Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Síða 5
22 Messur FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. 27 Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudaginn 22. mars 1987. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðs- þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Föstumessa í Áskirkju miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall: Barnaguðs- þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daní- el Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Elín Anna Antonsdóttir og Guðr- ún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Æskulýðsstarf þriðju- dagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagssíðdegi. Helgistund á föstu miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardagur: Barna- samkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudagur: Messa kl. 11. Dómorg- anistinn leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Ferm- ingarbörn flytja bænir og ritningar- 'texta. Sr. Þórir Stephensen. Þriðjudagur: Helgistund á föstu kl. 20.30. Sr. Hjalti Guðmundsson. Landakotsspítali: Messa kl. 13. Org- anisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþónusta ld. 10. Sr. Anders Jósepsson. Föstuguðs- þjónusta miðvikudag kl. 18.10. Jóna Þorvarðardóttir guðfræðinemi. Fella- og Hólakirkja: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14. Sunnudagur: Barnasamkoma Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Ferming og alt- arisganga kl. 14. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík: Föstudaginn 20. mars kl. 16.00 leggja fermingar- börn af stað til samveru í Skálholti. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Skírn. Guðspja’.lið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega vel- komin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson í Hveragerði prédikar. Söngfélag Þor- lákshafnar syngur undir stjórn Ara Agnarssonar organista. Safnaðar- prestur þjónar fyrir altari. Fimmtu- dag 26. mars er föstumessa kl. 20.30. Sungið úr Passíusálmum sr. Hall- gríms Péturssonar. Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona syngur stólvers. Bænastundir eru í kirkjunni þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 18. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma: Börnin fara í heimsókn í Hafnar- fjarðarkirkju. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 10.15. Messa með altarisgöngu kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudagur: Messa í Furugerði 1, kl. 18. Sr. Hall- dór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þiðjudagur: Fyrir- bænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur: Föstumessa kl. 20.30. Fimmtudagur: Opið hús fyrir'aldraða kl. 14.30. Laugardagur: 28. mars: Samvera fermingarbarna kl. 10. Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma alla virka daga kl. 18. nema laugardaga. Kirkjan opin kl. 10-18 alla daga nema mánudaga. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja: Messa kl. 10. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Organleik- ari Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Föstuguðsþjónusta mið- vikudagskvöld kl. 20.30. Kársnesprestakall: Fjölskylduguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. árdegis. Fimmtudag 20. mars verður Vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni sýningar Sigurðar Sigurðssonar þar sem meðal annarra Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar grein um Sigurð er nefnist „Landslag í ljósi“. Listasafn Islands: Sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar Á morgun, laugardag, kl. 15 opnar menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Sigurðssonar listmálara í Listasafni íslands. Sýningin spannar allan listferil hans, allt frá skólaárum og þar til á þessu ári. Á sýningunni eru alls 98 verk, olíumyndir og pastelmyndir. Sigurður Sigurðsson fæddist árið 1916 á ísafirði en flutt- ist síðar ásamt foreldrum sínum til Sauðárkróks. