Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 12
12' MANUDAGUR 9. MARS 1987. PERMANENTFYRIRALLA VERIÐ VELKOMIN. VALHÖLLá otaBnsuaa* ÓÐinSQÖTU 2, REYKJAVÍK ■ SIMT-22138 ■ Bón- og bílaþvottastöðin, Bíldshöfða 8, sími 681944 Við hliðina á bifreiðaeftirlitinu Vel þrifinn bill ber eiganda sínum fagurt vitni. Við tjöruhreinsum, þvoum og bónum fólksbfla, jeppa og sendiferðabfla i fullkominni bílaþvottavél og tekur þjónustan aðeins 10 minútur. Óþarft er aö panta. Þá tökum við einnig bila í handbón og alþrif en þá er viss- ara að panta tima. Opið alla daga frá kl. 9-19 Veldur hárlos áhyggjum? Ef svo er þá er þér óhætt að lesa áfram. Meðhöndlun orkupunkta (akupunkta) með leysigeisla hefur gefið mjög góða raun í baráttunni við hið algenga vanda- mál. Hringið og leitið frekari uppl. í sima 11275 frá kl. 10-17 og frá kl. 17-21 i simum 689169 og 21784. ÁÐUR EFTIR ISLENZK- AMERISKA FÉLAGIÐ THE ICELANDIC- AMERICAN SOCIETY STYRKIR TIL LISTIÐNAÐARNÁMS islenzk-ameríski listiðnaðarsjóðurinn (Menningar- sjóður Pamelu Sanders Brement) og Íslenzk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar tvo námsstyrki við Haystack listaskólann í Maine til 2-3ja vikna nám- skeiða á tímabilinu 7. júní til 16. ágúst 1987. Námskeiðin eru ætluð starfandi listiðnaðarfólki í eftir- töldum greinum: leirlist, textíl ýmiss konar, glerblæstri, listjárnsmíði, málmsmíði, tréskurði, grafískri hönnun, bútasaumi, tágavinnu, rennismíði (viður) og pappírs- gerð. Umsóknir berist Islenzk-ameríska félaginu, pósthólf 7051, 107 Reykjavík, fyrir 24. marz. nk. ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ Viðtalið Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu: Hættur að senda embættisbréf í bundnu máli Hannes Hafstein á skrifstofu sinni í utanríkisráðuneytinu. DV-mynd Brynjar Gauti „Starf ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinnu felst í því að annast rekstur utanríkisþjón- ustunnar, ráðuneytisins sjálfe og jafhframt hef ég umsjón með starfi sendiráðanna og skrifstofa erlendis," sagði Hannes Hafstein, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, í samtali við DV. „Ráðuneytisstjóri annast yfir- stjóm ráðuneytisins og allra skrif- stofa þess og hefur umsjón með öllum almennum afgreiðslum sem um ráðuneytið fara, ásamt umsjón með almennum rekstri. Áður var ég sendiherra í Genf og var fulltrúi Is- lands í öllum alþjóðastofnunum í Genf. Ég var einnig sendiherra í nokkrum Afríkulöndum, þar á meðal Egyptalandi. Þar áður gegndi ég starfi skrifstofustjóra í utanríkis- ráðuneytinu í fjögur ár og þar áður var ég varafastafulltrúi hjá NATO og Efnahagsbandalaginu. Það má segja að það sé sérstakt við störf í utanríkisþjónustunni að þar eru starfsmennimir flutningsskyldir," sagði Hannes. Hannes er kvæntur Ragnheiði Hafstein, dóttur Valdimars Stefans- sonar, fyrrum ríkissaksóknara, og eiga þau hjón fjögur böm. - Áhugamál? „Ég er nú oftast í vinnunni, en þegar tími gefst til stundum við hjónin garðrækt og ræktun í litlu gróðurhúsi sem við erum með í garð- inum hjá okkur. Með þessu lengi ég sumarið og byija ræktunina um ára- mótin. Ég rækta í húsinu agúrkur, tómata og vínber og