Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Blaðsíða 40
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
Jón Baldvin Hannibalsson:
SjáHstæðis-
flokkurinn
er á réttri leið
'i_-„Þessi niðurstaða svnir að Sjálf-
stæðisflokkurinn er á réttri leið.
niðurleið. Á undanfómuni vikum hef-
ur formaður flokksins farið um landið
í sérstaka fundaherferð. Samkvæmt
Morgunblaðsfrásögnum af þessum
fundum hefur hann beint spjótum sín-
um fyrst og frernst að Alþýðuflokknum
en eftirtekjan virðist vera rýr. Ævin-
lega áður hefur landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins og sú mikla fjölmiðlaat-
hvgli sem hann fær. langt umfram
aðra flokka. fært flokknum upplvft-
ingu í f>dgi. NTú gerist það ekki. Þetta
staðfestir að það er rétt til getið hjá
Þorsteini Pálssyni að Alþýðuflokkur-
inn er og verður höfuðkeppinautm-
Sjálfstæðisflokksins í þessari kosn-
ingabaráttu. Allt tal um óstöðugleika
Alþýðuflokksins Grðist vera ósk-
hvggja." sagði Jór. Baldvnn Hanni-
balsson. formaður Alþýðuflokksins.
um niðurstöður skoðanakönnunar-
innar. -S.dór
Kristín Halldórsdóttir:
Hræðumst
ekki
úrslitin
..Það er ekkert sérstakt hægt að lesa
út úr þessum niðurstöðum. að vísu er
þama svolítil lækkun hjá okkur en
það er heldur ekki hollt að fá allt of
góða útkomu út úr skoðanakönnun-
um.“ sagði Kristín Halldórsdóttir.
þingmaður Kvennalista. í samtali við
DV.
„Kosningabaráttan er lítið farin af
stað hjá okkur, við höfum verið önnum
kafhar við að svara kalli utan af lands-
byggðinni en við erum bjartsýnar á
góða útkomu þegar við förum af stað.
Eg veit að við bætum við okkur frá
síðustu kosningum. Við höfum hins
-*»egar ekki bolmagn til að reka langa
’! kosningabaráttu eins og gömlu flokk-
amir sem virðast hafa fullar hendur
fjár. Kosningabaráttan verður stutt
og snörp af okkar hálfu og við hræð-
umst ekki úrslitin," sagði Kristín
Halldórsdóttir. -ój
Friðrik Sophusson:
Steik staða
Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson voru endurkjörnir formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í
landsfundi sjálfstæðismanna er lauk með fagnaði í Laugardalshöll í nótt. Hlutu þeir báðir yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða flokkssystkina sinna. DV-mynd GVA
Keflavík:
20 handtekin
í kókaínveislu
- upplýst um smygl á nokkrum tugum gramma af kókaíni
Rannsóknarlögreglan í Keflavík lýst um smygl á nokkrum tugum an hafði lokað húsinu, komu tvær
braust inn í hús eitt í bænum að- gramma af kókaíni til landsins. Er stúlkur að því ffá Reykjavík. Brut-
faranótt laugardagsins en þar var lögreglan ruddist inn í húsið revndu ust þær inn í húsið og þar fann
kókaínveisla í gangi og vom tuttugu þeir sem vom að neyta efiúsins að lögreglan þær seint um nóttina og
manns handteknir í húsinu. henda því og náði lögreglan þannig vom þær þá að sprauta amfetamíni
Að sögn Óskai-s Þórmundssonar um hálfu granuni af efhinu upp úr í æð. Náðust 10 grömm af amfeta-
rannsóknarlögregluntanns leiddu rúmteppi. míni af stúlkunum en það mál er
handtökumar til þess að nú er upp- Síðar um nóttina. eftir að lögregl- ekkitaliðtengjasthinu. -FRI
„Eftir þann glæsilega landsfund
okkar sem lauk í gær og þá sterku
stöðu sem formaður flokksins hefur
nú er ég sannfærður um að við munum
auka fylgi flokksins á næstu vikum
sem mun síðan leiða til glæsilegra
kosningaúrslita fyrir okkur. Ég minni
á að í desemberkönnun DV var fylgi
okkar 34,7% en erum nú með 38,2%
sem staðfestir að við erum á réttri leið
og þurfum engu að kvíða,“ sagði Frið-
rik Sophusson, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, í samtali við DV í
morgun, spurður álits á niðurstöðum
skoðanakönnunarinnar. -S.dór
LOKI
Þeir eru ekki með
þetta hefðbundna kalda
borð á Suðurnesjum!
