Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
Spumingin
Telurðu líklegt að kenn-
arar fari í verkfall?
Gunnhildur Emilsdóttir matráðs-
kona: Það myndi allavega ekki koma
mér á óvart og miðað við launakjör
þeirra í dag myndi ég telja það mjög
eðlilegt.
Sœmundur Aðalsteinsson sölumað-
ur: Já, ef ekkert fer að rætast úr
kjarabaráttu þeirra. Þetta er náttúr-
lega neyðarúrræði til að knýja fram
kröfur sínar því óneitanlega bitnar
þetta væntanlega. ef til þess kemur.
á próftöku nemenda.
Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir:
Nú bara veit ég ekki, þó teldi ég það
ekkert ólíklegt miðað við launakjör
þeirra.
Ingólfur Guðjónsson ellilífeyrisþegi:
Þetta er náttúrlega ekki heppilegur
tími til að fara í verkfall, það getur
bitnað á próftöku nemenda, en það
vilja náttúrlega allir fá launahækk-
un.
Brynjólfur Tómasson verslunarmað-
ur: Eg veit ekki, en þetta er réttur
tími til að þvinga stjórnvöld til að
ganga að kröfum þeirra svo það bitni
ekki á nemendunum.
Friðjón Jónsson nemi: Það gæti svo
sem komið til, kennarar eiga rétt á
launabót, það er síðan spuming
hvort þessi tími er réttur til þess.
Lesendur
Ofsóknir ísraelsmanna
í flóttamannabúðum i Líbanon og Jórdaníu hírast hundruð þúsunda Palest-
ínumanna, sem hafa orðið að flýja ættland sitt vegna ofsókna ísraelsmanna,
og búa þarna við algera eymd.
Guðjón V. Guðmundsson skrifar:
I flóttamannabúðum í Líbanon og
Jórdaníu hírast hundruð þúsunda
Palestínumanna, sem hafa orðið að
flýja ættland sitt vegna ofeókna ísra-
elsmanna, og búa þama við algera
eymd.
Skyldi fólk hafa heyrt um misþyrm-
ingar á fólkinu í líbanska þorpinu
Shakra fyrir rúmu ári. Hér er brot út
frásögn eins fómarlambsins. „Við birt-
ingu alla daga vikunnar ráku ísraels-
menn alla karla í þorpinu inn á
skólalóðina þar sem þeir voru yfir-
heyrðir. Við sátum á jörðinni allan
tímann, ef við stóðum upp vorum við
barðir. írsku gæsluliðamir í liði Sam-
einuðu þjóðana reyndu að koma með
mat til fanganna en ísraelsmenn hentu
honum. Allan daginn var írsku her-
mönnunum neitað að hafa samband
við fólkið þótt heyra mætti ópin frá
því og sjá mátti meitt fólk á skólalóð-
inni.“
Svona dæmi er vitanlega hægt að
koma með endalaust, grimmdin og
hrottaskapurinn er alveg með ólíkind-
um, þetta hafa fréttamenn víðs vegar
úr heiminum, svo og gæsluliðar Sam-
einuðu þjóðanna, margsinnis staðfest.
Ekkert lát er á hörmungunum, enda
ætla Israelar að flæma alla Palestínu-
menn í burt. Enda sagði einn af
forystmönnum gyðinga þegar árið
1940 „það verður að vera ljóst að það
er ekki pláss fyrir báðar þjóðimar í
þessu landi“. Það verður því að flytja
alla araba í burt, sagði Dayan, fýrrum
vamarmálaráðherra Israels, í ræðu í
skóla þar í landi.
Gyðingaþorp vom byggð í stað
arabískra þorpa. Þið vitið ekki einu
sinni hvað þessi þorp hétu og lái ég
ykkur það ekki af því að landa-
fræðibækumar em ekki lengur til,
ekki bara að bækumar séu horfnar
heldur em þorpin sjálf ekki lengur til.
