Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Leiklistarklúbbur Flensborgarskóla: Romanoff og Júlía Romanoff og Júlía, er Leiklistar- klúbbur Flensborgarskóla hóf nýlega sýningar á, er gamanleikrit með dramatísku ívafi í þrem þátt- um og gerist í nafnlausu ríki í Evrópu. Höfundur þess er hinn virti leikari og leikritahöfundur Peter Ustinov. Hann hefur átt nokkur verk á sviði Þjóðleikhúss- ins sem öll hafa átt það sameigin- legt að vera vel tekið. Söguþráðurinn í Romanoff og Júlíu er að nokkru leyti spunninn út frá hinu vel þekkta leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu. Peter Ustinov skrifaði verkið á árunum 1952-'55. Þegar verkið yar frumsýnt í London 1956 hlaut það einróma lof og fékk verðlaun breskra gagnrýnenda það árið. Árið 1957 var leikritið sýnt í Þjóð- leikhúsinu undir stjórn Walters Hudds og árið 1968 var leikritið sett upp í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Verkið hefur verið sett upp víða um heim og hvarvetna hlotið mikla athygli. Það var því ekki að ástæðulausu að Flensborgarskól- inn kaus einmitt þetta verk til að setja upp fyrir Hafnfirðinga sem og aðra. Leikstjóri er Pétur Eggerz. I aðal- hlutverkum eru Orn Hrafnkelsson. Sigurður Örn Árnason, Ruth Guð- mundsdóttir, Sigurður Þór Bald- vinsson og Óttarr Proppé. Búninga hannaði Þórdís Tinna Aðalsteins- dóttir og leikmyndina þær Lilja G. Gunnarsdóttir og Helga Kristín Haraldsdóttir. Ljósahönnun gerði Einar Bergmundur Arinbjörnsson og ljósamaður er Einar Bergsson. Tónlistina sá Orn Arnarsson um. Sýningar eru í kvöld og annað kvöld og hefjast þær klukkan 20.30. Tekið er við miðapöntunum í síma 53392. Leikritið Romanoff og Júlía, sem Leiklistarklúbbur Flensborgarskóla tók sér fyrir hendur, er eftir hinn kunna leikara og leikritahöfund Peter Ustinov. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Regnboginn Hjartasár (Heartburn) fjallar um Rachel og Mark, tvo blaðamenn sem kynnast í brúðkaupi. Þau fella hugi saman og þrátt fyrir að hvor- ugt trúi á hjónaband giftast þau. eignast barn og framtíðin virðist blasa við þeim. Þau skilja samt eft- ir að Rachel kemst að því að Mark hefur haldið framhjá henni. Höf- undur skáldritsins og kvikmynda- handritsins, Nora Ephron, byggir sögu sína á eigin æfi en hún var gift hinum fræga rannsóknar- blaðamanni Carl Bernstein sem frægur varð fyrir að köma upp Watergate hneykslinu á sínum tíma ásamt Bob Woodward. Háskólabíó Trúboðsstöðin (Mission) er ein þeirra kvikmynda sem tilnefnd er sem besta mynd við næstu óskars- •" verðlaunaafhendingu. Roland Joffé, sem síðast stjórnaði hinni rómuðu mynd The Killing Fields, leikstýrir henni. Þess má geta að Trúboðsstóðin fékk verðlaun sem besta mynd á Cannes í fyrra. Trú- boðsstóðin gerist á átjándu öld í Suður-Ameríku og fjallar aðallega um samskipti tveggja ólíkra manna, föður Gabriels, sem er ka- þólskur prestur, og Mendoza, sem er þrælasali í byrjun myndarinnar. Flestir eru sammála um að Robert De Niro og Jeremy Irons sýni báð- ir stórgóðan leik í aðalhlutverkun- um. Bíóhúsið Bíóhúsið hefur tekið til sýninga mynd sem er á góðri leið með að verða klassísk. Lítið fór fyrir henni fyrst en með árunum hefur hún öðlast vinsældir, sérstaklega hjá ungu fólki. Myndin er rokksöng- leikur með hrárri rokktónlist sem vafin er utan um söguþráð sem helst ætti heima í hryllingsmynd. Meðal leikenda í myndinni má nefna Tim Curry og Susan Saran- don.sem hér stigu sín fyrstu skref sem kvikmyndaleikarar. Stjörnubió Stattu með mér (Stand by Me) er nýjasta kvikmyndin gerð eftir rit- verki Stephens King. I þetta skiptið er það smásagan Líkið sem orðið hefur fyrir valinu. Fjallar hún um fjóra þrettán ára drengi sem fara í óvenjulega helgarferð. Tilgangur- inn er að finna lík drengs sem hvarf. Leikstjóranum Rob Reiner tekst að gera virkilega huggulega kvikmynd úr litlum efnivið. Ekki skemmir fyrir góður leikur drengj-' anna fjögurra. Tónabíó Vítisbúðir (Hell Camp) er um hermenn í æfingabúðum og ævin- Bíóhöllin Liðþjálfirui Liðþjálfmn (Heartbreak Ridge) er nýjasta kvikmynd kappans Clint Eastwood. Leikur hann liðþjálfa nokkurn, Tom Highway, sem er hermaður án stríðs og á erfitt með að aðlaga sig slíkum lifnaði. Eftir langan og litríkan feril fær High- way það verkefni að þjálfa land- gönguliða. Fljótt fær hann yfirmann sinn upp á móti sér, einn- ig ungan foringja nýkominn úr herskóla. Þetta og það að hann sýnir mikla hörku í viðskiptum sín- um við landgönguliðana einangrar hann frá öðrum..... Liðþjálfinn hefur yfirleitt fengið ágætar viðtökur erlendis þótt ekki verði hún talin með því besta sem Eastwood hefur gert. En eins og oftast á síðari árum er hann bæði aðalleikari og leikstjóri myndar- innar. Kvikmyndahús týri þeirra. Aðalhlutverkin leika Tom Skeritt og Lisa Eichorn. Þetta er mynd fyrir þá sem láta sér nægja hasar