Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. 29 ÍÞRÓTTIR-ÍÞRÓTTIR Fjölmargt á vettvangi íþrótta • I kvöld taka Njarðvíkingar á móti KR-ingum i fyrri leik liðanna i úrslitakeppni úrvalsdeildar í körfuknattleik i iþróttahúsinu i Njarðvik. Á myndinni er Valur Ingimundarson, einn af máttarstólpum Njarðvíkinga, að leggja knöttinn i körf una og er öruggt að KR-ingar gera allt til þess Valur geri sem minnst af þessu i leiknum í kvöld. Víða verður hart banst á sviði iþrótta um helgina eins og endra- nær. Verður því margur íþróttaá- hugamaðurinn ekki í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi. Njarðvík og KR mætast í kvöld í fyrri leik sínum í úrslitakeppni úrvalsdeildar í körfuknattleik. Fer viðureignin fram í íþrótta- húsinu í Njarðvík og hefst hún kl. 20.00. í 1. deild karla í handknattleik verður leikin heil umferð. Stjarn- an og KA mætast í Digranesi á laugardag kl. 14.00. Á sama tíma leika í Hafnarfirði Haukar og Fram. Á sunnudagskvöldið leika síð- an UBK og KR í Digranesi kl. 20.00. FH og nýbakaðir íslands- meistarar Víkings glíma hins vegar í Hafnarfirði kl. 20.00. Síðast en ekki síst eigast síðan Valur og Armann við í Laugar- dalshöll og hefst viðureign liðanna kl. 20.15. Skíðamenn láta ekki sitt eftir liggja fremur en handknattleiks- menn. A Siglufirði verður keppt í alpagreinum karla og kvenna. Á Neskaupstað verður einnig keppt í alpagreinum en einvörðungu i unglingaflokki. 15-16 ára. I Bláfjöllum fer síðan fram hinn þekkta íslandsganga fullorðinna. I Laugardalshöll fer fram ís- landsmótið í fimleikum. -JKS HELGARBLAÐ Frjálst.óháð dagblað Á MORGUN Helgi Seljan er hættur á þingi eftir að hafa setið 16 þing. Sverrir Hermannsson hefur kallað hann „kórdrenginn frá Reyðarfirði" en Helgi lætur hvorki andstæðinga né samherja eiga neitt inni hjá sér. Það liggur i augum uppi í helgarviðtalinu. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er i vanda. Skytturnar virðast ekki falla landsmönnum í geð og enn á eftir að koma i Ijós hvort útlending- ar vilja sjá myndina. Helgarblaðið ræddi stöðuna við Friðrik. Óskar Gíslason, faðir islenskrar kvikmynda- gerðar, fer mikið i bió. Kvikmyndirnar hafa alltaf átt hug hans allan. Hann hlaut menningar- verðlaun DV í ár og Helgarblaðið ræddi við hann af þvi tilefni. Hann er kallaður „The Cod Father" og hefur tekið tröllatrú á lýsi. Lýsið er allra meina bót og gildir þá einu hvort um er að ræða gikt eða eyðni. Hann heitir Dale Alexander og flytur nú Íslendingum trú sina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.