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937. Síðan hélt hann utan til Kaupmannahafnar og innritaðist í Lista- akademíuna þar sem hann var við nám á stríðsárunum 1939-45. Er heim kom hóf Sigurður kennslu í Handíða- og myndlistarskólanum. Gegndi hann því starfi allt til ársins 1980 er hann lét af því fyrir aldurs sakir. Sigurður var í forystu fyrir myndlistarmenn um langt skeið og var m.a. formaður FÍM allt frá 1958 til 1968. Sigurður kom fram á sjónarsviðið á þeim tíma þegar form- alisminn var að ryðja sér til rúms hér á landi og voru helstu vinir hans þar fremstir í fiokki. Þrátt fyrir það hefur Sigurður alla tíð fyrst og fremst málað landið og hina marg- breytilegu birtu þess. Þar hafði dvöl hans í Danmörku afgerandi áhrif á mótun verka hans. í upphafi ferils síns málaði Sigurður einnig uppstillingar og hin síðari ár hefur hann verið fremstur íslenskra listamanna í gerð portrett- mynda. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýning- arskrá með fjölda mynda. I hana ritar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur grein um Sigurð sem nefnist „Landslag í ljósi" og birt er brot úr viðtali Hannesar Péturssonar við lista- manninn úr bókinni Steinar og sterkir litir sem út kom 1965. Einnig hefur verið gefið út plakat í lit. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin virka daga frá kl. 13.30-16 en 13.30-19 um helgar. Sýning Hrings Jóhannessonar I dag opnar Hringur Jóhannes- son listmálari sýningu í Ákoges- húsinu í Vestmannaeyjum á vegum Gallerí Borgar. Hringur mun sýna um 40 verk í Eyjum: olíumálverk, svartkrítar- myndir, litkrítarmyndir og pastel- myndir. Hringur hefur nýlokið sýningu í Gallerí Borg á rúmlega 40 myndum og seldi tvo þriðju þeirra. Var þetta 22. einkasýning hans. Sýning Hrings verður opnuð kl. 17 í dag og verður opin til kl. 10 í kvöld. Á laugardag og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 14 eftir hádegi til kl. 10 á kvöldin og lýkur á sunnudagskvöld. Gallerí Steinþór og Sigrún sýna Steinþór Marinó Gunnarsson og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen opna myndlistarsýningu í Listasafni ASI, Grensásvegi 16, laugardaginn 21. mars kl. 14. Steinþór sýnir vatnslitamyndir, einþrvkk og past- elmyndir en Sigrún myndvefnað. Steinþór sýndi fyrst á samsýn- ingu Félags íslenskra frístunda- málara 1947. Seinna átti hann m.a. verk á samsýningu FIM en hefur síðan haldið fjölda einkasýninga hér á landi og í Noregi. Steinþór hefur og hlotið listamannalaun. Verk eftir hann eru í eigu ýmissa listasafna, stofnana og einkaaðila. Sigrún lærði myndvefnað í Nor- egi þar sem hún hefur verið búsett sl. 20 ár. Hún er meðlimur í Textíl- félaginu og Félagi norskra textíl- listamanna. Sigrún tók fyrst þátt í samsýningu í Larvik í Noregi 1979 en síðan hefur hún haldið á annan tug einkasýninga. hér á landi og í Noregi. en auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Verk eftir Sigrúnu eru í eigu fjöl- margra opinberra stofnana í Noregi. 1986 vann hún m.a. rnvnd- vefnað fyrir 4 hæðir í Vestfold Sentralsykehus í Tonsberg. Þetta er þriðja samsýning feðgin- anna hér á landi og stendur hún til 5. apríl. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 en laugardaga og sunnudaga kl. 14-22. Gangskör: Kristjana Samper sýnir Listamaðurinn Kristjana Samper opnar á morgun. laugardag. kl. 15.00 sýningu á teikningum og skúlptúrum í Gallerí Gangskör að Amtmannsstíg 1 í Revkjavík. Á sýningunni eru 19 verk sem öll nefnast stuttum og laggóðum nöfn- um. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýn- ingar. Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og um helgar frá klukkan 14 til 18. Tónleikar í Gamla bíói Þjóðleikhúsið Miðnætursýning á Hallæristenór Miðnætursýning verður í fyrsta skipti á þessu leikári í Þjóðleik- húsinu á laugardagskvöld. Þá verður gamanleikurinn Hallæ- ristenór eftir Ken Ludwig í þýðingu Flosa Ólafssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins bæði klukkan 20.00 og 23.30. Miðnætursýningar Þjóðleik- hússins hafa notið mikillar hylli á undanförnum árum. Leikhúsgestir virðast bregða sér á miðnætursýn- ingu með styttri fyrirvara og minni hátíðleik en þegar um kvöldsýn- ingu er að ræða og dúndurstemmn- ing myndast á gamanleikjum Þjóðleikhússins á miðnætti. Bandaríski gamanleikurinn Hallæristenór er eitt allsherjar óperugrín. Minni háttar ópera á von á ítölskum hetjutenór til að svngja aðalhlutverkið í óperunni Óthelló eftir Verdi. Þegar hetjan loksins birtist er hann vægast sagt ekki í toppformi en allt bjargast þó að lokum eftir margar óvæntar uppákomur. I hlutverkum eru Örn Árnason, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunnlaugsdóttir, Erlingur Gíslason, Helga Jónsdóttir, Árni Tryggvason, Lilja Þórisdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir. Æfingastjóri tónlistar var Agnes Löve, hönnuður leikmyndar og búninga Karl Aspelund og ljósa- hönnuður Sveinn Benediktsson. Aðalsteinn Bergdal og Helga Jónsdóttir í hlutverkum Tito Merelli tenórs og eiginkonu hans, Mariu. Hrönn Hafliðadóttir contraalt- söngkona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari halda tónleika í Gamla bíói á morgun, laugardag, kl. 16.00. Á efnisskránni verða ljóð eftir J. Brahms, F. Schubert, Glúck, Pinochielli og Tchaikovsky. Hrönn lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Vínar- borg. