Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Side 12
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. 12 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Hengið heldur smiðinn Hin harða gagnrýni, sem lyfsalar, bæði í heildsölu og smásölu, hafa sætt að undanförnu, hefur beinzt að röngum aðila, því að sökin virðist í flestum tilvikum eiga heima í heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess, sem eiga að hafa stjórn á lyfsölu í landinu. Hið sama má segja um þann hluta gagnrýninnar, sem snúið hefur að læknum. Efnisatriðin benda til, að þar liggi sökin fremur hjá landlæknisembættinu, sem á að hafa og getur haft eftirlit með störfum lækna, þar með töldum ávísunum þeirra á lyf af ýmsu tagi. Ekki hefur enn verið hrakin fullyrðing um, að átta læknar í Reykjavík gefi út helming allra lyfjaávísana í borginni, að einn læknir af tuttugu gefi út helming allra lyfjaávísana á Reykjanesi og að einn læknir gefi út helming allra lyfjaávísana í Árnessýslu. Landlæknir hefur slíkar upplýsingar í höndunum og getur gripið til aðgerða. Það var einmitt gert fyrir ára- tug, árin 1976-1980. Á þeim tíma tókst að minnka um helming útgáfu ávísana á róandi lyf og svefnlyf, þar með talin lyf af valíumætt. Þetta var mikil hreinsun. Síðan hefur því miður verið slakað á klónni. Ávísun- um á þessi lyf hefur aftur fjölgað um fjórðung. Virðist því hæfilegt, að á ný verði gerð atlaga að þessari út- gáfu, auk þess sem kannaðar verði ásakanir um, að útgáfukóngar sitji í leiguhúsnæði hjá lyfsölum. Þótt lyf séu bráðnauðsynleg í mörgum tilvikum, kunna þau að vera óþörf og jafnvel skaðleg í öðrum tilvikum. Það gildir raunar um fleiri lyf en þau, sem notuð eru til að komast í vímu. Til dæmis virðist óhæfi- legt frjálslyndi ríkja í útgáfu fúkalyfja handa börnum. Viðurkennt hefur verið, að lyfjaframleiðendur eða dreifmgaraðilar lyfja kosti ýmsan funda- og ferðakostn- að lækna eða taki þátt í honum. Landlæknir þarf að snúast gegn þessum vanda og fá aðstöðu til að flytja meira af lyfjafræðslu úr höndum hagsmunaaðilanna. Lyfjakostnaður er allt of hár hér á landi og fer óhugn- anlega vaxandi. Á einum áratug hefur lyfjakostnaður utan sjúkrahúsa rúmlega tvöfaldazt í raunverði á hvern íbúa. Þetta er orðið að meiriháttar rekstrarlið í þjóð- félaginu, 2.500 krónur árlega á hvern íbúa landsins. Það eru ekki lyfsalar, sem stjórna þessu, heldur ráðu- neytið og stofnanir þess, er miðstýra öllum lyfjamálum landsins. Ráðuneytið getur hæglega lækkað smásölu- álagningu um helming, úr 68% í 33%, svo að hún komist í það, sem hæfilegt er talið í Noregi og Svíþjóð. Forsendur hárrar álagningar eru fallnar úr gildi. Lyfsalar blanda ekki lengur lyfin sjálfir, þurfa ekki að halda uppi miklum lyfjabirgðum og geta þar að auki skilað lyfjum, sem ekki seljast. Ráðuneytið á því að láta setja reglur um 33% álagningu í smásölu. Ráðuneytið hefur ennfremur í hendi sér að fá breytt reglum um álagningu, til dæmis á þann hátt, að hún sé föst krónutala, en leggist ekki með auknum þunga á dýru lyfin. Einnig getur það hagað endurgreiðslum sínum þannig, að hvatt sé til notkunar ódýrra lyfja. Loks hefur verið bent á, að ráðuneytið getur reynt að hagnýta sér kostina, sem markaðurinn hefur sýnt á ýmsum öðrum sviðum í ríkiskerfinu, svo sem í vega- gerð. Ríkið greiðir meginhluta lyfjakostnaðar og getur hæglega efnt til útboða til að ná niður verðinu. Ráðuneytið getur þetta allt, ýmist sjálft eða með breyttri skipan lyfj averðlagsnefndar og annarra undir- deilda sinna. Ráðuneytið er smiðurinn, sem á að hengja. Jónas Kristjánsson „Þaö er hætta á að slíkur æsifréttastíll veki upp hræðslu og fordóma hjá almenningi í stað þess aö auka skilning og þekkingu hjá hinum almenna borgara." „Vændi á íslandi“ Er til vændi á íslandi? Eitthvað svipað þessu hljómuðu auglýsingar frá Stöð 2 helgina 7.