Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 8
8 MANUDAGUR 9. MARS 1987. UtLönd Ferjan dauðagildra? Ferjan Herald of Free Enterprise liggur á hliðinni á sandrifi undan Zeebrugge í Belgíu, en björgunarmenn sjást úr flugvélinni eins og flugur á skipsskrokknum, á meðan unnið er að því að bjarga bæði lifandi og liðnum úr skipinu. Þegar fyrstu björgunarmennimir komu á vettvang, sex mínútum eftir að Herald of Free Enterprise hvolfdi með 543 farþega, heyrðu þeir hrópað á hjálp í myrkrinu. Nokkrum far- þegum hafði þegar tekist að klifra upp á hlið ferjunnar þar sem hún tók niðri á sandrifi fyrir utan Zeebmgge í Belg- íu. Margir tróðust þó undir er skelf- ingin greip um sig. Unnið var af miklum hraða við björgunarstörfin og em allir sammála um að miklu fleiri hefðu látist ef ekki hefði verið bmgðið svo skjótt við. Talið er að 135 hafi farist. Eigendur ferjufyrirtækisins, Tow- nsend Thoresen, kváðust undrandi á frásögnum eftirlifandi sem sögðu að meðlimir áhafnarinnar hefðu slegið á lokumar með hamri til þess að reyna að loka þeim betur áður en siglt var frá höfhinni í Zeebmgge á föstudags- kvöldið. Talsmaður fyrirtækisins sagði í gær að talið væri að vatn hefði mnn- ið inn með lokunum og valdið því að ferjunni, sem var á leið til Dover í Englandi, hvolfdi. Aðspurðir greindu eigendur feijufyrirtækisins frá því að systurfeijur Herald of Free Enterprise, sem smíðuð var 1980, yrðu ekki teknar úr umferð þrátt fyrir slysið. Haft er eftir skipasérfræðingi í Bretlandi að feijur af þessari tegund hafi verið álitnar dauðagildrur. Einnig á skipa- deild varnarmálaráðuneytisins að hafa ráðið frá því að slíkar feijur yrðu notaðar til að flytja herlið til Falk- landseyja árið 1983. Enn hefur ekki reynst unnt að yfir- heyra skipstjórann og að sögn lög- fræðings hans getur farið svo að það verði ekki hægt næstu vikurnar vegna ástands hans en hann fékk taugaáfall auk þess sem hann er skaðaður á lunga. Læknir skipstjórans hefur eftir honum að hann hafi skyndilega heyrt brak og ekki hafi verið tími til þess að gefa neyðarmerki. Fyrrverandi skipstjóri systurfeiju þeirrar sem hvolfdi segir að reynt hafi verið að stöðva ferjuna áður en henni hvolfdi. Hefðu kafarar séð það á stöðu hreyflanna. Risabjörgunarkrani gnæfir yfir ferjunni Herald of Free Enterprise þar sem björgunaraógerð- ir hófust strax í gær. Byrjað var á að reyna að rétta við ferjuna þar sem hún liggur á hliðinni á sandrifinu undan Zeebruaae i Belgíu. Froskrnenn voru látnir koma neti fyrir við opnar bóglokurnar á ferjunni en eftir að tvær tunn- ur höfðu flotið út úr ferjunni vaknaði kvíði fyrir því að mengandi eiturefni kynnu að vera í farmi ferjunnar sem reyndist síðan ekki vera á rökum reist. Til Israel — í sólina Jerúsalem - Betlehem - Hebron - Dauðahafið - Massada - Jeríkó - Nazaret - Golanhæðir - Akkó - Haifa - Netanya - Tel Aviv - Jaffa. Láttu drauminn rætast. Þægileg þriggja vikna ferð til landsins helga þar sem leitast verður við að sam- eina skoðunarferð á fræga sögustaði og hvíldarferð á yndislega strönd Miðjarðarhafsins. Dvalið verður 7 daga í Jerúsalem, 3 daga í Tíberías á strönd Genesaretvatns og 8 daga á einni bestu baðströnd lands- ins, Netanya. 2 dagar í London á heimleið. Góð 3 til 4 stjörnu hótel með morgunverði. Skoðunarferðir innifaldar í verði. Brottför 1. mai. Notið þetta einstaka tækifæri Verð: 59.800.00 Meöalfjöldi solardaga i mai 30 dagar Meöalhiti 25-32 stig. Fararstjórar: Hrefna Pétursdóttir og Þráinn Þorleifsson, formaöur félagsins ísland-ísrael. Ferðaskrifstofa Snorrabraut 27-29, simi 26100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.