Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987. 3 Fréttir Útilegumenn í Öskjuhlíð? í Öskjuhlíðinni hefur risið stæði- legt greni, byggt utan í klöpp, sem sannanlega er mannabústaður. Þess bera tómar niðursuðudósir, gafflar og hnífar, merki. Hins vegar er ekki ljóst hverjir íbúamir eru. „Við höfum aldrei þurft að hafa 'afskipti af þessu greni,“ sagði lög- reglan aðspurð. „Reyndar vissum við ekki að það væri til.“ Grenið í Öskjuhlið er haganlega hlaðið þó ekki sé það lánshæft hjá Húsnæðisstofnun. Sperrur milli steina og plast breitt yfir. Þama er skjól í rigningu. Hurðin er útflött tunna. Utilegumenn? Rannsókn heldur áfram. -EIR Grenið i Öskjuhlíð; plast yfir þaki og tunna fyrir dyrum. DV-mynd S Alþýðubandalagið: Lokaundir- búningur fyvir kosn- ingamar „í kosningabaráttunni ætlum við að leggja aðaláherslu á að allir lands- menn fái að njóta góðærisins. Við viljum að gott árferði verði notað til að bæta kjörin í landinu," sagði Stein- grímur J. Sigfússon að loknum mið- stjómarfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn var um helgina. „Við erum að bera saman bækur okkar og ítreka áhersluatriði áður en haldið verður út í kosningaslaginn af fullum krafti," sagði Steingrímur. „Við setjum m.a. á oddinn umræðu um frið- armál og að Islendingar verði með í umræðunni um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum." Steingrímur sagði að ekki yrði geng- ið til kosninga undir sameiginlegu slagorði. „Við látum það vera að stela okkur slagorði eins og bijótum múrinn sem kratar hafa tekið eftir jafhréttis- hópum á Norðurlöndum. Sjálfstæðis- menn segjast vera á réttri leið en hvert sú leið liggur kemur ekki fram,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. -GK Frá fundi mióstjórnar Alþýöubanda- lagsins. Svavar Gestsson, Geir Gunnarsson og Steingrimur J. Sig- fússon stinga saman nefjum. DV-mynd GVA HSKE4NG PANTANASÍMI 64 12 00 -'c&V 4 station SUBÁRlMUSm mmi. __o m m m tÐ|I 3 DSCŒvl mÆlMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.