Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 18
18
MANUDAGUR 9. MARS 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Deilt um sektir
Landlæknir hefur tekið til máls hér í blaðinu með
kröfum um, að fólk verði sektað, noti það ekki bílbelti.
Þetta er eitt atriða í frumvarpinu til umferðarlaga, sem
rætt er á Alþingi. Landlæknir styður einnig ákvæði
frumvarpsins um minnkun hámarkshraða í þéttbýli.
Þetta eru þættir, sem alþingismenn ættu að athuga
vel, áður en þeir samþykkja.
Landlæknir misskilur, haldi hann, að í leiðurum DV
hafi verið lagzt gegn því, að fólk notaði bílbelti. Sjálf-
sagt er, að umferðarráð og aðrir beiti rökum til að fá
fólk til að nota beltin. Vafalaust reynast þau vel í fjöl-
mörgum tilvikum, þótt einnig þar séu undantekningar.
Málið snýst þó um annað meira, réttindi almennings
gagnvart opinberum tilskipunum.
í leiðurum DV hefur verið sagt, að ekki ætti að
skylda fólk með hótunum um sektir til að nota bílbelti
öllum stundum í bifreiðum sínum. Þetta er spurning
um, hve langt hið opinbera, Stóri bróðir, eigi að fá að
ganga í skerðingu réttinda almennings. Ætla má full-
orðnu fólki að meta sjálft, hvort það vill reyra sig í
belti eða ekki. Um er að ræða eigið öryggi. Fólk í bif-
reiðum á að hafa til þess rétt að meta aðstæður. Fulltrú-
ar hins opinbera eiga ekki að fara um kíkjandi inn í
bifreiðir og veifandi sektarmiðum.
Margt, sem menn gera, getur verið þeim sjálfum
hættulegt. Aðalatriðið er, að fólk fái ekki að setja aðra
í hættu.
Þannig er vafalaust hættulegt að reykja. Ákvæði
hafa verið sett til að verja aðra, sem verða að þola
reykinn. En löggjafinn hefur ekki látið sekta þá, sem
til sést með sígarettu í munni. Fáum mundi koma til
hugar, að siíkt skyldi gert, þótt alls staðar fyrirfinnist
öfgamenn. En er það stefna hinna stjórnlyndu, að næsta
skref Stóra bróður verði að sekta menn fyrir reykingar?
Svipað gildir til dæmis um áfengi. En þeir eru fáir,
sem eru meðmæltir algeru vínbanni. Margt fleira má
nefna. Hin rökrétta stefna hefur verið að leyfa glmenn-
um borgurum frjálsræði, að svo miklu leyti sem þeir
valda öðrum ekki tjóni. Frá þessari stefnu hafa verið
ýmsar sorglegar undantekningar, og ætlunin virðist
vera að gera notkun bílbelta að einni slíkri, þannig að
menn verði sektaðir, séu þeir ekki spenntir belti jafnvel
í sínum eigin bíl. En minnast má umræðu um eyðni-
próf, þegar litið er á stjórnlyndi manna eins og land-
læknis, sem berjast fyrir sektarákvæðum. Landlæknir
vill ekki skikka almenning í eyðnipróf og virðist telja
það ganga gegn réttindum almennings, þótt sá, sem er
sýktur af eyðni, gæti smitað aðra og valdið þeim tjóni.
Annar þáttur í umferðarlögum, sem vert er að nefna,
er lækkun hámarkshraða í þéttbýli. Þar hefur í leiðara
DV verið bent á, að rangt væri að lækka hámarkshraða
á götum eins og Miklubraut og Kringlumýrarbraut í
Reykjavík.
Á annatímum myndast mikil stífla og töf á þessum
götum, þannig að menn komast þangað seint og illa úr
hliðargötum. Færu menn eftir nýjum ákvæðum og minni
hraða, yrði stíflan miklu meiri, svo að vandræðin ykj-
ust. Hitt er jafnlíklegt, að ökumenn færu ekki eftir
slíkum ákvæðum.
