Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1987, Qupperneq 8
30 FÖSTUDAGUR 20. MARS 1987. Mynd- bönd Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður Már Jónsson K V DV-LISTINN MYNDIR 1. (1)Karate Kid II 2. (2)Jewel Of The Nile 3. (-)Young Sherlock Holmes 4. (3)Out Of Africa 5. (-)Wild Cats 6. (4)After Hours 7. (7)At Close Range 8. (8)lron Eagle 9. (5)Commando 10.(10)9 1/2 vika ÞÆTTIR Karatedrengurinn er enn fremst- ur meðal jafningja á DV-listanum. Spielbergútgáfan um æsku Sherlock Holmes fer síðan rakleið- is í þriðja sætið og blandar sér vafalítið í toppbaráttuna á næstu vikum. Önnur ný mynd er númer fimm, Wild Cats. Það fer Goldie Hawn með hlutverk bandarísks fótboltaþjálfra. Sjá hér á síðunni. Bad Medecine heitir ný þáttaröð sem fer beint í annað sæti þáttalist- ans. í Bretlandi hefur hins vegar vöðvafjallið Arnold tekið völdin í Commando. Hann er aftur á móti á niðurleið hér heima. Við þekkjum enda þessar bardagaaðferðir eins og lófann á okkur. -ÞJV 1. (1)Who’s Baby 2. (-)Bad Medicine 3. (2)Að yfirlögðu ráði 4. (3)V 5. (5)Lancaster Miller Affair BRETLAND 1. (2)Commando 2. (8)Jewel Of The Nile 3. (1)Cobra 4. (9)Out Of Africa 5. (3) Back To The Future 6. (5)Hitcher 7. (10)lron Eagle 8. (4)Rocky IV 9. (7)Highlander 10.(6)Police Academy 3 I Goldie Hawn í fótbolta WILDCATS Útgefandi: Tefli Bandarisk, 1986 Framleiöandi: Goldie Hawn Aðalhlutverk: Goldie Hawn Öllum leyfð Kennarinn Molly er brjáluð í amerískan fótbolta og þráir ekkert heitara en að fá að þjálfa alvöru- lið. Hún sækir um að þjálfa í þekktum skóla en karlrembumar þar eyðileggja auðvitað allt fyrir henni og senda hana í „glataðan" skóla þar sem allt er henni rangsnúið. Og nú ríður á að kella standi fyrir sínu... Goldie Hawn er nokkuð fram- takssöm kona og hún hefur reynt nokkuð fyrir sér við að framleiða eigin myndir. Það hefur nú tekist misjafnlega hjá henni en þessi síð- asta mynd hennar um Villikettina virðist ætla að skila henni þokka- legum hagnaði. Hún hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu árum, aðeins Protocol skilaði einhverjum hagn- aði, og því leitar hún fyrir sér með nokkuð öruggan efnivið. íþróttir gegna ótrúlega stóru hlutverki í amerísku þjóðlífi og því er ekki nema von að kvikmyndagerðar- menn leiti sér fanga þar. Amerískur fótbolti er lítið þekktur hér á landi og því er hætt við að leikurinn sjálfur fari fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum áhorfendum. Það má þó hafa einhverja skemmtun af honum. Goldie Hawn virðist hafa einsett sér að festast í hlutverki heimsku ljóskunnar og skiptir þá engu hvort hún framleiðir myndina sjálf eða leikur í myndum annarra. Hún er alltaf ósköp indæl en því miður verður að segjast eins og er að hálf verður hún leiðigjörn með ár- unum. Aðdáendur hennar geta þó ekki verið þekktir fyrir að láta þessa mynd framhjá sér fara. -SMJ ★★ n Á hálum ís YOUNGBLOOD Útgefandi: Warner/Telli Framleiðendur: Patric Wells, Peter Bart Leikstjóri: Peter Markle Handrit: John Whitman, Peter Markle Aðalhlutverk: Rob Lowe, Cynthia Gibb Bönnuð yngri en 12 ára Með frama úr myndum eins og Outsiders, St. Elmos Fire og About last Night rennir unglingastirnið Rob Lowe sér á skautum í hlutverki íshokkíspfiarans Youngblood. Hann er úr sveit en freistar þess að komast að hjá unglingaliði bæjarins. Þar á hann við ramman reip að draga. Þjálfarinn er á móti honum og til að kóróna samskipti sín við hann lendir Youngblood í ástarævintýri með dóttur hans. Þannig hrekst Young- blood heim aftur eirtungis til að mæta reiði föður síns og bróður sem eru, þrátt fyrir allt, metnaðarfullir fyrir hans hönd. Fyrr en varir er Youngblood mættur aftur í ís- hokkíhöll bæjarins, reiðubúinn að leiða liðið til sigurs í úrslitaleiknum. Aðalpersónan Youngblood er þessi dæmi- gerða