Myndbirtlng æskileg
af síbrota kynferðisglæpamönnum
G.G. hringdi:
Ég vil að birtar séu myndir ásamt
nöfnum á síbrota kynferðisglæpa-
mönnum. Við megum ekki loka
augunum fyrir þessum vanda og því
miður er allt of mikið um slíkt of-
beldi. Það er alveg hræðilegt þegar
þessi menn leggjast á saklaus böm því
þau jafna sig aldrei eftir slíka kynferð-
islega áreitni. Viðurlögin gegn þessum
mönnum em skammarlega væg og úr
því verður að bæta hið bráðasta. Þessa
menn verður náttúrléga að taka úr
umferð svo þeim gefist ekki tækifæri
til að eyðileggja líf annarra einstakl-
inga. Það verður að einangra þá og
veita þeim hjálp.
Mynd- og nafnbirting er almenningi
til vamaðar, við verðum að þekkja
vítin til að varast þau og ég efast ekk-
ert um það að myndbirtingin er
þessum glæpamönnum sjálfúm fyrir
bestu og ætti að veita þeim aðhald svo
að þeir fremdu ekki svona hroðalega
glæpi.
Afætur á þjóðinni
Skattborgari skrifar:
Nú hefur uppeldisstofhun (Hlemm-
ur) bæjarbúa í eiturlyfjabraski og
glæpum verið til umfjöllunar í blöðum
og útvarpi vegna þess að nú er vanda-
málið vaxið langt yfir höfuð lögregl-
unni. Það er annars kaldhæðnislegt
að vita tii þess að þama við dyr lög-
reglustöðvarinnar skuli hafa þrifist
annað eins óþverrabæli og 'Hlemmur.
Nú á að taka þetta fólk, sem flytur inn
og neytir eiturlyfja, og gera það að
eins konar stétt í þjóðfélaginu sem
skattborgurum beri að halda uppi með
því að láta það hafa húsnæði til eitur-
lyfjabrasks og skipulagningar ráns og
glæpa af ýmsu tagi.
Mér finnst að það eigi að sýna þessu
fólki í tvo heimana, að það geti fengið
sér vinnu og séð fyrir sér sjálfl og
væri nær að stuðla að því. Þeir sem
nenna hvorki að vinna né hafa eitt-
hvað fyrir lífinu og lifa á öðrum með
þjófnaði og annarri glæpa- eða
skemmdarverkastarfsemi eiga að vera
réttlausir í þjcðfélaginu að mínu mati.
Þeir em réttlausir að því leyti að þeir
mega ekki ganga og eyðileggja fyrir
samborgurum sínum, því fer víðs fjarri.
Skemmdarverk, þjófhaður, rán,
nauðganir og annað ofbeldi auk þeirr-
ar viðbjóðslegu sjónar sem er farin að
blasa við okkur og þeim er heimsækja
land okkar er farið að setja hrikalegan
blett á þetta samfélag.
Á að taka þetta hyski í sátt og borga
undir það húsnæði og fleira? Verði svo
kemur að því að við ráðum ekki leng-
ur við þetta vandamál og þorum varla
út um hábjartan daginn. Þá fyrst verð-
ur þetta samfélag óþolandi.
Paul Zukovsky, ekki Rut!
Orfeus, 4960 - 3266 skrifar:
í DV þann 26/2 er forsíðufrétt af
væntanlegri afhendingu Menningar-
verðlauna DV, þar sem greint er frá
hverjir hljóta þau og fyrir hvað.
Nú hef ég enga nennu til að útlista
þær fjölmörgu ástæður sem mæla því
mót að vera að hampa einstaklingum
innan einstakra listgreina. Hins vegar
tel ég að þegar einhver þar tilskipuð
nefiid sest niður til að velja slíka af-
reksmenn þá þurfi í það minnsta að
vera ljóst af hvaða ávöxtum dómur er
felldur.
Tilfellið er að ég rak mín gagnrýnis-
augu í val Rutar Magnússon „fyrir
þátt hennar í stofnun Sinfóníuhljóm-
sveitar Æskunnar" og er það ástæða
þessara skrifa. Það skal skýrt tekið
fram að hér er engan veginn verið að
vega að persónu Rutar heldur fyrst
og síðast að störfum nefhdarinnar.
Nú kann því að vera svo háttað að
á sama máta og kaðall er samansettur
úr ótal mörgum þáttum, þá sé hér ve-
rið að verðlauna Rut fyrir að vera einn
slíkur agnarsmár. Sé það tilfellið þá
sætti ég mig við niðurstöðu nefhdar-
innar en hygg að það geti eingungis
verið til marks um metnaðarleysi og/
eða fávisku nefndarmanna.