Veðrið á morgun:
Hlýtt
í veðri
Á þriðjudaginn verður suðaustan-
átt á landinu og hlýtt í veðri. Dálítil
súld eða rigning vestast á landinu
en bjart veður austanlands. Hiti
verður á bilinu 3-7 stig.
Miðstjómarslagurinn:
Davíð vann
en Pétur
féll út
Það var Davíð Oddsson borgarstjóri
sem sigraði í kosningu 11 manna í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á
landsfundi flokksins. Pétur Sigurðsson
sjómaður og þingmaður féll hins vegar
en hann hefur verið einn af miðstjóm-
armönnum, kosnum af þingflokknum.
Þau Björg Einarsdóttir, Geir Hall-
grímsson og Jónas Haralz gáfu ekki
kost á endurkjöri. 20 voru samt um
11 sætin. Davíð fékk 853 atkvæði,
Bjöm Þórhallsson 842, Einar K. Guð-
finnsson 833, Davíð Scheving Thor-
steinsson 713, Gunnar Ragnars 678,
Theodór Blöndal 671, Sigríður A.
Þórðardóttir 638, Katrín Fjeldsted 637,
Erlendur Eysteinsson 635, Sigurður
M. Magnússon 617 og Sigurður Ein-
arsson 577.
Pétur sjómaður fékk 518 atkvæði,
María E. Ingvadóttir 483 og þau Bjöm
Arason, Guðmundur Hansson, Hall-
dór H. Jónsson, Hildigunnur Högna-
dóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir,
Jónas Bjamason og Margrét Kristins-
dóttir mun færri atkvæði.
-HERB.
Svavar Gestsson:
Kemur mér
alls ekki
á évart
„Niðurstaðan vísar í rétta átt, hér
er um að ræða þriðjungs hækkun í
hlutfalli frá síðustu skoðanakönnun
DV hjá Alþýðubandalaginu sem var
mjög lág og ég taldi ótrúlega. Þessi
niðurstaða er í samræmi við það sem
við höfum fundið á vinnustaðafundum
okkar undanfamar vikur. Hljóm-
gmnnur þar hefur verið góður fyrir
okkar málflutning og maður finnur
að Alþýðubandalagið er í sókn um
allt land. Þá er niðurstaða könnunar-
innar sérstök kveðja til formanns
Sjálfstæðisflokksins, sem hefur haldið
því fram að flokkurinn ætti engan
andstæðing. Ég hef sagt i fjölmiðlum
um helgina að hann ætti eftir að kom-
ast að því að í landinu er sterkur
andstæðingur íhaldsins, sem er Al-
þýðubandalagið. Þessi uppsveifla
okkar nú er án vafa svar fólksins í
landinu við þeim hrokafullu ummæl-
um formanns Sjálfstæðisflokksins að
flokkurinn eigi sér ekki andstæðing,"
sagði Svavar Gestsson, fomiaður Al-
þýðubandalagsins, um niðurstöður
skoðanakönnunarinnar.
-S.dór
Steingrimur Heimannsson:
Ríkir
bjartsýni
hjá okkur
„Kosningastarfið hjá okkur er rétt
að byrja, kosningabaráttan verður
stutt en snörp og við vinnum af krafti.
Það sem af er höfum við fengið góðar
móttökur," sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, í samtali
við DV.
„Ég er sannfærður um það að við
fáum svipað fylgi út úr kosningunum
og við höfðum síðast. Það gæti þó
verið að klofningsframboð eins og
Stefáns Valgeirssonar og eins framboð
Þjóðarflokksins raski eitthvað heild-
arfylgi okkar, en það sem af er höfum
við fengið góðar mótttökur. Það ríkir
mikil bjartsýni hjá okkur,“ sagði
Steingrímur Hermannsson.