Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 55, sannfærandi hátt með smáum, feimnislegum hreyfingum sem magnast. Staldri maður við og opni augun kviknar skáldskapur- inn í hversdagsleikanum. Einar hefur gott lag á hrynjandi og öðrum einkennum ljóða til að sýna það sem sagt er frá. Handklæði í gluggakistunni eftir Óskar Óskarsson. Þessi ljóð geyma stundum skarpar myndir, ekki síst bernskuminn- ingar þar sem byggt er á andstæð- um ljóss og myrkurs, hlýju og kulda. Hugarheimur bernskunn- ar.verður á margan hátt lifandi. brambolti skiptast á við augna- bliksmyndir af einföldu lífi handan við hugtakið tíðindi. Skáldaþing Ljóðsnælda kom aftur út hjá Gramminu og er góður fengur að þótt ljóðin séu misjafnari að gæð- um en var í fyrra. Það þarf að hlusta oft á flest þessi ljóð til að grípa þau eins vel og við bóklestur en upplestur skáldanna bætir verulega miklu við textann. Þess vegna meðal annars eru þessar snældur mjög góð byrjun fyrir þá sem vilja Þorgeir Þorgeirsson - útmálar hversdagsleikann í Kvunndagsljóðum. sviðið er þröngt, aðeins húsið og næstu skúrar. 1 öðru ljóði sést hugarfarsbreyting á Vesturlönd- um undanfarna áratugi líkamn- ast í einfaldri mynd af fatagínu í búðarglugga sem fylgir breyti- legri tísku, en undir því yfirborði varir stálhart auðvaldseðlið. Vatnaskil Böðvars Guð- mundssonar birtist hjá Máli og menningu eftir fimmtán ára ljóðahlé hjá skáldinu. Ekki veit ég hvort Böðvar hefur ort ljóð þann tíma sem leið milli ljóða- bóka en svo mikið er víst að hann hefur aldrei sent frá sér jafngóð ljóð og nú. Öll atriði virðast sam- virk í bestu Ijóðunum. Málið er einfalt en nær þó mismunandi stíl á fínlegan hátt. Mátulega lít- ið er sagt, svo að hvert orð verður mikið að bera. Og bygging ljóð- anna er oft áhrifarík, t.d. klifun, þrítekning með tilbrigðum. Sjá t.d. Hannes, þar sem Böðvar dregur upp skarpa mynd af mið- aldra manni, ofarlega í þjóðfélag- inu, með því einu að telja upp sem sjálfsagða hluti það sem honum svíður að missa - en öðrum kann að þykja smáatriði. Þorgeir Þorgeirsson birti Kvunndagsljóð hjá Forlaginu fyrir réttu ári. Bókin útmálar hversdagsleikann, eins og nafnið bendir til, og minnir reyndar á frásögur Þorgeirs, Kvunndags- fólk, sem birtist 1974 - minnir á hana meðal annars í því hve fá orð nægja höfundi til að ná sér- kennum í máli - og þó er það ekki neitt sérkennilegt heldur dæmigert. Flest kvæðin eru í samræmi við titil bókarinnar, um hversdagsleikann og á hvers- dagslegu máli, lítið er um myndir, líkingar eða annað þvílíkt sem löngum hefur fylgt ljóðum. Háðskar myndir af heimskulegu kynna sér þessa ljóðlist, en hún er svo sannarlega vel þess virði enda eru hér helstu yngstu skáld- in, og von á framhaldi. Tímaritið Ljóðormur gæti orðið sá vettvangur íslenskra ljóða sem allir vildu fylgjast með og gæti rofið þá einangrun sem ljóðskáld búa við. Ljóðaupplestur dreguroftaðsérfjöldamanns, » en sárafáir kaupa Ijóðabækur. Það er engin von til að fólk kaupi árlega tugi ljóðabóka eftir skáld sem það þekkir ekki, en hitt ætti að geta orðið að það kaupi sam- eiginlegan vettvang þeirra, og að skáld telji sér fremd í því að birt- ast þarna. Þegar hafa birst fjögur liefti og er fengur að því safni þótt á heildina litið mætti það gjarnan rísa mun hærra. I fyrra var hér rætt um Ljóða- klúbbAB, en lítið varð úr honum, t.d. lítil útbreiðsla, og kenni ég þar mikið um bókavali. Það er svo sem ekki ámælisvert í sjálfu sér að gefa út enn eina útgáfu af ljóðum Kristjáns Fjallaskálds en hitt er verra að fyrir henni skyldi víkja möguleiki á að koma vönduðu ljóðasafni samtímaskálds til almennings. Og mér sýnist að á því sviði hafi mörg verkefni verið brýnni en fyrsta ljóðabók Heimis Steins- Endurútgáfa Á síðasta ári voru merk ljóða- söfn endurútgefin. Þar má fyrst telja Flugur Jóns Thorarensen frá 1922, líklega fyrstu bók með prósaljóðum eftir íslending. Þessi ljóð eru á næsta hversdagslegu máli, bæði að orðavali og orða- röð. Enda sýna þau sem hvers- dagsleg fyrirbæri ást og afbrýði persóna sem eru nafnlausar skissur. Oftast nær eru ljóð þessi brotakennd, jafnvel einhver mót- sögn í þeim. Þessi einfaldleiki eða hversdagsleiki talar því beint til lesenda um venjulegt líf þeirra. En jafnframt hlýtur hann að vekja þeim ókyrrð. Þar á ég eink- um við það að hlutverkaskipan er hverful, talandi ljóðanna um- hverfist oft í viðmælanda sinn. Mér finnst Flugur þó ekki eins magnað verk og módern ljóð þeirra