ameríska hetja sem berst ein og óstudd gegn andstæðingum sínum. Persón- an er ómerkileg og ekki vitund áhugaverð. Rob Lowe breytir engu þar um þó hann sé ágætlega vaxinn. Aðall myndarinnar er at- riðin á íshokkívellinum. Sérstaklega eru eftirminnileg atriðin þar sem hetjan æfir sig upp á eigin spýtur. Lýsingin er í þeim tilvik- um afbragðsgóð og bryddað upp á nýjungum í myndatökunni. Ærslin í leiknum sjálfum eru einnig hrífandi á sinn hátt. En lok myndarinnar, þar sem Youngblood lumbrar á versta andstæðingi sínum, er dæmigerðara en tárum taki. Þar er gervi- mennskan og óraunsæið yfirþyrmandi eins og það gerist verst í amerískum afþreyingar- myndum. -ÞJV ★★ í sömu mynt STRIKING BACK Útgefandl: RCA/Skifan Framleiösla og ieikstjórn: Sean S.Cunningham Handrit: Stephan Gyllenhaad Aöalhlutverk: Shannon Presby, Lori Loughlin Bönnuð yngri en 16 ára Foreldrar systkinanna Loren og Abby deyja í bílslysi. Þau flytja til frændfólks síns á Florída. Þar ganga þau í skóla eins og fræðslulög gera ráð fyrir. Þeim er aftur á móti síður tekið í skólanum en hjá frænd- fólkinu. Flokkur pörupilta gerir þeim lífið leitt á allan mögulegan máta þangað til Loren grípur endanlega í taumana. Hann svarar í sömu mynt og kýlir vondu strákana kalda. Þannig stendur Striking back fyllilega undir nafni. Shannon Presby er sá sterki sem bróðirinn Loren en er síðri leikari mið- að við Lori Loughlin (Secret Admirer) sem leikur systur hans. Bæði eru sakleysisleg góðmenni sem neyðast til að bretta upp erm- amar og verja sig fyrir ranglæti sem þau eru beitt. Kunnuglegt þema og úrvinnslan kemur ekkert á óvart. Þrátt fyrir slíka með- almennsku er samúð áhorfandans alltént réttu megin. -ÞJV ★★ Klassíkin filmuð WAR AND PEACE Útgefandi: Háskólabió Framleiðandi: Dino De Laurentiis Byggt á sögu Leo Tolstoy Leikstjóri: King Vidor Bandarísk, 1956 Aðalhlutverk: Audrey Hepburn, Henry Fonda, Mel Ferrer, Vittorio Gassman, Herbert Lom, Oscar Homolka og Anita Ekberg Bönnuö yngri en 12 ára Söguþráðinn í þessu stórvirki rússneska sagnaskáldsins Leo Tolstoy ætti líklega ekki að þurfa að kynna fyrir neinum. Sagan gerist á miklum umbrota- og átakatímum í evrópskri sögu þegar Napóleon fór eins og logi yfir akur um lönd Evrópu. Innrás hans í Rússland reyndist honum afdrifarík en saman við þá miklu átakasögu er fléttað sögu nokkurra aðalsætta í Rússlandi. Þessi mynd hlýtur að teljast eitt af stór- virkjum kvikmyndasögunnar þó ekki væri nema fyrir hinar ótrúlegu fjöldasenur sem myndin hefur upp á að bjóða. Er oft á tíðum magnþrungið að fylgjast með manngrúan- um sem tekur þátt í stórkostlegum stríðsat- riðum myndarinnar. Langan tíma tók að undirbúa töku myndarinnar og síðan tók tvö ár að kvikmynda hana. Myndin er í raun minnismerki um horfna siði í henni Hollywood enda framleidd af Laurentiis sem hefur löngum haft stórmennskutilhneiging- ar við framleiðslu mynda. Ekki veit ég hvemig gengur að koma sögu Tolstoy til skila í öllum þessum látum. Þó er eins og persónur myndarinnar þoli ekki álagið og einkenni þeirra líði burtu í púður- VidcM-’*, ougniftajm ffitg,ot Þco iol>«>y > epk' «»vei cR’atul'Poa- reyk. Þó að við fáum að fylgjast með þeim Hepburn og Fonda í 208 mínútur þá ná þau aldrei almennilega til áhorfandans. Hep- bum er of indæl og of bamaleg í túlkun sinni og þroskasaga hennar fer fyrir ofan garð og neðan. Fonda er einnig eins og út á þekju enda er líklegt að leikstjórinn, King Vidor, hafi verið of upptekinn við stríðssen- umar til að geta einbeitt sér að að leikstýra leikurunum. Herbert Lom stendur þó fyrir sínu í hlutverki „ógnvalds Evrópu", Napó- leons. -SMJ Leikrit Tónlist íþróttir Hryllingsmynd Fulloröinsmynd © Gamanmynd Vísinda- skáldsaga Hasarmynd Fjölskyldumynd O O Barnamynd Astarsaga Annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.