-8. mars sl. Þetta er án efa efhi sem margir hafa velt íyrir sér og því má ætla að það hafi verið stór hópur einstaklinga sem settist fyrir framan tækin sín mánudagskvöldið 9. mars til að horfa á Eldlínuna í umsjá Jóns Óttars Ragnarssonar þar sem átti í. fyrsta skipti á íslandi að fjalla opin- berlega um vændi. Hvað er svo vændi, hvaða konur stunda vændi, hver er bakgrunnur þeirra, hverjir eru viðskiptavinir vændiskvenna og blómstrar þessi starfsemi á íslandi? Þetta eru þær spumingar sem trú- lega eru ofarlega í hugum manna og almenningur átti von á að fá ein- hver svör við. Litlar sem engar upplýsingar eru til um þessi mál á íslandi en hins vegar finnast nýlegar upplýsingar frá öðrum af Norður- löndunum. Hverjar eru vændiskonur? Samkvæmt upplýsingum erlendis frá getur hér verið um mjög mismun- andi hóp að ræða. Sem dæmi má taka norska rannsókn þar sem því er haldið fram að vændiskonur eigi það flestar sameiginlegt að vera úr lægstu stéttum þjóðfélagsins, hafa litla menntun og eiga flestar við vímuefnavandamál að stríða. Enn- fremur er þess getið að þær koma flestar frá heimilum sem eru í upp- lausn og margar hverjar hafa langa stofhanadvöl að baki. (Höigárd/ Finstad. Bakgater 1985). Rannsóknir á finnskum vændis- konum sýna hins vegar fram á að þær koma úr öllum stéttum, hafa ekki vandamálafylltan bakgrunn og eiga ekki við nein sérstök vímuefha- vandamál að stríða eða, eins og höfundur segir sjálfur, eru „bara venjulegar konur“. (Járvinen. M Nordisk Tidskrift for Kriminalviten- skap, 1987). Viðskiptavinlr vændiskvenna Það sem hins vegar er sammerkt þessum rannsóknum eru viðskipta- vinir vændiskvenna. Það munu í flestum tilfellum vera hinir venju- legu karlmenn, giftir, vel stæðir en í leit að spennu og tilbreytni í kyn- lífi. Karlmenn með afbrigðilegar kynþarfir eru einnig stór hópur við- skiptavina. f þættinum Eldlínan á Stöð 2 komu einnig fram upplýsingar um hina Kiállariiin Sveinbjörg J. Svavarsdóttir þjóðfélagsfræðingur Hansína B. Einarsdóttir afbrotafræðingur íslensku viðskiptavini vændis- kvenna. Þar var ekki annað að heyra en að þeir væru þeir sömu og heimsækja hinar norsku og finnsku vændiskonur, þ.e.a.s. giftir í leit að tilbreytni og spennu í annars leiðin- legt kynlíf. Eldlínan Áður en þátturinn var sendur út, mánudagskvöldið 9. mars, hafði farið fram gífurleg kynning á þættinum Eldlinunni þar sem tekið skyldi fyrir „vændi á fslandi". í þessu tilfelli var „vændi“ notað í auglýsingarskyni fyrir Stöð 2 (sbr. Morgunbl. 8. mars 1987). Það kom í ljós í nefhdum þætti að vændi hefur verið stundað hér um langa hríð. Það kom einnig í ljós að einkasala kvenna á sjálfúm sér var ekki ólöglegt athæfi í augum löggjafans. Það sem hins vegar er ólöglegt er skipulagt vændi þar sem fleiri en ein kona vinna saman. En það var ekki þetta sem vakti fyrir mönnum þegar farið var að ræða vændi. Spumingin var ekki hvemig vændiskonur hefðu það, af hveiju þær hefðu leiðst út í vændi og hvort ætti að gera eitthvað fyrir þær. Aðaláherslan var á viðskipta- vininn, ekki vændið sjálft, þ.e.a.s. hvemig honum reiddi af og á hvem hátt væri hægt að fyrirbyggja að hann smitaðist af eyðni. Þetta kom greinilega í ljós gegnum spumingar stjómanda og síðar i þættinum þegar karlmenn í sjón- varpssal veltu því fyrir sér hvemig ætti að fá vændiskonur til þess að nota smokk og þannig sýna þeim meiri nærgætni. Hefði ekki verið allt eins fróðlegt fyrir þessa karlmenn, sem þama vom að ræða málin, að skoða af hverju sumir karlmenn em tilbúnir til þess að notfæra sér eymd kvenna. Það kom greinilega í ljós hjá íslensk- um viðmælendum að þær stunduðu vændi vegna vímuefnaneyslu eða annarra erfiðleika. Segja má að í Eldlínunni mánu- dagskvöldið 9. mars hafi verið hlaupið á allt of mörgum málefhum og þannig ekki tekið alvarlega á neinu þeirra. Allt em þetta mjög vandmeðfarin mál sem krefjast grunnþekkingar áður en farið er að fjalla um þau opinberlega og hvað þá áður en þau em auglýst sérstak- lega. Það er hætta á að slíkur æsifréttastíll veki upp hræðslu og fordóma hjá almenningi í stað þess að auka skilning og þekkingu hjá hinum almenna borgara. Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, Hansína B. Einarsdóttir. „Aðaláherslan var á viðskiptavininn, ekki vændið sjálft, þ.e.a.s. hvernig hon- um reiddi af og á hvern hátt væri hægt að fyrirbyggja að hann smitaðist af eyðni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.