Halldórs Laxness, Jó- hanns Sigurjónssonar og Jó- hanns Jónssonar frá sama tímaskeiði. Nú birtist í aukinni og endur- bættri útgáfu Ljóð og ritgerðir Jóhanns Jónssonar, sem verið hefur ófáanleg frá birtingu fyrir aldarþriðjungi, en Jóhann dó 1934. Verk hans eru lítil að vöxt- um, hér eru alls birt tuttugu kvæði íslensk. Jóhann hefur ver- ið kallaður eins kvæðis maður, því hið frábæra kvæði hans, Söknuður, yfirskyggir allt ann- að. Þó eru önnur kvæði hans vönduð listaverk. Kvæðabók Jóns Helgasonar er líka því sem næst heildarsafn skálds fárra en vandaðra kvæða. Mest fer fyrir þýðingum. Svo eru i alkunn afbragðskvæði svo sem I Árnasafni, Áfangar og í vor- þeynum. Jón dregur þar upp myndir frá fjarlægri tíð og stöð- um á íslandi og tengir aðstæðum sjálfs sin erlendis. Þannig birtist í einni sjónhending „land, þjóð og tunga“. Rækilegt úrval ljóða Halldóru B. Björnsson birtist undir titlin- um Þyrill vakir. Halldóra hefur mikinn orðaforða og vald á mál- inu sem minnir á sveitunga hennar ýmsa svo sem Jón Helga- son og Þorstein frá Hamri. Almannagóss, svo sem þjóð- kvæði, þulur og sagnir, setja skýran svip á ljóð hennar en það eru ekki klisjur heldur er hvert atriði úthugsað af skáldinu í vön- duðum kvæðum. Úrval fimm síðustu bóka Kristjáns frá Djúpalæk birtist á sjötugsafmæli hans. Dreifar af dagsláttu. Kristjáni tekst stund- um vel upp þegar hann heldur sig við eina ljóðmynd og spinnur allt kvæðið utan um hana, eins og í eftirmælum hans um nafna sinn. dr. Kristján Eldjárn, þarsem andstæður ljóss og myrkurs tákna andstæður lífs og dauða, svo sem algengt er, og í „rúst“. þar sem allt byggist á hlóðaeldin- um sem táknar í senn næringu fjölskyldunnar og móðurástina sem jafnan er svo áberandi í kvæðum Kristjáns. Nýtt safn birtist af ljóðum Jón- asar Svafárs: Sjöstjarnan í meyjarmerkinu. Þetta er heild- arsafn, ýmislegt fellt burt frá fyrri söfnum, öðru aukið við, svo þetta er mun sterkara en næsta safn á undan. Sérkenni ljóða Jónasar hefur alla tíð verið nærskoðun tungumálsins, sem stundum er kallað orðaleikir, og birtist í titli fyrstu bókarinnar: það blæðir úr morgunsárinu. Þetta ljóða- Pétur Gunnarsson og Sigurð Pálsson. Þýðingar Ljóðaþýðingar birtast sjaldan. Tvær komu á þessu ári. Eftir sænska samtímaskáldið Göran Sonnevi kom úrval úr miklum ljóðabálki hans, Mál, verkfæri, eldur í þýðingu Sigurðar Frið- þjófssonar. Þar er fjallað um stórt og smátt á tvist og bast, hvaðeina sem höfundur lætur sig varða, gjarnan í formi ljóðadagbókar. Og yfirleitt er það á einföldu hversdagsmáli. Aðferðin erþví í Einar Ólafsson - hefur gott lag á hrynjandi. safn er meðal hinna sérkennileg- ustu frá því um miðja 20. öld. og mér sýnist það hafa haft veruleg áhrif á skáld svo sem Matthías Johannessen. Þórarin Eldiárn. Jón Helgason - heildarsafn Ijóða hans kom út. stórum dráttum sú sem íslenskir ljóðalesendur þekkja frá „opnum ljóðum" skálda svo sem Jóns úr Vör. Jóhanns Hjálmarssonar og Matthíasar Johannessen. Þarna koma á vixl ástarljóð. ýntiss kon- ar ljóð um einsemd fólks. hugleið- ingar um nöturleg atvik hversdagslifsins í Svíþjóð og um stríðsógnir í þriðja heiminum. Með því að fjalla skipulagslaust um hvaðeina sem snertir hann. heimsmál. umhverfið. einkamál. miðlar skáldið okkur nokkurri heildarmvnd af sundraðri veröld nútimamanns sem hann á erfitt með að átta sig í. Els Lasker-Schuler var eitt fremsta ljóðskáld Þjóðverja í upphafi þessarar aldar. Hér birt- ast þrjátíu ljóð hennar í þýðingu Hannesar Péturssonar. Mána- turninn. Hér birtist ekki fimmt- ándi hluti ljóða hennar en mér sýnist bókin gefa góða rnvnd af skáldinu, það sem ég hefi lesið. Hvert einasta Ijóð þess sem ég hefi séð er ástarljóð. I þeim eru aðeins tvær persónur, sú sem tal- ar og hinn ávarpaði. Það er ekki alltaf ástmaður, einnig rnóðir og barn. Mikil kyrrð er jafnan yfir ljóðunum og mjög oft austrænt myndmál sem minnir á Þúsund og eina nótt eða Biblíuna, enda er ástin hþeim oft tilbeiðsla. Þetta yfirfit má þykja sundur- laust, en það erkyort eð er engin von til að upprifjuríwi ljóðabæk- ur eins árs sýni einhvef meginlínur. Þær ætti rannsÖim.a bókum nokkurra ára að leiða í ljós. Þangað til getum við að minnsta kosti glaðst yfir því hve margir leggja sig fram við að yrkja ljóð, og ekki síst fólk á unga aldri. Vonandi verður brátt betur unnið að útbreiðslunni en hingað til, það er brotalömin í íslenskri ljóðagerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.