Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 34
- 50
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Barry Mainlow
er bitur út í föður sinn sem
yfirgaf hann og móðurina
þegar Barry var aðeins
tveggja ára gamall. Hann
heyrði ekkert í karlinum fyrr
en nann stakk inn nefi þegar
Barry var ellefu ára og gaf
syninum þá notað segul-
bandstæki. Mörgum árum
síðar - þegar Barry var orð-
inn stjarna - rakst faðirinn
inn í búningsherbergið -
heilsaði í flýti með þeim orð-
um að hann hefði vijað sjá
soninn einu sinn enn - og
hvarf jafnskyndilega og
hann birtist. Barry á bágt
með að sætta sig við hegð-
unarmynstur þess gamla en
segir að hann viti hvar sig
er að finna ef hann skyldi
langa til að líta afkvæmið
augum þriðja sinni.
Ali McGraw
á í erfiðleikum með að út-
skýra stefnumót sitt og
starfsbróðursíns, Robertsde
Niro, sem átti sér stað í Lon-
don nú nýverið. Hún segir
það einstaka tilviljun að þau
tvö hittust þarna, hvað þá
að þau skyldu búa á sama
hóteli með samliggjandi her-
bergi. Ali þrætir grimmt fyrir
meint ástarsamband en Ro-
bert glottir við tönn þegar
reynt er að kreista upplýs-
ingarnar út á þeim vængn-
um.
Boy George
hefur ákveðið að gerast þúd-
disti eftir að honum þarst til
eyrna sérdeilis ágæt reynsla
Dallasstjörnunnar Bobby
sem tókst að nota trúna til
huggunar við sviplegt fráfall
foreldranna. Boy ætlar að
nota trúna til þess að losa
sig gersamlega við vímu-
efnafíknina, en sem kunnugt
er hefur kappanum ekki geg-
nið sem skyldi eftir dvölina
á meðferðarheimilinu.
Tónlist
Það er ekki á hreinu hvað saxófónleikarinn lan Head er að blása þarna en helst er veðjað á Blowin’ In the Wind. Kapparnir eru ekkert á leið inn í eilíföina
þvi nokkrum andartökum eftir að myndin var tekin opnaðist fallhlifin og þeir svifu saman áfallalaust til jarðar. Fallhlífarstökkvarinn heitir Wally Gubbins og
er einkum þekktur fyrir hin undarlegustu uppátæki og mikla þörf fyrir að tefla á tæpasta vað i fallhlífarstökkinu.
Priscilla vill ekki giftast
Priscillu Presley hefur nú
eignast son svo sem flestum
mun kunnugt. Barnsfaðirinn
er hinn tíu árum yngri Marco
Garibaldi og gengur honum
illa að koma Presleyekkjunni
upp að altarinu. Priscilla hef-
ur lítinn áhuga á slíku en er
ákaflega ánægð með tilveru
sonarins.
Dagarnir voru hver öðrum
líkir hjá hinum bíðandi foreld-
rum og breytast lítið eftir
fæðinguna. Priscilla fer til
vinnu við Dallasþættina eld-
snemma á morgnana en
Marco sér um að koma Lisu
Mariu Presley í skólann, við^a
hundana og fást við þjónustu-
liðið. Það verður eflaust lítil
breyting þar á þótt fjölgað
hafi í fjölskyldunni því Prisc-
illa mun halda áfram leiknum
í Dallas um óráðinn tíma.
Marco kom upphaflega til
Los Angeles í nám frá Brasil-
íu. Hann lagði stund á
almannatengsl og blaða-
mennsku og vinnur við sjón-
varp. Þar var verið að gera
þátt um Dallasstjörnumar og
þannig hittust þau hjónaleys-
in í fyrsta sinnið. Þetta varð
ást við fyrstu sýn og Mike
Edwards, sem verið hafði elsk-
hugi Priscillu síðastliðin sjö
ár, fékk umsvifalaust reisup-
assann.
Fjölskyldan Garibaldi í
Brasilíu féll strax fyrir Prisc-
illu þannig að ekkert skortir
á hamingju þeirra - nema ef
til vill giftingarvottorðið. En
þó varla, því vinir leikkon-
unnar segja að hún hafi
nægilegt sjálfstraust núna til
þess að láta giftingaráform
lönd og leið - það hafi verið
annað mál þegar Elvis Presley
svo að segja gleypti hana á
unglingsárunum, hreinlega
með húð og hári. Núverandi
Priscilla Presley er að þeirra
dómi allt önnur manngerð sem
hefur sjálfsmyndina í full-
komnu lagi.
Sambýlismaðurinn og barnsfaðirinn Marco Garibaldi á i erfiðleikum með að teyma Priscillu upp að altarinu.