Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 61 Popp Rauðliðamir reiðubúnir Þá hefur Simply Red fylgt eftir myndbókinni með nýrri plötu, Men and Women. Ekki mjög frumlegt nafn. Picture Book er reyndar enn á breska breiðskífulistanum og hefur verið þar allt frá því að hún kom út fyrir tveim árum. Nýja platan inniheldur tíu lög, þar á meðal The Right Thing sem hefur sést víða á vinsældalistum. Það er Alex Sadkin sem stjómar öllum upp- tökum á plötunni. Lögin tíu koma úr ýmsum áttum. Mick Hucknall semur til að mynda tvö þeirra í félagi við lagasmiðinn Lamont Dozier. Simply Red hefur einnig leitað fanga í smiðjum eldri lagahöftmda. Þannig er að finna á plötunni lag eftir Bunny Wailer, Love Fire og Let Me Have it AU eftir Sylvester Stewart. Síðast en ekki síst reynir Simply Red sig í laginu Evry Time We Say Goodbye eftir Co'le Porter. Áferðalagi „Meðan við vorum að taka upp plötuna lét ég loksins verða af þvi að kaupa plötu þar sem Ella Fitz- gerald syngur lög eftir Cole Porter," sagði Mick Hucknall. „Þá gerði ég mér grein fyrir hversu stórkostlegur Helgarpopp Þorsteinn J. Vilhjálmsson laga- og textahöfundur hann er. Við stóðumst einfaldlega ekki mátið og hljóðrituðum eitt þessara iaga.“ Simply Red ætlar að fylgja nýju plötunni eftir með hljómleikaferð. Fyrirhugað er að upprennandi soul- söngvari, Terence Trent D’Arby, hiti upp fyrir hana á þessum tónleikun- um. Við hefðum svo sem ekkert á móti því að hún kæmi hér við aftur. Simply Red. Ný plata og hljómleikaferð. „Mjósleginn óþekktur maður deyr í Frakklandi, úr skeinuhættum sjúkdómi. Innan stundar stingur vinstúlka hans sig á nál og fer sömu leið.“ Þetta gæti verið tímanna tákn, sjúkdómurinn Aids. Kannski ekki. Það veit einungis Prince. Hann er snúinn aftur, tvífari Nelsons flotaforingja hvað hugrekki og þor snertir. Sign o’the Times heitir nýjasta lagið hans. Þar fjallar hann um ýmislegt sem viðkemur hinum almenna borgara í nútímaþjóðfélagi, eymd, ofbeldi, jafnvel hamingju. Hann fer um eins og storm- sveipur. . v Reyndar er varla um eiginlegt lag að ræða. Prince syngur með aðstoð örfárra hljóðfæra. Aðalhljóðfærið er rödd hans sjálfs. Hvert orð er þrungið slíkri tilfinn- ingu að áheyrandinn er næstum borinn ofurliði. Alveg ótrúlega áhrifamikið. Kvisast hefur að Prince hyggist jafn- framt senda frá sér nýja plötu á næs- tunni. Sögusagnirnar segja ennfremur að hugsanlega verði þær tvær, með rúm- lega tuttugu nýjum lögum. Það er varla að maður geti beðið. Suzanne Vega er að vinna áð nýrri plötu. Þetta er önnur sólóplata hennar. Hún á að heita Tom’s Diner. Sú fyrsta kom út fyrir tæpum tveim árum. Lagið Marline on the Wall vakti nokkra athygli og sömu- leiðis Left of Center sem notað var í myndinni Pretty in Pink. Nokkuð er sfðan Suzanne fór að vinna að plötunni. „Hún var rúmlega hálfnuð með upptökurnar þegar hún hætti skyndi- lega við allt saman" sagði Jim Babjak í Smithereens í samtali við DV. „Hún var einfaldlega ekki nógu ánægð með árang- urinn.“ Suzanne hefur þá væntanlega komist á fljúgandi ferð eftir samstarfið við Smit- hereens í In a lonley place. Áætlað er að nýja platan Tom’s Diner kom út síðar á þessu ári. Vega var nýlega á ferð í Bret- landi og hélt þar tvenna tónleika. Þó uppselt hafi verið á báða minnist hún áhorfendanna með nokkrum hryllingi. „Þarna voru krúnurakaðir strákar. mið- aldra menn í afkáralegum fötum og stelpur sem voru lesbíur eða eitthvað í þá veruna. Það er eins og fólk ætlist til þess að ég sé alvörugefin. þunglvnd eða óham- ingjusöm. Það