Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 4
22 FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudaginn 22. mars 1987. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðs- þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Föstumessa í Áskirkju miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall: Barnaguðs- þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daní- el Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Elín Anna Antonsdóttir og Guðr- ún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Æskulýðsstarf þriðju- dagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagssíðdegi. Helgistund á föstu miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Ólafvtr Skúlason. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardagur: Barna- samkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudagur: Messa kl. 11. Dómorg- anistinn leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Ferm- ingarbörn flytja bænir og ritningar- 'texta. Sr. Þórir Stephensen. Þriðjudagur: Helgistund á föstu kl. 20.30. Sr. Hjalti Guðmundsson. Landakotsspítali: Messa kl. 13. Org- anisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþónusta kl. 10. Sr. Anders Jósepsson. Föstuguðs- þjónusta miðvikudag kl. 18.10. Jóna Þorvarðardóttir guðfræðinemi. Fella- og Hólakirkja: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14. Sunnudagur: Barnasamkoma - Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Ferming og alt- arisganga kl. 14. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík: Föstudaginn 20. mars kl. 16.00 leggja fermingar- börn af stað til samveru í Skálholti. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Skírn. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega vel- komin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Almenn guðsþjónusta. kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson í Hveragerði prédikar. Söngfélag Þor- lákshafnar syngur undir stjórn Ara Agnarssonar organista. Safnaðar- prestur þjónar fyrir altari. Fimmtu- dag 26. mars er föstumessa kl. 20.30. Sungið úr Passíusálmum sr. Hall- gríms Péturssonar. Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona syngur stólvers. Bænastundir eru í kirkjunni þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 18. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma: Börnin fara í heimsókn í Hafnar- fjarðarkirkju. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 10.15. Messa með altarisgöngu kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudagur: Messa í Furugerði 1,-kl. 18. Sr. Hall- dór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þiðjudagur: Fyrir- bænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur: Föstumessa kl. 20.30. Fimmtudagur: Opið hús fyrir'aldraða kl. 14.30. Laugardagur: 28. mars: Samvera fermingarbarna kl. 10. Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma alla virka daga kl. 18. nema laugardaga. Kirkjan opin kl. 10-18 alla daga nema mánudaga. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja: Messa kl. 10. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Organleik- ari Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Föstuguðsþjónusta mið- vikudagskvöld kl. 20.30. Kársnesprestakall: Fjölskylduguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. árdegis. Fimmtudag 20. mars verður Tónleikar í Gamla bíói Hrönn Hafliðadóttir Contraalt- söngkona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari halda tónleika í Gamla bíói á morgun, laugardag, kL 16.00. Á efhisskránni verða ljóð eftir J. Brahms, F. Schubert, Glúck, Pinochielli og Tchaikovsky. Hrönn lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Vínar- borg. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum bæði í íslensku öperunni og í Þjóðleikhúsinu og vakti athygli fyrir túlkun sína á Ulriku í Grímudansleiknum eftir Verdi og Azzucenu í II Trovatore sem flutt var í Islensku óperunni síðastliðinn vetur. Þóra Fríða lauk píanókennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún í Þýskalandi, við tón- listarháskólana í Freiburg og Stuttgart, þar sem hún valdi ljóða- flutning sem sérgrein. Þóra Fríða starfar sem pianóleikari og kennari í Reykjavík. Hrönn Hafliðadóttir contraaltsöngkona vakti athygli fyrir túlkun sína á Ulriku í Grímudansleiknum eftir Verdi. Sýning Hrings Jóhannessonar I dag opnar Hringur Jóhannes- son listmálari sýningu í Akoges- húsinu í Vestmannaeyjum á vegum Gallerí Borgar. Hringur mun sýna um 40 verk í Eyjum: olíumálverk, svartkrítar- myndir, litkrítarmyndir og pastel- myndir. Hringur hefur nýlokið sýningu í Gallerí Borg á rúmlega 40 myndum og seldi tvo þriðju þeirra. Var þetta 22. einkasýning hans. Sýning Hrings verður opnuð kl. 17 í dag og verður opin til kl. 10 í kvöld. Á laugardag og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 14 eftir hádegi til kl. 10 á kvöldin og lýkur á sunnudagskvöld. Vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni sýningar Sigurðar Sigurðsson Ingólfsson listfræðingur ritar grein um Sigurð er nefnist „Landslag í Ijósi". Listasafh íslands: Sýningáver Sigurðar Signrð Á morgun, laugardag, kl. 15 opnar menntamálaráðherra, alisminn var að ryi Sverrir Hermannsson, yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Sigurðssonar listmálara í Listasafni Islands. Sýningin spannar allan listferil hans, allt frá skólaárum og þar til á þessu ári. Á sýningunni eru alls 98 verk, olíumyndir og pastelmyndir. Sigurður Sigurðsson fæddist árið 1916 á ísafirði en flutt- ist síðar ásamt foreldrum sínum til Sauðárkróks. