Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 45 Spurningar og svör það fyrir mína hönd og annarra vandamanna hingað til hvað er klám og hvað ekki og er svo sem ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar er ég stundum að velta því fyrir mér hvernig á því geti staðið að jafnsiðavandur mað- ur og guð minn almáttugur skuli hafa látið sér detta í hug að skapa Evu brókarlausa. Kveðja Ben. Ax. En það eru ekki aldeilis allir sem ætla að fara að dæmi þeirra við Laugaveginn og taka ósiðlegu blöðin úr hillunum sem búið er að reikna út að séu í augnhæð barna og sumir halda því meira að segja fram að til sé fólk sem hafi þörf fyrir svona blöð sem er auðvitað álíka skynsamleg niðurstaða og þegar menn ákváðu forðum daga að þaðan í frá skyldi vera hér starf- andi fjármálaráðherra. Annars hefur umræðan um klám aðallega snúist um skilgreiningar og svo hitt hvort það sé löglegt að birta mynd af kvenmanni á nær- buxunum í auglýsingu í blöðunum ef áðurnefndur kvenmaður er ekki að auglýsa nærbuxurnar sem hann er í heldur til dæmis bifreið eða hnífapör. Þegar ég var að alast upp var það talið mjög klámfengið ef konur sýndu á sér olnbogana i bíómynd- um og skýringin á því hvers vegna sumar leikkonur skildu oftar en aðrar var talin sú hve þessar stjörnur sýndu oft á sér olnbogana. Kossar voru að vísu líka taldir dálitið hættulegir hjónaböndum kvikmyndaleikara og einu sinni komst sú kenning á kreik' að ef karlleikari kyssti kvenleikara þrisvar sinnum í sömu myndinni eða öfugt væri hjónaband viðkom- andi búið að vera. Þegar ég hugsa til baka er ég raunar ekki frá því að flest það sem þykir sjálfsagður hlutur í dag varð- andi klæðaburð og leiklist hefði þótt klám fyrir svo sem þrjátíu og þrem árum. Niðurlag Þótt það sé í tísku að tala um feimnismálin svokölluðu þessa dagana held ég að ég hætti mér ekki frekar út á klámbrautina að sinni en vil þó láta þess getið að hvað mig varðar hafa aðrir ákveðið Um daginn kom sá sjö ára til mín inn í stofu þar sem ég sat í besta stólnum mínum og var að lesa Al- þýðublaðið og spurði hvort hann mætti leggja fyrir mig nokkrar spurningar. - Geturðu ekki gert það á morg- un, spurði ég, - þegar ég er búinn að lesa blaðið? Það gat sá sjö ára ekki, spurning- arnar þoldu enga bið og voru þar að auki afar áríðandi eins og hann orðaði það sjálfur. Ég neyddist því til að leggja frá mér blaðið sem ég hefði náttúrlega ekki átt að gera því að í fyrsta lagi vildi(sá sjö ára fá að vita hvað væri vændi, lúxusmella, nauðgun, smokkur, hóra, hommi, lesba, klám og eðlilegar hækkanir á bifreiða- try ggingariðgj öldum. Og vafðist mér nú satt að segja tunga um höfuð og datt fyrst í hug að biðja blessað barnið að koma aftur - eftir tuttugu og sjö ár eða svo - en hætti við það og hugsaði með mér að miðað við þessa fyrstu spurningu gæti verið nógu gaman að heyra hvernig hinar hljóðuðu. - Hvar í ósköpunum hefur þú lært öll þessi... orð? spurði ég þann sjö ára um leið og ég íhugaði hvernig best væri að svara spurn- ingu hans. 1 ljós kom að þau hafði hann lært í útvörpunum okkar og sjón- vörpunum nema þetta um bifreiða- tryggingarnar, um það hafði hann lesið í Mogganum. Ég gerði áuðvitað mitt besta til að leiða barnið í allan sannleikann um þá hluti sem virðast skipta fólk mestu máli þessa stundina og sagði því að vændi væri það þegar kven- fólk væri gott við karlmenn og fengi borgað fyrir það, lúxusmella væri kona sem væri góð við karl- menn í dýrasta og flottasta kjóln- um sínum, gjarnan í hælaháum skóm, og fengi mikið borgað fyrir Háaloft Benédikt Axelsson það og svona hélt ég áfram þangað til kom að tryggingamálunum, þau gat ég einfaldlega ekki útskýrt. Klám Að undanförnu hefur baráttan gegn klámi verið öllu háværari en baráttan fyrir fylgi flokkanna sem eru hér um bil orðnir einn á mann í Norðurlandskjördæmi eystra og fagna ég því mjög að nú skuli vera búið að taka öll klámblöð úr hillum Máls og menningar en ef mér hefði einhvern tímann dottið það snjall- ræði í hug að kaupa mér tímarit með myndum af berrössuðu kven- fólki hefði ég örugglega gert það í áðurnefndri verslun. Ég held nefnilega upp á nafnið, mér finnst það bæði virðulegt og traustvekjandi og kaupi þvi þarna til dæmis öll mín strokleður og ég er viss um að þótt nú sé búið að taka þar niður klámið hefur þetta verið menningarklám og þess vegna algjörlega skaðlaust eins og uppþvottalögur sem gerir engum mein ef hann er tekinn inn í nógu smáum skömmtum. __________________________________35 Finnurðu átta breytingar? Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef íjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun: Fataúttekt í versluninni FACO, Laugavegi 37, að upphæð kr. 2500, fataúttekt að upphæð kr. 1800 og fataúttekt að upphæð kr. 1200. I þriðj a helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: Átta breytingar- 35, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar reyndust vera: Svanhildur Pálmadóttir, Brekkuskóg 31E, 260 Njarðvík (fataúttekt kr. 2500), Mar- grét Kristj ánsdóttir, Heilsuhæli NLFÍ, 810 Hveragerði (fataúttekt kr. 1800), Jóhanná Lára Óttarsdóttir, Hrafna- kletti 1, 310 Borgarnesi (fataúttekt kr. 1200). Vinningarnir verða sendir heim. pK---------------------------------------1 NAFN ............................ HEIMILISFANG .................... PÓSTNÚMER .......................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.