líka blóm sem ég planta síðan út í garðinn. Ég les einnig talsvert af ljóðum og safiiaði ljóðabókum í eina tíð og á nokkurt safh af slíkum bókum. Og starfsins vegna verð ég líka að lesa talsvert um alþjóðamál. Áhugamálin mark- ast nokkuð af löngum fjarvistum frá landinu, þær takmarka það sem maður getur verið i. Því verður að halda sig að því sem er einstaklings- bundið frekar en því sem bundið er af félagsskap annarra," sagði Hann- es. - Hver eru eftirlætis ljóðskáldin? „Það eru afi minn, Hannes Haf- stein, og Einar Benediktsson sem eru mín uppáhalds ljóðskáld. Einnig held ég mikið upp á Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi, en hann er raunar foðurbróðir konunnar minnar," sagði Hannes. - Yrkir þú sjálfur? „Ég gerði svolítið að því hér einu sinni en þann kveðskap má flokka undir kersknivísur, en ég hef gert lítið að slíku undanfarið. Ég leyfði mér það jafnvel hér í eina tíð að senda embættisbréf í bundnu máli. En ég er nú löngu hættur öllu svo- leiðis," sagði Hannes Hafstein. -ój Landsmót 1996 í Borgarfirði? Sigurján Gurmais9aa DV, Borgamesi; Þing Ungmennasambands Borgar- fjarðar var nýlega haldið í Brautar- tungu í Lundarreykjadal. Eru þing þess árlega og standa í einn dag en á árum áður voru þau gjaman í tvo daga. Vegleg ársskýrsla var lögð fram á þinginu þar sem sagði frá starfi sam- bandsins á sl. ári. Einnig voru lagðar fram skýrslur hinna ýmsu félaga innan þess og tíundaður árangur þeirra er tóku þátt í mótum í nafiii þess. Gestir komu á þingið frá UMFÍ, ÍSÍ, Sundsambandi og einu ungmenna- sambandi. Margar samþykktir voru gerðar og samþykktar áskoranir og tilmæli. Eitt af því sem samþykkt var er efl- ing Reykholts sem mennta- og fræði- mannaseturs og að þar verði settur á stofn menntaskóli er útskrifi stúdenta. Einnig var fjallað um húsnæðiskaup fyrir sambandið og samþykkt tillaga þar að lútandi. Ef til vill getur ein tillagan, sem samþykkt var, haft verulega breytingu í fór með sér á íþróttasviðinu fyrir Borgfirðinga ef hún nær fram að ganga. Samþykkt var að sækja um að halda landsmót UMFÍ árið 1996. Þó svo að hér sé um umsókn að ræða og 9 ár til stefnu, ef af verður, er ekki langt í það að ákvarðanir verði teknar í þessu máli. Og ef Borgfirðingar hreppa hnossið þarf hér ýmislegt að koma til. Líklega er um þrjá staði að ræða fyrir landsmót, þ.e. Reykholt, Varmaland eða Borgames. Á engum þessara staða eru nú þau mannvirki sem nauðsynleg eru til að hægt sé að halda landsmót en á 9 árum er margt hægt að gera og a.m.k. Borgames og Reykholt hafa lagt drög að framtíðar- hugmyndum og/eða teikningum að framtíðaríþróttamannvirkjum hjá sér. Hvort Borgfirðingar fá að halda lands- mót er að sjálfsögðu óráðið en vissu- lega er komið að því að halda landsmót UMFÍ í Borgarfirði, það vom þingfull- trúar á þingi UMSB sannfærðir um, og svo er áreiðanlega einnig um Borg- firðinga. Stjóm UMSB var nær öll endurkos- in og er formaður stjómar Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti, og fram- kvæmdastjóri Ingimundur Ingimund- arson, Borgamesi. Frá siðasta landsmóti sem haldið var í Keflavík 1984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.