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum bæði í Islensku óperunni og í Þjóðleikhúsinu og vakti athygli fyrir túlkun sína á Ulriku í Grímudansleiknum eftir Verdi og Azzucenu í II Trovatore sem flutt var í Islensku óperunni síðastliðinn vetur. Þóra Fríða lauk píanókennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún í Þýskalandi, við tón- listarháskólana í Freiburg og Stuttgart, þar sem hún valdi ljóða- flutning sem sérgrein. Þóra Fríða starfar sem píanóleikari og kennari í Reykjavík. Hrönn Hafliðadóttir contraaltsöngkona vakti athygli fyrir túlkun sína á Ulriku í Grímudansleiknum eftir Verdi. 3. samvera á föstu í safnaðarheimil- inu Borgum kl. 20.30. Fjallað verður um Passíusálmana. Leiðbeinandi sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Allir vel- komnir. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Ræða Ragnheiður Finnsdóttir kennari. Lesarar Kristjana Kristjánsdóttir og Laufey Bjarnadóttir. Altarisþjón- usta sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kl. 15.00 hefst fjáröflunarkaffi kvenfélagsins til styrktar kirkjunni. Hvetjum fólk til að fjölmenna. Sóknarnefnd. Laugarneskirkja: Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Ólafur Jó- hannsson messar. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Orgelleik- ur frá kl. 17.50. Píslarsagan - Passíu- sálmar - og fyrirbænir. Sóknarprest- ur. Neskirkja: Laugardagur: Samveru- stund aldraðra kl. 15. Skoðunarferð í Raunvísindastofnun Háskólans. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkju- bílinn. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldr- aðra kl. 13-17. Miðvikudagur: Föstuguðsþjónusta verður í Hall- grímskirkju kl. 20.30. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn: Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðs- þjónusta í Seljaskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Þriðjudagur: Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela, Tindaseli 3, kl. 20.00. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Skólakór Mýrar- húsaskóla syngur. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Sighvatur Jónasson. Opið hús fyrir unglinga mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Föstuguðsþjónusta fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Þorlákur K. Helgason, prédikar. Stokkseyrarkirkja: Barnamessa kl. 11. Sóknarprestur. Keflarvíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Farið verður í heimsókn til Grindavíkur. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Aðalsafnaðar- fundur í kirkjulundi eftir messu. Tilkyimingar Opið hús hjá MÍR Opið hús verður í félagsheimili MÍR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórn- arríkjanna, Vatnsstíg 10, nk. laugardag, 21. mars, kl. 15-18. Sérstakur gestur fé- lagsins þennan dag verður Miroslava Bézrúkova, listfræðingur frá Moskvu, en hún er komin til íslands til að afla efnis í rit um íslenska myndlist. Bezrúkova ræð- ir á laugardaginn í bíósal MÍR um nýjar hræringar í sovésku listalífi og sýnir íit- skyggnur. Fyrirlestur hennar verður túlkaður á íslensku. I opnu húsi MÍR verð- ur einnig fjallað um fyrirhugaðar hóp- ferðir félagsins til Sovétríkjanna á þessu ári. Kaffiveitingar verða á boðstólum. AIl- ir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kvikmyndasýningin á sunnudaginn, 22. mars, fellur niður en næsta kvikmynd verður sýnd 29. mars kl. 16. Háskólafyrirlestur. Dr. phil. Bent Sondergaard, prófessor í dönsku við Pádagogische Hochschule í Flensburg í Vestur-Þýskalandi, flytur op- inberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 21. mars 1987 kl. 14 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlest- urinn nefnist „Sprogforskydningen í det dansk-tyske