Þá yrði enn ýtt undir virðingarleysi fyrir lögum og
reglum. Ekki á að hafa lög, sem stangast á við almenna
skynsemi.
Haukur Helgason
l INNHEfMTuH
INNHEIMTUVIXLAR
wmjmwn gjáldeyrir
EXCHANGE
„Hverjir töpuðu á mikilli verðbólgu og lágum vöxtum fyrri ára? Umfram allt venjulegt launafólk og sparifjáreigend-
ur. Hverjir græddu? Eigendur fyrirtækja, aðstöðubraskarar og skuldakóngar."
Rödd aftur-
haldsmannsins
Það bar við á dögunum, að Guð-
steinn nokkur Þengilsson læknir tók
til máls hér í blaðinu um „afurðir
frjálshyggjunnar“. Þar glumdi við
rödd hins stjómlynda afturhalds-
manns, sem gat ekki unnt venjulegu
fólki- - þér og mér - að velja um
vörur og þjónustu á umsömdu verði.
En því er rödd hans eftirtektarverð,
að hún segir okkur, á hverju við
megum eiga von, ef þessi félags-
hyggjumaður og hans líkar komast
aftur til valda á íslandi. Hyggjum
þess vegna um stund að skoðun
hans.
Frjálsar kartöflur
Guðsteini farast svo orð um frjáls-
hyggju: „Svo virðist sem tiltölulegur
fámennur hópur öfgamanna sé að
leiða yfir okkur þessa áþján í nafhi
frelsisins, sem þeir óvirða svívirði-
lega með því að kenna þennan óburð
sinn við það. Þeir hafa fengið til-
styrk auðs- og valdamanna, sem
halda að nú sé loks komin ný hús-
agafororðning er haldi öllum lýð
niðri og kenni honum hlýðni og
undirgefni við hina nýju húsbændur,
frjálshyggjufrömuðina."
Hann nefriir þrjú dæmi um hina
nýju áþján í na&i frjálshyggju. Eitt
er, að sala hefur verið leyfð á útlend-
um kartöflum. Hvílíkt hneyksli! Ég
hef að vísu lítt gefið mig að húsmóð-
urstörfum, en hitt veit ég, að flestir
þeir, sem þurftu að reka heimili,
voru íýrir löngu orðnir uppgefhir á
einkasölu þeirri á grænmeti, sem hér
hafði tíðkast. Útlendar kartöflur eru
betri en skemmdar kartöfur - eða
engar, eins og stundum vildi verða
á árum áður. Og hveijum var slík
einkasala raunar í hag? Hún var
auðvitað ekki í hag hinum venjulegu
neytendum, sem Guðsteinn Þengils-
son ber fyrir brjósti að eigin sögn,
heldur framleiðendum - enda komið
upp að kröfu þeirra.
Frjálst útvarp
Annað dæmi Guðsteins er af hin-
um frjálsu útvarpsstöðvum, sem risu
upp í framhaldi af verkfallsátökun-
um haustið 1984. Hann fer í því
viðfangi mörgum hneykslunarorð-
um um Bylgjuna og Stöð tvö jafn-
framt því sem hann lofar Ríkisút-
varpið. Hvað er að segja um þetta?
Ríkisútvarpið hefur að mínum dómi
gert margt gott og Bylgjan og Stöð
tvö margt slæmt. En sumt hafa
einkastöðvamar líka gert miklu bet-
ur en ríkisstöðvamar. Skoðanir
okkar Guðsteins á dagskrám hinna
ólíku stöðva skipta þó ekki mestu
máli: Okkur finnst það leiðinlegt,
sem öðrum finnst skemmtilegt, og
öfugt. Það varðar mestu, að þörfum
fólks sé fullnægt á sem bestan og
ódýrasta hátt.
