Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Qupperneq 1
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. 19 ^4 „ ... Umhelgina Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, sími 685090. Gömlu dansarnir föstudagskvöld. Nýju og gömlu dansarnir laugardagskvöld. Hljóm- sveitin Danssporið ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve leikur bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Glimrandi skemmtidagskrá í tónum, tali og tjútti föstudags- og laugardagskvöld. Evrópa v/Borgartún Hljómsveitin Dúndur leikur fyrir dansi fostudags- og laugardagskvöld Glæsibær við/Alfheima, Reykjavik, sími 685660 Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla daga vikunnar. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík, „Leitin að týndu kynslóðinni", lifandi tón- list-áranna fyrir 1975. Kvintett Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi í kvöld. Auk þess koma fram: Steini Dúmbó, María Baldurs og Þórir Baldurs. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir gömlu dönsunum á sunnu- dagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200 Dansleikir á íostudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tískusýning öll fimmtu- dagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221 Laddi og fjélagar, skemmtidagskrá á föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Dúett André Bach- mann og Guðmundar Þ. Guðmundssonar leikur á Mímisbar Lennon við/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Opið föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636 Dansleikur á föstudags- og laugardags- kvöld. Sigtún v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Casablanca við Skúlagötu Diskótek föstudagskvöld og laugardags- kvöld. Upp og niður, Laugavegi 116, Reykjavik, sími 10312 Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavik, sími 23333 Þórskabarett ásamt The Blue Diamonds föstudags- og laugardagskvöld. Ferðahá- tíð og bingó sunnudagskvöld. AKUREYRI H-100 Diskótek á öllum hæðum hússins föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Sjallinn, sími 22970 Lifandi tónlist og skemmtidagskrá föstu- dags- og laugardagskvöld. Hótel KEA Dansleikir laugardagskvöld. í leikritinu Eru tigrisdýr i Kongó? segir (rá rithöfundum er tekið hafa það verkefni að sér að skrifa leikrit um eyðni. Alþýðuleikhúsið í Kvosiimi: f ¥ Alþýðuleikhúsið frumsýndi í gær leikritið Eru tígrisdýr í Kongó? eft- ir Finnana Bengt Ahlfors og Johan Bargum. Leikritið fjallar um hinn voðalega vágest, eyðni. Segir þar frá tveimur rithöfundum er tekið hafa að sér það verkefni að skrifa leikrit um eyðni. í upphafi ætla þeir sér að skrifa gamanleikrit en komast fljótlega að raun um að fátt er það sem veldur hlátri í sam- bandi viðpennan sjúkdóm. Með því að setja sig í spor þeirra er smitast hafa af sjúkdómnum leiða þeir okkur fyrir sjónir ýmisleg hversdagsleg vandamál þeirra er smitast hafa en eru ekki vanalega til umræðu þegar rætt er um evðni. Þó að í leikritinu sé alvarlegur undirtónn er það létt og bráðfvndið á köflum. Með leikriti þessu brvdda Al- ¥ ¥ þýðuleikhúsið og veitingastaður- inn I Kvosinni upp á nýjung í íslensku leikhúslífi. sem sé hádeg- isleikhúsi. Leikarar eru Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds- son. Leikritið Eru tígrisdýr í Kongó? er sérstaklega hentugt til sýningar í hádeginu. Það tekur tæpar 45 mínútur í sýningu og ætti þvi að falla vel að matartíma þorra vinn- ar.di fólks. Innifalið í miðaverði er leiksýning. léttur hádegisverður og glas af léttu víni. Sýning er í hádeginu í dag og þær næstu á þriðjudag og miðvikudag. Miðapantanir eru allan sólar- hringinn í síma 15185 og klukku- tíma fyrir sýningu í Kvosinni. Hver kannast ekki við lögin „Ramona“ og „Hello Mary Lou“ sem Blue Dismond slóu i gegn með á sínum tíma. Bláir demantar í milljónum eintaka Það er óhætt að fullyrða að landsmenn hafi tekið Þórskaba- rettinum, sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir nú undanfar- ið, mjög vel. Uppselt hefur verið um nánast hverja einustu helgi frá því að kabarettinn fór af stað um miðjan janúar. Kabarettlandsliðið með þeim Hemma Gunn, Ragga Bjarna, Ómari Ragnarssyni, Hauki Heiðari og Þuríði Sigurðar og Santossextettinum ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur hafa, ásamt banda- ríska stórsöngvaranum Tommy Hunt, vakið verðskuldaða athygli. Tommy hefur nú kvatt landsmenn í bili og í hans stað er kominn hinn vinsæli söngdúett The Blue Dia- monds sem mæta til leiks ásamt kabarettliðinu í frískum og fjörug- um kabarett og skemmta þeir í Þórskabarett fram að páskum. Söngdúettinn The Blue Diamond ætti að vera óþarft að kynna. Hann hefur notið mikilla vinsælda og gefið út fjölda hljómplatna sem selst hafa í milljónum eintaka. Hver kannast ekki við lög eins og Ramona, Hello Mary Lou, All of me, Red sails in the sunset og fleiri og fleiri? Jassklúbbur irm Heiti potturinn Jasstónlist hefur átt fremur erfitt uppdráttar hér á landi í saman- burði við aðra tónlist. Jass er lifandi tónlist, tónlistarform þar sem staður og stund skiptir miklu máli. Jasstónlist nær ekki að þróast og vaxa nema til sé samastaður fyrir hana og hún sé leikin reglulega við réttar aðstæður. Þannig fá tónlist- armenn tækifæri til að leika fyrir hlustendur, öðlast reynslu og fá eðlilega samkeppni sín á milli. Hlustendur hafa líka möguleika á að þroska með sér víðari tónlistar- smekk og hæfni til að hlusta á lifandi tónlist. Jassklúbburinn Heiti potturinn hefur nú verið stofnaður i því augnamiði að skipuleggja reglulegt jasstónleikahald í Reykjavík. Fé- lagið hefur þegar gert samning við veitingahúsið Duus-hús um tón- leika hvert sunnudagskvöld. Gerð hefur verið dagskrá um tónleika í mars, apríl og maí. Fyrir stofnun félagsins &canda Egill B. Hreinsson, Davíð Guð- mundsson, Guðjón Bjarnason og Tómas R. Einarsson. Opnun verður sunnudaginn 22. mars með ávarpi Jóns Múla Árna- sonar. Það kvöld leika þrjár hljómsveitir. Fvrst skal telja Skát- ana en þeir eru Friðrik Karlsson gítarleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Þá leikur tríó Ev- þórs Gunnarssonar píanóleikara en auk hans eru í sveitinni Tómas R. Einarsson bassaleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari. Loks leikur Friðrik Theodórsson ásamt hljómsveit. Jón Múli Árnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.