Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, ohaö dagblaö ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Atkvæðið sem vantaði var ekki boðað Aðeins vantaði eitt atkvæði gegn gamla bílnúmerakerfinu á fundi neðri deildar Alþingis klukkan 11 í gær- morgun til að allir íslenskir bílar fengju nýtt númer. „Eg fékk aldrei fundarboð. Ég vissi ekki af þessum fundi,“ sagði Guð- mundur Bjamason, þingmaður Framsóknarflokksins, en hann hugð- ist styðja nýja bílnúmerakerfið. Þrír aðrir þingmenn, sem ekki voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna í gær- morgun, eru ekki taldir andstæðingar nýja kerfisins. Þingmenn efri deildar eru ekki ýkja hrifnir af því að halda í gamla kerfið. Virðist líklegt að sameinað þing verði að skera úr um ágreininginn. -KMU - sjá bls. 5 Fannfergi í Eyjum: Björgunar- sveitir til aðstoðar Ómar Garöaisaan, DV, Vestrnannaeyium; Vestmannaeyingum brá í brún í morgun, þegar þeir risu úr rekkju, því mikill snjór hafði fallið í nótt. Tal- svert fjúk fylgdi snjókomunni, þar sem austan strekkingur var. Karl Jónsson, varðstjóri í lögregl- unni, sagði í samtali við fréttaritara DV í morgun að nær allar götur bæjar- ins væru ófærar. Þá var Hamarsskóli, sem er bamaskóli, lokaður. Hjálparsveit skáta og Björgunarfé- lag Vestmannaeyja, sem hafa yfir að ráða kraftmiklum bílum, vom í morg- un fengnar til að aðstoða fólk við að komast til vinnu sinnar. Þá vom snjómðningstæki að fara af stað um áttaleytið í morgun til að ryðja götur. ^26000 LOKI Af hverju málflutningur eftir kosningar? Slitnaði upp úr samningaviðræðum HIK og Kennarar hækkuðu kröfúr sínar í gær segja tilboð ríkisins of lágt fyrir 2ja ára samnlng í gærkveldi slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum kennara og ftdltrúa fjármálaráðuneytisins. Nýr samn- ingafundur heftir ekki verið boðaður og sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari að það yrði ekki gert í dag. Hann sagðist vera í sam- bandi við deiluaðila og myndi hann boða fúnd um leið og menn teldu það hafa einhverja þýðingu. Svo væri ekki á þessari stundu. „Ástíéðan fyrir því að upp úr slitn- aði var sú að þegar við komum til samningafúndar síðdegis í gær komu kennarar fram raeð nýjar og hærri kröfúr en við höfðum verið að ræða nóttina áður. Fyrst héldura við að um mistök væri að rseða en i Ijós kom að svo var ekki. Þar með var Ijóst að ekki var gmndvöllur til frek- ari viðræðna," sagði Indriði H. Þorláksson, skrifstofústjóri fjár- málaráðuneytisins, í samtali við DV í raorgun. „Sannleikurinn er sá að fjármála- ráðuneytið hefúr ekkert breytt fyrsta tilboði sínu. Við höfúm eiginlega bara verið á hringferð innan þess. Og þetta tilboð ríkisins er alltof lágt fyrir 2ja ára samning, en rikið setur það sem skilyrði að samið verði til 2ja ára. Ef íjármálaráðimeytið ætlar að standa fast á þeim samningstíma verður það að hækka tilboð sitt verulega frá því sem nú er,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður kenn- ara, í morgun. Indriði H. Þorláksson sagði að þegar svona sprenging yrði og upp úr slitnaði gæti verið erfitt að finna þráðinn að nýju. En fúlltrúar fjár- málaráðuneytisins væm tilbúnir að hefja samningaviðræður að nýju á þeim grundveUi sem menn hefðu verið að ræða á undanfama daga. Kristján Thorlacius aagði málið nú alfarið í höndum sáttasemjara og það væri hann sem myndi boða til næstafúndar. -S.dór Það var fönguleg fylking sem Ijósmyndari DV mætti í Lönguhlíðinni þegar hann var á ferð um bæinn. Þar var á ferðinni fjölskylda sem hafði fengið sér göngutúr til að anda að sér hreinu lofti. Að sjálfsögðu var tækifær- ið notað til að viðra heimilishundinn. Og eins og sjá má hjálpast allir að eins og vera ber í stórri fjölskyldu. Heimilisfaðirinn ekur tviburakerrunni og annar litli farþeginn teymir hundinn. Til hreinnar fyrirmyndar, ekki satt? DV-mynd GVA Menntamálaráðherra: „Geri ekkert ekki handtak 'l „Ég geri ekkert í þessu máli, ekki handtak, það er í annarra höndum," sagði Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra í morgun um strandið í launadeilu háskólamenntaðra kenn- ara og ríkisins. „Það kemur ekki til nokkurra mála að hugleiða lög, hvað þá meira,“ sagði ráðherrann. „Þetta er gamli siðurinn, sem ég þekki frá því að ég var í verkalýðs- baráttunni. Það vill ýmislegt festast í farinu á fyrstu dögum verkfalls. Menn eru upptekriir af áflogunum. Við verð- um að beita þolinmæði. Ætli verkfallið standi nema þessa viku, við verðum bara að sjá til.“ „Já, ég sagði unglingunum á dögun- um að þeir skyldu búa sig undir að taka sín próf í vor. Það stendur. En hvemig við förum að því er annað mál. Það er ekki komið að því úrlausn- arefrii. Skaðinn er skeður, verkfall er skollið á. Ég er hins vegar alveg viss um að menn sameinast um hagsmuni unglinganna þegar rimman er um garð gengin," sagði Sverrir Hermannsson. -HERB Veðrið á morgun: Kalt um allt land Norðanátt og kalt um allt land. Éljagangur um landið norðanvert en bjartviðri syðra. Frost á bilinu 4-12 stig. Hæstiréttur: Útvarpsmálin flutt í apríl Málflutningur fyrir Hæstarétti í svo- kölluðum „útvarpsmálum" verður haldinn 27. og 29. apríl. Fyrri daginn verður réttað í málum frjálsu útvarps- stöðvanna þriggja og seinni daginn í máli forráðamanna starfsmannafélaga Ríkisútvarpsins og sjónvarpsins á þeim tíma er BSRB-verkfallið var 1984. Sem kunnugt er af fréttum voru forr- áðamenn fijálsu útvarpsstöðvanna sakfelldir í héraði fyrir ólöglegan út- varpsrekstur og dæmdir til greiðslu fésekta en ríkisstarfsmennirnir voru sýknaðir af því að hafa efnt til ólög- legra aðgerða. Málin, sem flutt verða í Hæstarétti, eru gegn Fréttaútvarpinu, Frjálsa út- varpinu og útvarpi því er starfrækt var á ísafirði á þeim tíma sem BSRB verkfallið stóð yfir í október 1984. -FRI t f f f f i f f f f i i i i i i i i i i i i i i i i á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.