er ég alls ekki. Eg er. þegar allt kemur til alls. töluvert sniðug,“ segir Suzanne hress. Nokkur poppkom Frankie að hætta? • Bandaríkjamenn eru viðkvæmur þjóðílokkur. Duran Duran þurfti snarlega að skipta um umslag 12 tommu plötunnar Skin Trade. Upp- haflega gat þar að líta snotrar kvenmannslendar. Forráðamenn Capitol útgáfufyrirtækisins voru hins vegar hræddir um að bossinn sá arna kynni að styggja dreifing- araðila plötunnar í Bandaríkjun- um. I staðinn var umslagið litað skærrautt. Hinum megin landa- mæranna, í Kanada, geta áhugas- amir hins vegar náð sér í Skin Trade- lagið í upprunalega umslag- inu. Siðgæði þarlendra er ekki meira en það... • I Kanada hefur rokkarinn Bryan Adams einmitt verið að störfum undanfarna mánuði. Hann hefur hljóðritað nýja plötu í Vancouver ásamt hljómsveit sinni. Bryan hef- ur verið heldur fámáll um innihald þessarar fimmtu breiðskífu sinnar. „Ég hef eytt miklu meiri tíma en áður í textana,“ sagði hann þó á dögunum. „Titillagið er til dæmis um náunga sem er á krossgötum í Jagger með nýja sólóplötu. lífi sínu. Á hann að halda áfram á sömu braut eða breyta til?“ Tímafrek textagerð? Bryan sjálf- ur breytir greinilega ekkert til. •Joe Jackson hefur líka verið að hljóðrita nýja plötu. Hljómsveitin er í fjölmennara lagi. Hún telur alls fimmtíu manns. Sveitin á enda að bera hita og þunga plötunnar sem er hugsuð 'sem tónverk frá hendi höfundarins. Verkið heitir Will Power. Jackson er maður sem veit hvað hann vill. •Fleiri popparar af gamla skólan- um hreiðra um sig í hljóðverum þessa dagana. Mick Jagger er að vinna að annarri sólóplötu sinni. Jafnaldri hans, Jeff Beck, hefur verið ráðinn til að spila með á gít- ar. Jagger er þessa dagana á Barbados með Dave Stewart að semja nokkur lög. Hann ætlar þó að semja mestallt efnið sjálfur. Af fleiri hljóðfæraleikurum, sem koma fram á plötunni, má nefna tromm- arann Omar Hakim, fyrrum liðs- mann Whether Report og hljómsveitar Sting. Platan á sam- kvæmt áætlun að koma út í haust. • Ekki er allt sem skyldi í herbúð- um Frankie Goes to Hollywood sem um þessar mundir er á tónleika- ferðalagi. Sögusagnir segja að Holly Johnson hyggist slita sam- starfinu við félaga sína og reyna fyrir sér á eigin spýtur. Eða öfugt. Johnson sagði'nefnilega í blaðavið- tali fyrir skömmu að í rauninni væri honum alveg sama um hljóm- sveitina. Aðrir liðsmenn eru þannig ekkert sérlega hrifnir af honum lengur. Mark Oíoole sagði: „Ég reikna með því að við hættum strax eftir þessa ferð.“ • Boy George er ekki eini tónlist- armaðurinn sem á í stríði við yfirvöld vegna heróíneyslu. Bassa- leikari Smiths, Andy Rourke, var sektaður um 1.000 pund i vikunni sem leið. Hann var handtekinn þar sem hann var að versla eitrið af manni í Oldham. Rourky hefur um nokkurt skeið átt í vandræðum vegna heróínneyslu og hefur reyndar einu sinni yfirgefið hljóm- sveitina vegna þessa. • Nick Cave var einnig sektaður í vikunni fyrir að hafa heróín í fór- um sínum. Hann var handtekinn á flugvellinum i London og sektaður um 145 pund. Gamli Clash tromm- arinn, Nicky Headon, var einnig handtekinn fyrir stuttu, sakaður um dreifingu heróíns. Hann hefur verið látinn laus gegn tryggingu fram til 13. apríl. Umboðsmaður hans segir að allt sé annars í stakasta lagi hjá Headon. Hann hafi á prjónunum að fara í tón- leikaferð til Japan. Þar lenti Paul McCartney reynd- ar einu sinni í slæmum málum vegna eiturlyfia. Það ætti að vera öðrum víti til varnaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.