Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
11
Uflönd
Konu-
dagur í
Managua
Konur í Managua, höfuðborg Nic-
aragua, eíhdu til sérstakra mótmæla-
og kröfuaðgerða í gær í samvinnu
við nokkra stjómarandstöðuhópa.
En lögreglunni var strax sigað á
kröfugönguna því að útifundir og
kröfugöngur eru bannaðar í skjóli
neyðarástandslaganna sem em í
gildi í landinu og sandinistastjómin
stýrir eftir.
Sandinistalögreglan tekur ómjúkum höndum Gilberto Cuarda, varaforseta kaupmannasamtaka, sem slegist hafði
í liö með konunum i mótmælaaðgerðum í höfuðborginni í gær.
Vemdartolla japanskar vörur?
Ólafur Amarsan, DV, New York:
Margt bendir til þess að nú stefni i
erfiðustu og hörðustu viðskiptadeilu
Bandaríkjanna og Japans frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Bandaríkja-
menn hafa um langa tíð verið
óánægðir með þá stefnu Japana að
hefta innflutning á ýmsum vörum og
þá aðallega tæknivörum til Japans.
Þeim fer nú fjölgandi innan Banda-
ríkjaþings sem vilja svara i sömu mynt
og setja vemdartolla og innflutnings-
höft. Undanfarna mánuði hafa ýmis
verkalýðsfélög, með starfsmenn í bif-
reiðaiðnaði í broddi fylkingar, staðið
fvrir mikilli herferð fyrir slíkum að-
gerðum. Er nú talið að meiri hluti sé
fyrir því innan þingsins að beita slík-
um aðgerðum. Það er jafhframt ömggt
að Reagan forseti mun beita slík lög
neitunarvaldi.
í skoðanakönnunum meðal almenn-
ings hefur komið í ljós að á meðan
fulltrúar fólksins í landinu hafa verið
að hallast að haftastefnu hefur fólkið
í landinu fjarlægst slíkt. Em þeir mun
færri nú en 1978 sem vilja beita slíku.
Fólk áttar sig á að höft hafa einungis
í fór með sér hærra vömverð á Banda-
ríkjamarkaði og er ekki tilbúið að
leggja slíkt á sig til þess að starfsmenn
í bifreiðaiðnaði og öðrum iðngreinum.
sem stafar hætta af samkeppni ffá
Japan. geti haldið störfum sínum.
Hitabylgja
í New York
Ólafur Amaisan, DV, New York:
New Yorkbúar urðu þess aðnjótandi
um helgina að hitabylgja gekk vfir
borgina. Það var heiðskirt veður báða
dagana og á laugardaginn fór hitinn
upp í 22 gráður á Celsíus. Á sunnudag-
inn fór hitinn upp í 25 stig sem er
mesti hiti sem mælst hefúr á þessum
degi ffá því að mælingar hófust. Gamla
metið var 21 stig ffá árinu 1942.
Þetta vom þægileg skipti frá kuld-
anum sem ríkt hefur frá áramótum. í
síðustu viku var fólk í kuldaúlpum og
vel dúðað til að verjast kuldanum. En
um helgina var fólk léttklætt, margir
í stuttbuxum einum klæða. Náms-
menn nutu veðurblíðunnar í almenn-
ingsgörðum með skólabækumar og í
Rockefeller center var fólk bert að
ofan á skautum.
Þessi blíða verður þó ekki langvinn
í bili því að í dag er spáð rigningu og
hitastigi nálægt 0 gráðum á Celsíus.
Kuldafrakkamir verða því aftur tekn-
ir fram en hitabylgjan var fyrsti
boðberi þess að vorið er á næsta leiti
í New York.
FYRIR HÁDEGI:
Viðhorf til menntunar hér og nú
Arna Jónsdóttir umsjónarfóstra, Gerður G. Óskarsdóttiræfingastjóri í
uppeldis- og kennslufræðum við HÍ, Heimir Pálsson framhaldsskóla-
kennari og Valgerður Eiríksdóttir grunnskólakennari undirbúa og
flytja
Arna
Gerður
Heimir
Valgerður
Til hvers
er menntun?
Þorsteinn
Vilhjálmsson
eðlisfræðingur
Menntun og
stjórnmál
Páll Skúlason
heimspekingur
EFTIR HÁDEGI:
Uppeldis- og
menntunar-
hlutverk skóla
Hugo Þórisson
sálfræðingur
Uppeldis- og
menntunar-
hlutverk dag-
vistarheimila
Margrét Pála
Ólafsdóttir fóstra
Námsstefna:_________________________________
UPPELDI og
MENNTUN
Alþýðubandalagið boðartil opinnar ráðstefnu um innihald uppeldis og
menntunar laugardaginn 14. mars.
Ráðstefnan verður haldin að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 10 árdegis.
Áætlað er að henni Ijúki um kl. 17. "
Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning þátttakenda fram í
síma 17500.
Þátttökugjald er kr. 300, en innifalið í því eru erindi ráðstefnunnar
fjölrituð. Léttur hádegisverður fyrir kr. 450 verður á boðstólum.
Ráðstefnustjóri: Valgerður Eiríksdóttir.
Til hvers
ætlumst við
af skólanum?
Ásdís Þórhalls-
dóttir mennta-
skólanemi, Elín
Hilmarsdóttir
menntaskóla-
nemi, Hrannar B.
Arnarsson
menntaskóla-
nemi og Orri
Vésteinsson há-
skólanemi undir-
búa og flytja.
Fósturmenntun
Gyða Jóhanns-
dóttir skólastjóri
Kennara-
menntun
Sigurjón Mýrdal,
kennslustjóri KHÍ
Setning
Kristín Á.
Ólafsdóttir,
varaformaður
Alþýðubandalagsins
Að loknum fram-
söguerindum verða
pallborðsumræður
undir stjórn Gerðar
G. Óskarsdóttur.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