grænseland í et diakront og synkront perspektiv" og verður fiuttur á dönsku. Prófessor Sondergaard er sérfræð- ingur í dönsku sem minnihlutamáli og mun hann í fyrirlestrinum veita yfirlit yfir hina fióknu og áhugaverðu málþróun norðan og sunnan landamæra Danmerkur og Þýskalands en þar hafa menn fimm mismunandi tungumál að móðurmáli: dönsku, þýsku, suðurjóska mállýsku, lág- þýska mállýsku og frísnesku. Fyrirlestur- inn er öllum opinn. Klúbburinn Þú og ég verður með bingó súhnudaginn 22. mars kl. 14 að Mjölnisholti 14 fyrir félagsmenn og gesti. Kvennalistinn í Reykjaneskjördæmi hefur opið hús á laugardaginn kl. 15 í nýja kosningahúsnæðinu að Reykjavíkur- vegi 68, Hafnarfirði. Veislukaffi og flóa- markaður. Allir velkomnir. Fyrirlestur á vegum Mímis Nk. laugardag, 21. mars, heldur Árni Sig- urjónsson bókmenntafræðingur fyrirlest- ur á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum. Fyrirlesturinn nefnist „Líkön í bókmenntafræði“ og hefst kl. 14 í stofu 101, Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Öllum er heimill aðgangur svo lengi sem húsrúm leyfir. Vetrarfagnaður Ferðafélags- ins Ferðafélagið heldur vetrarfagnað í kvöld, 20. mars, í Risinu, Hverfisgötu 105. Fagn- aðurinn hefst með fordrykk kl. 19.30 en borðhald kl. 20. Til skemmtunar verður „glens og grín“, sem félagsmenn sjá um. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Veislustjóri verður Árni Björnsson þjóðháttafræðing- ur. Aðgöngumiðar kosta kr. 1500 og eru um leið happdrættismiðar. Miðar seldir við innganginn og á skrifstofu F.I., Öldu- götu 3. Vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins Laugardaginn 21. mars nk. heldur Lúðra- sveit verkalýðsins sína árlegu vortónleika. Verða þeir að þessu sinni haldnir í Lang- holtskirkju og hefjast kl. 17. Efnisskrá er að vanda fjölbreytt. Einleikari með lúðra- sveitinni verður Emil Friðfinnsson en hann er um þessar mundir að ljúka ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Á efnisskrá verða „Finlandia** eftir Sibelius og „Consert Rondo“ eftir Mozart. Auk þessara verka verða svo ýmis þekkt og minna þekkt lúðrasveitar- verk. Stórsveit LV mun á tónleikum þessum flytja nokkrar þekktar sveiflu- melódíur. Stjórnandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er, eins og undanfarin ár, Ellert Karlsson. Formaður erTorfi Karl Antons- son. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fjáröflunarkaffi og merkjasala Kvenfélags Langholtskirkju Fjáröflunarkafíi og merkjasala til ágóða fyrir Langholtskirkju í Reykjavík verður sunnudaginn 22. mars í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messu kl. 15. Bjóðum fjöl- skyldunni í kirkju og styrkjum starf hennar. Húnvetningafélagið i Reykja- vík félagsvist laugardaginn 21. mars kl. 14 í félagsheimilinu. Skeifunni 17. 3 daga keppni að hefjast. Allir velkomnir. Sýning á Neskaupstað Alda Sveinsdóttir heldur sýningu á 25 ol- íukrítar- og Akvarellmvndum sem hafa verið unnar á sl. ári. Sýningin stendur til 29. mars og eru allir Austfirðingar og Norðfirðingar velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Leikjadagur og kaffisala i Fossvogskóla Stjórn foreldra- og kennarafélags Foss- vogsskóla heldur hinn árlega leikjadag og kaffisölu sunnudaginn 22. mars milli kl. 13.30 og 16.30. Ljómamótið í badminton 1987 I samvinnu við Smjörlíki Sól h/f heldur Badmintonfélag Akraness hið árlega Ljómamót í badminton laugardaginn 21. mars 1987. Mótið hefst kl. 11 og verður spilað þar til úrslit fást sama dag. Keppt verður í öllum greinum karla og kvenna í meistaraflokki og er því búist við öllum bestu badmintonspilurum landsins til þátttöku. Mótið er svokallað stvrkleika- mót og gefur ekkert annað mót fleiri styrkleikastig nema Islandsmeistaramót. íslenska óperan Ópera Verdis. AIDA. verður sýnd hjá ís- lensku óperunni í kvöld og á sunnudags- kvöld kl. 20. Þjóðleikhúsið Uppreisn á ísafirði I kvöld kl. 20 er 31. sýning á Uppreisn á Isafirði eftir Ragnar Arnalds í leikstjóm Riyniu Benediktsdóttur en nú fer sýning- um að fækka vegna nýrra verkefna. Hallæristenór. Miðnætursvning verður í fvrsta skipti á þessu leikári í Þjóðleik- húsinu á laugardagskvöld. Þá er hinn vinsæli gamanleikur Hallæristenór eftir Ken Ludwig, í þvðingu Flosa Ólafssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar. sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins bæði kl. 20 og 23.30. Rympa á ruslahaugnum. Bamaleikrit Herdísar Egilsdóttur verður sýnt á laugar- dag og sunnudag kl. 15. Aurasálin. Nú eru aðeins fjórar sýningar eftir á þeim sígilda gamanleik Aurasálinni eftir Moliére. Sýning á stóra sviðinu á sunnudagskvöld kl. 20. Í smásjá. Sýning á litla sviðinu laugar- dagskvöld kl. 20.30. Ferðalög Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 21. mars. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Við göngum undir hækkandi sól. Markmið göngunnar: Sam- _ vera, súrefni, hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allir velkomnir. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 22. mars. 1. Kl. 10.30: Leggjabrjótur - skiðaganga. Ekið til Þingvalla og gengið þaðan um Leggjabrjót í Brynjudal. Leggjabrjótur er gömul þjóðleið frá Þingvöllum til Hval- fjarðar. Þetta er þægileg gönguleið og nú er nægur snjór. Verð kr. 600. 2. Kl. 13: Hvalfjarðareyri. Hvalfjarðarevri gengur fram í Hvalfjörð að sunnanverðu. Þar er að finna sérkennilega steina, eink- um baggalúta. Verð kr. 500. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivistarferðir Sunnudagur 22. mars. Kl. 10.30: Brennisteinsfjöll, skiöaganga. Skemmtileg skíðagönguferð úr Bláfjöllum yfír í Brennisteinsfjöll og Grindaskörð. Verð kr. 600. Kl. 13: Þjóðleið marsmánaðar: Gengið um gömlu leiðina frá Kaldárseli hjá Mús- arhelli um Hellur í Grindaskörð (hluti Selvogsleiðar). Fjölbreytt gönguleið við allra hæfi. Verð 500 kr.. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ. bensínsölu. Árshátíð Útivistar verður í Fóstbræðra- heimilinu laugardaginn 4. apríl. Miðar og pantanir á skrifst.. Grófinni 1. símar 14606 og 23732. Páskaferðir 16.-20. apríl: 1. Þórsmörk. 3 og 5 dagar. 2. Snæfellsnes. 5 dagar. 3. Ör- æfi Kálfafellsdalur. 5 dagar. 4. Skíða- gönguferð í Esjufjöll. Ferðaáætlun ** Útivistar 1987 er komin út. Sjáumst. Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 Skólasýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð. Sýningin er opin almenningi á opnunartíma safnsins. sunnudaga. þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang- ur er ókeypis. Ásmundarsafn v/Sigtún Opnunartími safhsins er á þriðjudögum. fimmtudögum. laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Ásmundarsalur v/Fre\jugötu Á morgun opnar Kristján Guðmundsson myndlistarmaður sýningu á teikningum og skúlptúr sem hann hefur unnið að á síðasta ári og fram á þennan dag. Kristján hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Sýningin verður opin daglega kl. 14-18.30 og stendur til 29. mars. Gallerí Borg v/Austurvöll í gær opnaði Daði Guðbjömsson sýningu á um 35 verkum: olíumálverkum. vatns- litamyndum. pastelmyndum og grafík. unnum á sl. tveimur árum. Þetta er sjö- unda einkasýning Daöa en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. bæði hérlendis og erlendis. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10 18. nema mánudaga kl. 12-18. Um helgar. er opið frá kl. 14 18. Sýningin stendur til 31. mars. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A Þar stendur yfir sýning á nokkrum skúlpt- úrverkum eftir Sverri Ólafsson mynd- höggvara. Nafn svningarinnar. „Andlit" höfðar til viðfangsefnisins. sem er andlits- grímur. unnar í hina ýmsu málma. svo sem á málað stál. brons og pottjárn. Verkin eru öll unnin á þessu ári og hinu siðasta og eru þau öll til sölu. Þetta er fjórðn. einkasýning Sverris. auk þess hgfur hann tekið þátt í földa samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18 virka daga en kl. 14-18 um helg- ar og stendur hún til 22. mars. Jafnframt sýningu Sverris eru verk hinna aðstend- enda Gallerísins til sýnis í baksal sýning- arhúsnæðisins. Gallerí Langbrók, Textíl, Bókhlöðustig 2 Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður tauþrykk. myndverk. fatnaður og ýmist konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Svart á hvitu v/Óöinstorg Á morgun opnar sýning á olíumálverkum Grétars Reynissonar. Grétar stundaði nánr við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1974-78 og við De Stichting de vrije Aca- demie von Beeldende Kunsten í Haag Hollandi 1978-79. Hann hefur tekið þátt íjölda samsýninga og er þetta þriðja einka- sýning hans. Sýningin er opin frá kl. 14 lf alla daga nema mánudaga til 5. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.