seint á síðasta ári gaf hann út lagið Ain’t Nothing Going on but a Ho- useparty sem fékk ágæta dóma og gekk sæmilega. Þá stjómaði Phil Fearon upptök- um á laginu Heartache með söng- konunum Pepsi og Shirley sem komst nýlega í annað sæti breska smáskífulistans en þessar stöllur er- um fyrrum bakraddasöngkonur hjá Wham! Hér áður fyrr var Phil Fearon meðlimur í bresku fönkhljómsveit- inni Hi-Tension sem átti nokkur vinsældalög. Þá stofiiaði hann Kandidate og naut nokkurra vin- sælda með þeirri sveit. Síðustu mánuðina hefúr Phil verið upptek- inn við eigin tónsmiðar og hljóðrit- anir fyrir hið nýja plötufyrirtæki sitt sem hann kallar 20/20. Þetta fyrir- tæki rekur hann ásamt bræðrum sínum, þeim Lenny og Paul. Jafnvel þótt Phil Fearon og Galaxy hópurinn séu ekki ýkja vel þekkt hér á landi eru þau hátt skrifuð í Bretlandi og þykja með betri soul/ dansflokkum þar í landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.