Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 47 Hestasleðarnir nutu mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Ævintýraprinsessan Öskubuska á leið úr veislu. Sumir vildi minna á erfiða tíma og friðarbaráttu í heiminum, risa- vaxin hönd myndaði friðarmerki og þarna var líka ófriðlegur skrið- dreki úr snjó. Þjónahlaup á skautum Vetrardýragarði var komið upp á einum stað í borginni og þar mátti líta hinar margvíslegustu dýrateg- undir sem þola við í 20 gráðu frosti: ísbirni, seli, Síberíu-tígur og fleiri. Við hlið dýragarðsins var reist svissneskt fjallaþorp í smækkaðri mynd. Geysifagur ískastali gnæfði yfir heimagerðum Ölpunum ásamt háum skíðstökkpalli. En daglega sýndu færustu skíða-heljarstökks- menn Kanada dirfsku sína þar. Að sjálfsögðu tóku alls kyns skautaíþróttir stóran hluta hátíð- arhalda. Keppni fór fram í hinum ýmsu alvarlegri keppnisgreinum á skautum, lístdansi, frjálsum dansi, hlaupi og íshokkí. En einnig var keppt í óvenjulegri greinum eins og þjónahlaupi, þar sem tíu kring- lóttum borðum er komið fyrir í beinni röð á ísnum og keppendur skauta á milli þeirra í fullum; þjónaklæðum með bakka með vínflösku og glasi á í annarri hend- inni og að sjálfsögðu má alls ekkert detta. Einnig var keppt í tunnu- stökki þar sem sá vann sem gat stokkið á skautum yfir flestar tunnur og komið standandi niður. Brúðkaup í ískapellu Einn atburður vakti meiri at- hygli öðrum fremur að þessu sinni á Winterlude. Ungt kanadískt par, sem hafði alið með sér þann draum að halda óvenjulegt brúðkaup, lét verða af þvi á Winterlude og voru flestir sammála um að því hefði' tekist ætlunarverk sitt vel. Það Lukkubangsar hátiðarinnar umkringdir aðdáendum. sem var i fyrsta lagi óvenjulegt við brúðkaup þetta var að það fór fram á ísilögðu Dows-vatni í lítilli. hag- anlega gerðri ískapeilu. Og þar sem hefðbundin brúðarföt eru í eðli sínu fremur skjóllitil og iskapella fremur köld vistarvera voru brúð- hjónin bæði íklædd veglegum pelsum. hún hvitum og hann gráum. Eftir athöfnina. sem þús- undir manna fvlgdust með í óvenju hlýju veðri eða 5 stiga frosti. gengu- brúðhjónin ekki frá altarinu hönd í hönd. eins og algengt er eftir slík- ar athafnir. heldur renndu þau sér saman frá altarinu því brúðar- skórnir voru að sjálfsögðu skautar. Að þvi búnu var brúðhjónunum ekið á sleða með hesti fyrir á þurrt land svo þau kæmust í tæka tíð til veislu sinnar að skera fvrstu sneið- ina af brúðarístertunni. Útilega á óvenjulegum árs- tíma Winterlude dreifist meira og minna um alla Ottawa og ná- grannaborgir. I Hull. sem er hinum m^gin við Ottawaá og tilhevrir Quebeckfvlki. var sett upp stórt leiksvæði úr snjó fvrir börnin. Þar gafst þeim líka tækifæri til að fara í ökuferð á hestasleða og horfa á keppni í hundasleðahlaupi. Heitfengustu hátíðargestunum stóð til boða að fara í alvöru-vetr- arútilegu og tóku margir því kostaboði. Þar gátu þeir valið um að sofa í venjulegu jöklatjaldi eða alvöru-eskimóasnjóhúsi. Það hlýt- ur óneitanlega að vera dálítið spennandi og sérstakt að prófa að sofa í tjaldi í 30 stiga frosti. Margt er enn ótalið sem fór fram á þessari óvenjulegu hátíð. eins og ýmsar skíðaíþróttir. ískappreiðar, ferðir með loftbelgjum og fleira. Verkið sem hlaut önnur verðlaun í samkeppninni. ísdrekinn ógurlegi hlykkjast upp úr isnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.