Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. 21 Hver er útkoman þegar tveir bestu gamanleikarar vestanhafs leiða saman hesta sína? Stöð 2 laugardag kl. 21.45: vörnin - dæmd til að mistakast Eddie Murphy og Dudley Moore eru báðir á sinn hátt meðal bestu gamanleikara vestan hafs. Þeir hafa leikið í myndum sem slegið hafa öll aðsóknarmet og má þar nefna mynd Dudleys Moore, Art- hur, og mynd Eddie Murphy, Lögregluna í Beverly Hills. Aftur á móti í Best Defence - Bestu vörn- inni - leiða þeir saman hesta sína og mun sú mynd verða sýnd á Stöð 2 á sunnudagkvöld. Dudley Moore leikur mann sem hannar nýtt stjórntæki í skrið- dreka en Eddie Murphy leikur hermann sem þarf að stýra skrið- drekanum. Þessi samsetning er dæmd til að mistakast. í júli árið 1985 voru haldnir rokkhljómleikar á Wembley sem Dire Stra- its, sem er tvímælalaust ein besta rokksveit allra tima, hélt. Sjónvarpið laugardag kl. 1985: Dire Straits á Wembley I júlí árið 1985 voru haldnir hljómleikar á Wembley leikvang- inum með tvímælalaust einni bestu rokksveit allra tíma, Dire Straits, með Mark Knofler í broddi fylking- ar en aðrir meðlimir eru Alan Clark, Gaý Fletcher, Chris White, Jack Sonni og Terry Willihams. Þeir léku á tónleikunum bæði göm- ul og ný lög. Hljómleikar þessir voru mjög vel heppnaðir og yfirfullt var á Wem- bley af aðdáendum rokksveitarinn- RÚV, rás 1, sunnudagkl. 23.20: Tímiiin í lífi mannaog náttúru Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri, verður með dagksrá á sunnudagskvöld er nefnist Tíminn. Þar ræðir Jón um tímann i lífi manna og náttúru, hvernig flest miðast að einhverju leyti við tím- ann. Jón segir frá tímahugmyndum manna á ýmsum skeiðum og ber saman við hvernig nútímaðurinn skynjar tímann. I þessum fyrsta þætti af þremur segir frá því hvernig menn fóru að því að mæla tímann en í þeim efn- um varð mikil tæknileg framför þegar tókst að smíða svokallað sól- arúr. Jón vitnar til ýmissa öndveg- isrita í þáttunum, svo sem Snorra-Eddu, sálmaskáldið Hall- grím Pétursson, Brekkukotsannál Halldórs Laxness og fleiri. RÚV, rás 1, sunmidagkl. 21.30: „Truntu- sól" - eftír Sigurð Þór Guðjónsson Lestur nýrrar útvarpssögu hefst á sunnudag. Nefnist hún Truntusól og er eftir Sigurð Þór Guðjónsson. Karl Ágúst Úlfsson les. Sagan var gefin út 1973 og er sjálfslýsing sögumanns er dvaldist að mestu inni á geðdeild. Lýst er innri sýn aðalsögupersónu og órum. Einnig fléttast saman við frásögur að fólki innan sem utan deildarinnar. Auk þess er margt sagt um tónlist í sög- unni og í henni eru ýmsar hugleið- ingar og vangaveltur sögumanns um lífið og tilveruna, kryddaðar ádeilu á þeim árum er stúdenta- og hippahreyfingin lét mikið til -sín taka og gangrýni á líferni og sam- félag Vesturlandabúa var í há- marki. Sjónvarpið sunnudagkl. 21.35: Colette Franskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum hefur göngu sína í sjónvarpinu á sunnudag. Hann segir frá viðburðaríkri ævi skáldkonunn- ar Colette. Colette fæddist árið 1873 í sveit í Frakklandi en fluttist ung að árum til Parísar, þá nýgift sér miklu eldri manni. Þar hóf hún ritstörf en fyrstu verk hennar voru gefin út undir nöfnum þeirra hjóna beggja. Brátt skildu leiðir þeirra og Colette hóf sjálfstæðan feril. Hún hélt áfram að skrifa af krafti, auk þess sem hún starfaði um skeið sem dansmær í revíuleikhúsi og var tónlistargagn- rýnandi og snyrtivöruframleiðandi. Eftir hana liggur fjöldi skáldverka. sjálfsævisögulegra frásagna og greina. Hún lést 81 eins árs gömul árið 1954. I hlutverki Colette er Clémentine Amouroux en aðrir leikarar eru Macha Méril og Jean-Pierre Bisson. Gamanmyndin Harvey er byggð á leikriti eftir Mary Chase sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir þrjátíu árum. Sjónvarp kl. 21.45: Harvey - ofsjónir Elwoods I bæ einum býr ekkja ásamt dótt- ur sinni, Elwood bróður sínum og boðflennu sem enginn sér nema Elwood. Þessi boðflenna er mann- hæðarhá kanína sem hann kallar Harvey. Ofsjónir Elwoods eru svo þrálátar að systir hans gerir ráð- stafanir til þess að senda hann á geðveikrahæli. En margt fer óðru- vísi en ætlað er. Myndin er byggð á leikriti eftir Mary Chase sem var sýnt í Þjóð- leikhúsinu fyrir þrjátíu árum. Þá lék Lárus Pálsson aðalhlutverkið. En i aðalhlutverkum bandarísku gamanmyndarinnar. sem gerð var' árið 1950, eru James Stewart. Josephine Hull og Victorie Horne. I sjónvarpsmyndinni Námakonan er mikill boðskapur er byggist á jafn- rétti kynja. Stöð 2 sunnudag kl. 20.50: Námakonan í Kentucky Colette var frönsk skáldkona sem átti viðburðarika ævi. Að baki Námakonunnar er Walter Doninger framleiðandi, höfundur og leikstjóri sem ákvað að sýna hina hliðina á lífinu um unga konu sem brýtur sér leið gegnum þykkan frumskóg fordóma og fer að vinna j afnfætis karlmönn- um í námu. Við þá reynslu verður hún margs vísari um sjálfa sig og það fólk sem í kringum hana er. Leikstjórinn Doninger ferðaðist yfir 2000 mílur námanna á milli til þess að kynna sér aðstæður kvenna á slíkum vinnustöðum. Sagan að baki er einnig ástarsaga. Leikstjór- inn mun hafa sagt að sönn ást byggðist á jafnrétti frekar en að annar aðilinn hefði vald yfir hin- um. I aðalhlutverkum eru Cheryl Ladd og Luke Telford.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.