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937. Síðan hélt hann utan til Kaupmannahafhar og innritaðist í Lista- akademíuna þar sem hann var við nám á stríðsárunum 1939-45. Er heim kom hóf Sigurður kennslu í Handíða- og myndlistarskólanúm. Gegndi hann því starfi allt til ársins 1980 er hann lét af því fyrir aldurs sakir. Sigurður var í forystu fyrir myndlistarmenn um langt skeið og var m.a. formaður FÍM allt frá 1958 til 1968. Sigurður kom fram á sjónarsviðið á þeim tíma þegar form- helstu vinir hans þa Sigurður alla tíð fyrs breytilegu birtu þe: afgerandi áhrif á m málaði Sigurður ein hann verið fremstui mynda. I tilefni sýningarin arskrá með fjölda mj listfræðingur grein i og birt er brot úr v manninn úr bókinn 1965. Einnig hefur \ Sýningin stendur kl. 13.30-16 en 13.3C 3. samvera á föstu í safnaðarheimil- inu Borgum kl. 20.30. Fjallað verður um Passíusálmana. Leiðbeinandi sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Allir vel- komnir. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Ræða Ragnheiður Finnsdóttir kennari. Lesarar Kristjana Kristjánsdóttir og Laufey Bjarnadóttir. Altarisþjón- usta sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kl. 15.00 hefst fjáröflunarkaffi kvenfélagsins til styrktar kirkjunni. Hvetjum fólk til að fjölmenna. Sóknarnefnd. Laugarneskirkja: Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Ólafur Jó- hannsson messar. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Orgelleik- ur frá kl. 17.50. Píslarsagan - Passíu- sálmar - og fyrirbænir. Sóknarprest- ur. Neskirkja: Laugardagur: Samveru- stund aldraðra kl. 15. Skoðunarferð í Raunvísindastofhun Háskólans. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkju- bílinn. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldr- aðra kl. 13-17. Miðvikudagur: Fóstuguðsþjónusta verður í Hall- grímskirkju kl. 20.30. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn: Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðs- þjónusta í Seljaskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Þriðjudagur: Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela, Tindaseli 3, kl. 20.00. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Skólakór Mýrar- húsaskóla syngur. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Sighvatur Jónasson. Opið hús fyrir unglinga mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Fóstuguðsþjónusta fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Þorlákur K. Helgason, prédikar. Stokkseyrarkirkja: Barnamessa kl. 11. Sóknarprestur. Keflarvikurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Farið verður í heimsókn til Grindavíkur. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Aðalsafhaðar- fundur í kirkjulundi eftir messu. Til3<yiiningar Opið hús hjá MÍR Opið hús verður í félagsheimili MlR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórn- arríkjanna, Vatnsstíg 10, nk. laugardag, 21. mars, 'kl. 15-18. Sérstakur gestur fé- lagsins þennan dag verður Miroslava Bézrúkova, listfræðingur frá Moskvu, en hún er komin til Islands til að afla efnis í rit um íslenska myndlist. Bezrúkova ræð- ir á laugardaginn í bíósal MfR um nýjar hræringar í sovésku listalifi og sýnir lit- skyggnur. Fyrirlestur hennar verður túlkaður á íslensku. í opnu húsi MlR verð- ur einnig fjallað um fyrirhugaðar hóp- ferðir félagsins til Sovétríkjanna á þessu ári. Kaffiveitingar verða á boðstólum. All- ir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kvikmyndasýningin á sunnudaginn, 22. mars, fellur niður en næsta kvikmynd verður sýnd 29. mars kl. 16. Háskólafyrirlestur. Dr. phil. Bent Sondergaard, prófessor í dönsku við Pádagogische Hochschule í Flensburg í Vestur-Þýskalandi, flytur op- inberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands laugardaginn 21. mars 1987 kl. 14 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlest- urinn nefnist „Sprogforskydningen í det dansk-tyske grænseland í et diakront og synkront perspektiv" og verður fluttur á dönsku. Prófessor Sondergaard er sérfræð- ingur í dönsku sem minnihlutamáli og mun hann í fyrirlestrinum veita yfírlit yfír hina flóknu og áhugaverðu málþróun norðan og sunnan landamæra Danmerkur og Þýskalands en þar hafa menn fimm mismunandi tungumál að móðurmáli: dönsku, þýsku, suðurjóska mállýsku, lág- þýska mállýsku og frísnesku. Fyrirlestur- inn er öllum opinn. Klúbburinn Þú og ég verður með bingó suhnudaginn 22. mars kl. 14 að Mjölnisholti 14 fyrir félagsmenn og gesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.