Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987.
Fréttir
DV
Borgaraflokkurinn:
Framboðslistar í
öllum kjördæmum?
Stuðningsmönnum S-listans ætlaði
í gærkveldi að takast að koma saman
framboðslistum í nær öllum, ef ekki
öllum, kjördæmum landsins og þegar
DV fór í prentun var óljóst hvort tæ-
kist að koma saman lista í Vestijarða-
kjördæmi.
Þá voru listar tilhúnir í Reykjavík,
á Reykjanesi, í Norðurlandskjördæmi
vestra, á Austurlandi og á Suðurl-
andi. Vinna við lista í Norðurlands-
kjördæmi eystra var á lokastigi og
einnig listi fyrir Vesturlandskjördæmi
en enn var óvissa með listann í Vest-
flarðakjördæmi.
Tólf efstu sætin á framboðslista
Borgaraflokksins í Reykjavík verða
þannig skipuð:
1. Albert Guðmundsson.
2. Guðmundur Ágústsson.
3. Aðalheiður Bjamíreðsdóttir.
4. Benedikt Bogason.
5. Ásgeir Hannes Eiríksson.
6. Guttormui’ Einarsson.
7. Hulda Jensdóttir.
8. Sr. Gunnar Bjömsson.
9. Kristmann Magnússon.
10. Pétur Snæland.
11. Sverrir Þóroddsson.
12. Sveinn Bjömsson.
f Reykjaneskjördæmi verða tíu efstu
sætin skipuð þessum mönnum:
1. Júlíus Sólnes.
2. Hreggviður Jónsson.
3. Ragnheiður Ólafsdóttir.
4. Einar Þorsteinsson.
5. Amdís Tómasdóttir.
6. Theódóra Þórðardóttir.
7. Gunnlaugur Jónsson.
8. Kristinn Jónsson.
9. Ingi Gunnlaugsson.
10. Bjöm Haraldsson.
Á Austurlandi verður framboðslisti
Borgaraflokksins þannig skipaður:
1. Ingvar Níelsson.
2. Tryggvi Ámason.
3. Finnur Bjamason.
4. Garðar Svavarsson.
5. Sigurður Jónsson.
6. Bjöm Jónsson.
7. Úlfar Sigurðsson.
8. Lára Thorarensen.
9. Þórarinn Hávarðarson.
10. Valdimar Jóhannsson.
Á Suðurlandi hefur Óli Þ. Guð-
bjartsson, sem skipað hefur 5. sæti
framboðslista Sjálfstæðisflokksins,
tekið 1. sætið á lista Borgaraflokks-
ins. Aðrir frambjóðendur þar framar-
lega í flokki em Amþór Bogason,
Bjöm Gíslason og Ólafur Grántz.
Þegar DV fór í prentun í gærkveldi
var enn óljóst með skipan framboðs-
lista á Vestfjörðum en leigð hafði verið
þyrla til að fljúga með mannskap vest-
ur til þess að leggja lokahönd á skipan
framboðslista þar.
-ój
„Mikil tíðindi í
íslenskum stjómmálum“
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
„Það hafa orðið mikil tíðindi í ís-
lenskum stjómmálum að Sjálfetæðis-
flokkurinn hefur klofhað og það segir
sína sögu um ástandið að slíkt hefur
gerst,“ sagði Jón Baldvin Hannihals-
son, formaður Alþýðuflokksins, í
samtali við DV er blaðið innti hann
álitis á þeirri stöðu sem komin er upp
með framboði Borgaraflokksins.
„Fjandvinir augnabliksins, Þor-
steinn og Albert, em báðir yfirmenn
skattamála hér síðustu fjögur árin og
ef menn vilja ræða um siðferði þekkir
þjóðin það öll að siðlaust skattakerfi
og skattaundansláttur hefur sam-
kvæmt opinberum tölum kostað okkur
4-5000 milljónir á þessum tíma.“
Jón Baldvin sagði emnig að sumum
þættu það litlar tölur sem Albert er
sakaður um að hafa stungið undan í
samanburði við það sem felst í framan-
greindum tölum.
Aðspurður um hvort Alþýðuflokkur-
inn óttaðist framboð Borgaraflokksins
sagði Jón Baldvin að ekki væri tíma-
bært að ræða þá spumingu fyrr en séð
væri hvaða mannaval stæði í kringum
Albert.
