Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 30
46
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
Dægradvöl
A leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ var dansað og sungið af mikilli innlifun á öskudaginn.
Texti
Dröfn
Hreiðarsdóttir
DV-myndir
Kristján
Ari
‘Fátt finnst krökkunum skemmti-
legra en sjálfur öskudagurinn því
hann gefur tilefni til að bregða sér í
sitt uppáhaldsgcrvi og ærslast og
skemmta sér allan daginn.
Á leikskólunum og dagheimilunum
gera fóstrur og starfsfólk ótrúlega
mikið íyrir krakkana og ekki síður
þennan dag en hina.
Á öskudaginn, síðastliðinn miðviku-
dag, litu blaðamaður og ljósmyndari
DV inn í leikskólann Bæjarból í
Garðabæ og þar var sannarlega kátt
í koti.
Krakkamin mættu sérstaklega
snemma að morgni til að missa ekki
af neinu og öll voru þau íklædd ólík-
ustu búningum og furðufötum með
tilheyrandi málningu í framan til að
hressa enn upp á útlitið.
Þennan dag var krökkunum leyft
að koma með gos og sælgæti í leikskól-
ann.
Dans og leikrit
Öskupokamir höfðu líka sinn sess
eins og vera ber og margir krakkanna
skemmtu sér við að læða poka á bak
hinna og til skrauts héngu stórir ösku-
pokar í lofti.
Bömin notuðu tímann vel og vom
farin að dansa við fjöruga bamatón-
list strax um níuleytið. Þau gleymdu
sér alveg í leik og dansi og skemmtu
sér á þann einlæga hátt sem bömum
einum er lagið. Einstaka þurftu þó
uppörvunar við og sáu fóstrumar um
að leiða þau í leikinn.
Ein fóstran hafði á orði að stelpum-
ar létu ekki sitt eftir liggja í dansinum
en aftur á móti vermdu strákamir
fi-ekar bekkina, eins og sagt var hér
áður fyrr, og létu sér nægja að horfa
á hina enda er upplag bamanna mjög
misjafht rétt eins og fullorðinna og
hver og einn verður að finna sér dund-
ur við hæfi.
Þegar allir vom búnir að dansa sig
vel heita tilkynntu fóstrumar að nú
hæfist leikrit og að allir skyldu setjast
niður á gólf og hafa hljóð, rétt eins
og þau væm í alvömleikhúsi.
Deildimar þrjár á leikskólanum, sem
heita lambadeild, kisudeild og bangsa-
deild, höfðu æft stutt leikrit til flutn-
ings.
Eitt leikritið fjallaði um dúkkur sem
lifnuðu við á meðan eigandinn svaf
og annað var söngleikur um tré sem
vom þeim kostum búin að epli og per-
ur úr pappa, sem innihéldu eitthvað
óvænt, duttu niður úr tijánum og þá
var um að gera að vera nógu fljótur
að tína. Þriðja leikritið var byggt á
söngnum Kanntu brauð að baka? og
þá vom það strákamfi sem spurðu en
stelpumar svömðu.
Af lífi og sál
Starfsfólkið tók vfikan þátt í öllu
gamninu, var klætt í múnderingu eins
bömin og tróð upp með leikrit fyrfi
þau og höfðu þau alveg sérlega gaman
af að sjá fóstumar í öðrum hlutverkum
en venjulega.
Þar sem veðrið var mjög gott fyrfi
hádegi þennan dag var ákveðið að
fara í göngutúr og heimsækja Garða-
torg sem er verslunar- og þjónustumið-
stöð, stutt fiá leikskólanum. Þegar
þangað var komið sungu bömin öll
sem eitt svo undfi tók og fengu góðar
móttökur og vom leyst út með gotteríi.
Ingibjörg Gunnarsdóttfi yfirfóstra
sagði daginn hafa heppnast alveg ein-
staklega vel og að það hefði verið
eftirtektarvert hvað krakkamfi tóku
vfikan þátt í gleðinni.
Tvíburarnir fremst á myndinni þekktust auðveldlega i sundur þennan dag
þar sem þeir voru hvor í sinu gervi.
Krakkarnir búa sig undir söngleikinn Kanntu brauð að baka?