án þess að efnisþráður skipti miklu. Austurbæjarbíó Myndir Andreis Konchalovsky eru svo sannarlega snemma á ferð- inni hérlendis. Brostinn strengur (Duet for One) er um fiðluleikara sem kemst að því að hrörnunar- sjúkdómur muni brátt hindra hana í að leika á hljóðfæri sitt. Breytir þetta viðhorfi hennar til lífsins. Örvænting heltekur hana og verð- ur til þess að hún gerir ýmsa hluti sem henni hefði aldrei dottið í hug að gera. Julie Andrews sýnir stór- leik í hlutverki fiðluleikafans. Þá frumsýndi Austurbæjarbíó í vik- unni nýja ævintýrakvikmynd með Richard Chamberlain, Alan Quat- ermain, mynd sem gerist í Afríku. Laugarásbíó Hollenski leikarinn Rutger Hau- er leikur aðalhlutverkið í spennu- myndinni Eftirlýstur lífs eða liðinn (Wanted Dead or Alive). Leikur hann þar mannaveiðara sem eltir uppi hryðjuverkamenn með góðum árangri. Þá sýnir Laugarásbíó einnig Furðuveróld Jóa, ævintýra- mynd um dreng sem lifir i eigin furðuheimi sem aðrir skilja ekki. -HK Sýningar Gailerí Skip, Skipholti 50 c í vikunni opnaði Sigurrós Baldvinsdóttir sýningu í gallerí Skip (sama húsi og Pít- an) á 38 olíumálverkum. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurrósar, og eru flest verk- in til sölu. Sýningin er opin frá kl. 13-17 virka daga en frá kl. 15-18 um helgar og stendur hún til 1. apríl Kjarvalsstaðir v/Miklatún Þar stendur yfir skúlptúrsýning Hansinu Jensdóttur. Hún er gullsmiður að mennt óg starfar hjá Jens Guðjónssyni gullsmið. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og við Myndlistar- skólann í Reykjavík. Hún var einnig í tvö ár í skúlptúrdeild SAIT, í Calgary, Kanada. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Sýningin stendur til 29. mars. I austursal stendur yfir samsýning félags íslenskra myndlistarmanna og er hún opin daglega kl. 14-22 til 29. mars. 1 vestursal stendur yfir málverkasýning Guðrúnar Tryggvadóttur myndlistarkonu. Þetta er 6. einkasýning Guðrúnar og eru verkin unnin á sl. fjórum árum. Sýningin er opin daglega kl. 14-22 til 29. mars. Mokka kaffi, Skólavörðustig 3a Um þessar mundir sýnir Þóra Sigurðar- dóttir 40 myndir á Mokka sem allar eru unnar á þessu og síðasta ári. Þóra stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Myndlistarskólann í Reykjavík á árunum 1975-81. Norræna húsið v/Hringbraut I anddyri hússins hefur verið opnuð sýning sem ber yfirskriftina Norrænar Ijósmyndir 85. Á sýníngunni er úrval mynda eftir ljós- myndara frá Islandi, Danmörku, Finnl- andi, Noregi og Svíðþjóð. Markmiðið með sýningunni er að sýna listræna ljósmynd- un frá sem flestum sjónarhornum og að styrkja stöðu ljósmyndalistarinnar með tilliti til annara greina myndlistarinnar. Sýningin er opin á opnunartíma hússins kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga kl. 12-19 til 23. mars. 1 sýningarsölum er sýn- ing á málverkum norsku listamannanna Olav Strömme og Björn Tufta og högg- myndum eftir Sigurð Guðmundsson. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 til 29. Listasafn ASI, Grensásvegi 16 Steinþór Marinó Gunnarsson og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen opna myndlistar- sýningu í Listasafni ASÍ á morgun laugar- dag. Steinþór sýnir vatnslitamyndir, einþrykk og pastelmyndir en Sigrún myndvefnað. Sýningin stendur til 5. apríl og er opin virka daga kl. 16-20, en um helgar kl. 14-22. Listasafn Einars Jónssonar v/Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn Islands Á morgun verður opnuð yfirlitssýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar listmálara. Sýningin spannar allan listferil hans frá skólaárum og þar til á þessu ári. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin virka daga frá 13.30-16 en 13.30-19 um helgar. Mintsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Guðbergur Auðunsson sýnir í Nýlistasafn- inu. Þetta er 8. einkasýning hans. Á sýningunni eru um tuttugu málverk, unn- in á sl. fjórum árum. Meginupgistaða sýningarinnar eru verk byggð á Islend- ingasögunum. Sýningin er opin frá kl. 14-20 um helgar en kl. 16-20 virka daga. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Þjóðminjasafnið I Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönn- um, íslenskum og erlendum. Vaxmynda- safnið var fyrst opnað í húsakynnum Þjóðminjasafns 14. júlí 1951 og var það til sýnis í 20 ár, en síðan hafa myndirnar verið í geymslu. Vegna mikillar eftir- spurnar hefur nú verið ákveðið að sýna vaxmyndasafnið um tíma. Vaxmyndirnar eru til sýnis á venjulegum opnunartíma Þjóðminjasafnsins, þ.e. þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Aðgangseyrir er kr. 50, en ókeyp- is fyrir börn og ellilífeyrisþega. s Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafharfirði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Póst-og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.