Eymd félagshyggjunnar
KjaUarinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
lektor
Hvað sem um einkastöðvamar má
segja, er enginn vafi á því, að þær
reyna eftir fremsta megni að fiill-
nægja þörfum venjulegra neytenda,
enda er líf þeirra undir því komið,
að á þær sé hlustað eða horft.
Ríkisstöðvamar reyna hins vegar
að fullnægja þörfum þess hóps, sem
ræður mestu um rekstur þeirra, en
í honum em einkum stjómmála-
menn og menntamenn - fólk úr
hinum „talandi stéttum", eins og ég
hef stundum orðað það. Þegar Guð-
steinn kvartar yfir dagskrám einka-
stöðvanna, er hann í raun og vem
að finna að smekk og þörfum venju-
legra neytenda. Hann er að óska
þess eins og allir mannkynsfrelsarar
fyrr og síðar, að menn séu öðm vísi
en þeir em.
Frjálsir vextir
Þriðja afurð fijálshyggjunnar er
að sögn Guðsteins sú breyting, að
vextir em ekki lengur keyrðir niður
með valdboði, heldur semja lánveit-
endur og lánþegar um þá í fijálsum
viðskiptum. „Bæði fijálsar kartöflur
og frjálst sjónvarp hafa bliknað við
hliðina á frjálsum vöxtum,“ segir
hann. En hvemig var ástandið, á
meðan vextir vom vegna afskipta
ríkisins lægri heldur en um hefði
samist í ffjálsum viðskiptum? Þar
sem framboð lánsfjármagns var þá
minna en eftirspum, þurftu banka-
stjórar að skammta lánin, og þá fór
það gjaman eftir aðstöðu fólks og
aðgangi að valdsmönnum, hvort það
fékk lán. Þá þurfti venjulegt fólk
jafnvel að byrja að bíða klukkan
átta á morgnana við útidyr ban-
kanna eftir viðtölum við skömmtun-
arstjórana. Nú má hins vegar segja,
að vextimir skammti lánin - brúi
bilið á milli framboðs og eftirspum-
ar.
Hveijir töpuðu á mikilli verðbólgu
og lágum vöxtum fyrri ára? Umfram
allt venjulegt launafólk og sparifjár-
eigendur. Hveijir græddu? Eigendur
fyrirtækja, aðstöðubraskarar og
skuldakóngar. Það skýtur skökku
við, þegar Guðsteinn Þengilsson
segist tala gegn fijálsum vöxtum í
nafhi einhvers undirokaðs lýðs, því
að þessi breyting á það sammerkt
með hinum tveimur, sem hann nefh-
ir, að vald hefur verið flutt úr
höndum skömmtunarstjóra og fram-
leiðenda til venjulegs fólks. Nú fær
það að velja um útlent og innlent
grænmeti og margar ólíkar út-
varpsrásir og þarf ekki lengur að
koma sér vel við pólitíska skömmt-
unarstjóra, heldur aðeins greiða
sannvirði fyrir lánsfé.
Varnaðarorð
Guðsteinn Þengilsson á ekki sam-
leið með venjulegu fólki í þessu
máli. En hann á hins vegar ýmsa
skoðanabræður í forystuliði þeirra
flokka, sem eru vinstra megin við
miðju. Slíkir menn horfa saknaðar-
augum til fyrri ára, þegar þeir gátu
haft vit fyrir fólki og skammtað því
úr hnefa. Það er því nokkur hætta
á því, ef mynduð verður vinstri
stjóm eftir næstu kosningar, til
dæmis undir forsæti Jóns Baldvins
Hannibalssonar, að við fáum ekki
lengi að njóta þeirra afurða frjáls-
hyggjunnar, sem Guðsteinn Þengils-
son nefnir - fijálsra kartaflna,
frjálsra útvarpsstöðva og fijálsra
vaxta.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Hvað sem um einkastöðvarnar má segja,
er enginn vafi á því, að þær reyna eftir
fremsta megni að fullnægja þörfum venju-
legra neytenda, enda er lífþeirra undir því
komið, að á þær sé hlustað eða horft.“