Staðreyndin er sú að aðalhvatamað-
ur og jafnframt sá sem hefur hvað
mest hlúð að því sem í hittiðfyrra var
leikið af nýju Sinfóníuhljómsveit Æsk-
unnar er Paul Zukovsky. Síðastliðin
10 ár hefur hann nær árvisst haldið
námskeið fyrir unga, upprennandi
tónlistarmenn og hefur eljusemi hans
og fómfysi vakið furðu og aðdáuh
flestra sem einhvem áhuga hafa á
framgangi tónlistar hérlendis, þvílíkur
afburðamaður sem hann er.
Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé
sambærilegt við það að vélritunar-
stúlka uppfinningamanns hlyti allan
heiður fyrir hugmyndir hans og verk.
Fátæktin enn við lýði
Fyrrverandi íbúi í Rauðavatnslöndun- eigendum íbúðarskúra í fátækrahverf-
um skrifar: um borgarinnar áður fyrr gefinn
Eins og getið er um í greininni um kostur á því að flytja skúra sína út
Rauðavatnslöndin, sem birtist á les- fyrir borgina og fengu þeir þá leyfi sem
endasíðunni fyrir allnokkm, var var háð forkaupsrétti borgarinnar. Nú
Það er ekki nóg að fjarlægja fátækrahverfin á Rauðavatnssvæðinu ef fátækt-
in er ennþá til.
notar borgin forkaupsréttinn sem er
ca hálft frjálst markaðsverð.
Manni dettur í hug hús eins og við
Grettisgötu og Njálsgötu en mörg af
þessu gömlu húsum við Rauðavatn em
í engu lakara ástandi en þau. Húsið
mitt var rifið engu að síður. Margir
húsnæðislausir fátæklingar hefðu ve-
rið glaðir að fá þar inni. I nýjum
hverfum finna húsa em þessi hús eins
og padda sem þarf að fjarlægja. Þar
er ekki um nein verðmæti að ræða í
huga ráðamanna borgarinnar. Engin
fátækrahverfi em leyfö lengur; það
þykir ekki nógu fínt.
Svört leður-
taska tapaðist
Brynja Guðmundsdóttir hringdi:
Ég týndi svartri leðurtösku að-
faranótt laugardags (28 febr.)
einhver staðar í nágrenni við
skemmtistaðinn Hollywood. Það
var margt í tóskunni minni, þar á
meðal seðlaveski með öllum per-
sónuskilríkjunum mínum. Þeir
sem hafa orðið töskunnar varir em
vinsamlegast beðnir að skila henni
á lögreglustöðina.
Köttur týndist
Guðríður Jóhannsdóttir hringdi:
Köttimnn minn tapaðist fyrir
nokkrum vikum héma í efra
Breiðholtinu. Ég hef heyrt að til
hans hafi sést einhvers staðar hér
í nágrenninu á flækingi. Þetta er
grábröndóttur fressköttur sem er
merktór með gylltri ól og það
hangir tunna framan á ólinni. Þeir
sem veitt gætu mér einhverjar upp-
lýsingar um hvar kötturinn minn
er niðurkominn vinsamlegast hafi
samband við mig í síma 75913.
Öiyggi
á heimilinu
Elín Björg Eggertsdóttir hringdi:
Mig langar að þakka ungum
sölumönnum er komu til mín til
að selja öryggisútbúnað fyrir
heimilið.
Mér finnst þetta mjög þarflegt
enda kemur þetta sér einkar vel
því maður ætlar sér alltaf að kaupa
þessa hluti en lætur ekki verða af
því.
Fyrirtaks
þjónusta
Símónía Kolbrún Benediktsdóttir
hringdi:
Mig langaði til að þakka video-
leigunni í Ármúla 20 fyrir sérlega
góða þjónustu. Bæði finnst mér
spólumar mjög ódýrar hjá þeim
og einnig finnst mér afgreiðslu-
fólkið alveg sérlega liðlegt að
hjálpa manni að velja spólur við
hvers manns hæfi.
HRINGIÐ
r
I
SÍMA
MELLIKL. 13 OG15
EÐASKRiriÐ