Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 18
60 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Kvikmyndir Leikstjórmn Christopher Cain: Það eru margir sem borið hafa titil- inn sem felst í fyrirsögninni en samkvæmt nýjasta tölublaði Photoplay hefur einn af fastapennum þess rits, Tony Crawley, uppgvötað þann nýjasta, leikstjórann Christop- her Cain. Ef nafhið klingir engum bjöllum í huga þér ætti það ekki að koma á óvart þvi þótt Cain hafi gert einar sjö myndir um æfina hefur eng- in þeirra náð neinum vinsældum ef undan er skilin sú nýjasta, That Was Then, This is Now, sem nýlega var sýnd í Bretlandi. Cain er frá Suður-Dakota og kom fyrst til Los Angeles fyrir 20 árum þar sem hann ætlaði að reyna fyrir sér á tónlistarsviðinu en endaði sem leikari „Ömurlegur leikari" að eigin sögn. „Mér leið ekki vel sem leikari. Ég hefði aldrei átt að verða leikari, ætl- aði mér það aldrei. En ég hafði andlit sem féll í kramið." Crawley, sem ræddi við kappann fyrir Photoplay, kom með þá athuga- semd að erfitt hefði verið að vera frábær í sjónvarpsþáttum eins og Ijassie. „Tja, já, það er rétt. En ég hefði verið hryllilegur með jafrivel besta hlutverk í höndunum. Ég er of inn- hverfur. Ég kem úr sveit í miðjum Bandaríkjunum og komst þar aldrei í kynni við kvikmyndir. Ég fór aldrei í bíó eins og aðrir krakkar. Ég hef minn eigin stíl við að gera hlutina, þ.e.a.s. þvi einfaldara því betra.“ Og ef vitnað er í Crawley um kap- pann: „Það er engin ljósadýrð í kringum Cain. Ekkert af þessu sjáðu-mamma-engar-hendur eða það sem James Cobum kállar tísku frem- ur en stíl. I stuttu máli Cain er enginn Michael Cimino. Hann er raunvem- legur kvikmyndagerðarmaður. Og ef þú hefðir aðeins séð fyrstu mynd hans sem kom til Bretlands get ég aðeins sagt til að sanna mál mitt, farðu og sjáðu Where the River Runs Black og óskaðu þess að hafa séð The Stone Boy sem var svo góð að hún var aldrei sýnd. Cain er ánægður með þetta röfl í Crowley en yppir svo öxlum og segir: „Ef þú færð Robert Duvall i mynd getur þér vart mistekist. Það eina sem þú þarft að gera er að taka myndir af manninum. Það er mjög auðvelt að leikstýra honum. Harrn lætur þig fá allt sem þú vilt - ef þú veist hvað þú vilt...“ Eftir að Duvall réð sig í The Stone Boy komu margir þekktir leikarar í til að gera þessa mynd að söluvöru. Það er ekkert sölulegt við hana að undanskildum leikurunum. Ég meina, hvemig geturðu gert hugsun- ina um að tíminn lækni öll sár spennandi? Ég veit ekki hvemig öðmvísi en með leik.“ En gefúm Crowley aftur orðið um þessa mynd: „Með The Stone Boy hefúr Cain gert, hvað mig varðar, eina af bestu bandarískum myndum síðustu fjögurra ára. Leikurinn í henni lítillækkar suma af nýlegum óskarsverðlaunahöfum og hún er kvikmynduð eins og draumur af Juan Ruiz Anchia sem einnig vann að myndinni Where the River Runs Black. Sú síðamefhda var fyrsta myndin sem Cain gerði utan Banda- ríkjanna og undirstrikar list hans en of margir gagnrýnendur líktu henni letilega við mynd Truffauts, Wild Child og Boormans, Emerald Forest“ Cain er ekki viss um hvemig Where the River Runs Black muni fara með feril hans þar sem eina þekkta andlit- ið í henni er Charles Duming og hún stendur og fellur með frammistöðu leikarans í aðalhlutverkinu, villta stráknum. í aðalhlutverkinu er 10 ára strákur sem Cain uppgvötvaði í Brasilíu, Alessandro Rabelo, en hann leikur afkvæmi prests og búttaðrar frum- skógarkonu sem í er i raun sam- kvæmt þjóðsögu höfrungur. „Alessandro er stórkostlegur." segir Cain. „Ég sá hann á sundmóti í Rio... hann hafði styrk og þessi gríð- arlega stóm augu. Og hann syndir eins og fiskur..." Myndin er tekin í frumskógum Brasilíu við mikil harmkvæli allra sem að henni stóðu því þeir fengu einn af öðrum blóðsótt. Cain sjálfúr lá í tvo daga. „Ég held að það hafi ekki valdið neinum andvökum í Hollywood. Það versta var hins vegar er við fréttum að þessar þriggja metra slöngur, sem héngu yfir okkur í þykkninu, gætu drepið okkur með einu biti í höfuðið. Og við vorum ekki með neina hatta. Gátum það ekki fyrir hitanum.“ En myndina tókst að gera að lokum og Cain er mjög ánægður með árang- urinn. Þema hennar er hið sama og sést í öðrum myndum hans, andi æskunnar og hvemig hann bregst við (á örlagaríkum stundum lífsins. „Allir krakkar eru í upphafi góðir krakkar. Þeir verða ekki forskrúfaðir fyrr en fullorðnir fara að hræra í þeim.“ -FRI Alessandro í hlutveiki sínu sem villta bamið I Where the River... Svipmynd úr That Was Then, This Is Now. Charles Durning sem séra O’Reilly i myndinni Where the River Runs Black. kjölfarið og vildu hlutverk í mynd- irrni. Cain hélt sínu striki, hafnaði Ann Margret og valdi Glenn Close, Frederic Forrest og Wilford Brimley auk Jason Presson sem hinn unga sveitastrák sem drepur bróður sinn í ógáti og hverfúr inn í skel sína að því loknu. „Það er ekkert sem við gátum gert Christopher Cain slappar af i Hollywood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.