„I dag er þetta tilfinningamál meðal
fólks. Þetta er sett upp eins og einstak-
lingurinn gegn flokksforystunni og
flokkseigendafélaginu. Þegar fram
líða stundir ætti almenningi að verða
það ljóst að hérlendis er þörf á nýju
afli, afli sem ég tel að Alþýðuflokkur-
inn hafi öll tök á og möguleika á að
verða.“
-FRI
Nýr framboöslisti Sjálfstæðisflokksins á Suðuriandi:
Guðmundur Sigurðsson
kom í stað Ola Þ.
Nýr framboðslisti Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðurlandskjördæmi var skipað-
ur síðdegis í gær eftir að Óli Þ.
Guðbjartsson skólastjóri, sem verið
hefur í fimmta sæti listans í kjördæm-
inu, féll frá framboði sínu. Guðmundur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri á Sel-
fossi, hefur verið skipaður í 5. sætið
en Óli Þ. Guðbjartsson tók fyrsta sæti
á lista Borgaraflokksins í Suðurlands-
kjördæmi.
Á fundi miðstjómar Sjálfstæðis-
flokksins var framboðslistinn í
Reykjavík staðfestur og samþykkt
ályktun þar sem segir að formaður
Sjálfstæðisflokksins hafi brugðist rétt
við og í fyllsta samræmi við skyldur
sínar á öllum stigum þess máls sem
leiddi til afsagnar Alberts Guðmunds-
sonar úr embætti iðnaðarráðherra og
hefur nú leitt til þess að hann hefur
dregið sig út af framboðslistanum í
Reykjavík að eigin fríunkvæði.
1 ályktuninni segir einnig að skorað
sé á sjálfstæðismenn um land allt að
standa þétt saman um framboðslista
flokksins í öllum kjördæmum i kom-
andi kosningum. Sterkur Sjálfstæðis-
flokkur sé eina vöm þjóðarinnar gegn
óstjóm og upplausnarstefnu vinstri
flokkanna og ekki megi spilla þeim
góða árangri sem náðst hafi á síðustu
árum með stjómarþátttöku flokksins.
-ój
Þorsteinn Pálsson við upphaf mið-
stjórnarfundar Sjálfstæðisflokksins í
gær.
S-listinn í Norðuriandskjördæmi vestra:
ngi Björn Albertsson og Helena Albertsdóttir „á fullu“ í kosningaskrifstofu Borgaraflokksins í gær þegar verið
að ganga frá framboðslistum víða um land. r.w-----. r
var
Yfiriæknir í efsta sæti
Andrés Magnússon, yfirlæknir á
Siglufirði, skipar efsta sæti S-listans í
Norðurlandskjördæmi vestra. Listinn
er þannig skipaður:
1. Ándrés Magnússon yfirlæknir, Si-
glufirði.
2. Hrafhhildur Valgeirsdóttir hár-
greiðslumeistari, Blönduósi.
3. Runólfur Birgisson skrifstofustjóri,
Siglufirði.
4. Róbert Jack prófastur, Tjöm.
5. Guðmundur Pálsson framkvæmda-
stjóri, Varmahlíð.
6. Marta Rósa Rögnvaldsdóttir hús-
móðir, Siglufirði.
7. Sigurður Hallur Sigurðsson iðn-
nemi, Hvammstanga.
8. Kristín B. Einarsdóttir húsfrú,
Efra-Vatnshomi, V-Hún.
9. Þórhallur Erlingsson nemi,
Kringlumýri, Skagafirði.
10. Þórður S. Jónsson verslunarmað-
ur, Laugabakka, V-Hún.
„Mér líst vel á þetta, ég finn að list-
inn hefur hljómgrunn," sagði Hrafh-
hildur Valgeirsdóttir, hárgreiðslu-
meistari á Blönduósi, en hún skipar
annað sætið á S-listanum í Norður-
landskjördæmi vestra. „Það em
margir á Blönduósi og jafhframt úti í
sveitunum hér í kring sem styðja Al-
bert. Fólki finnst að farið hafi verið
illa með hann.“
Hrafnhildur sagðist jafhframt ekkert
vilja hafa með Vilhjálm Egilsson, sem
skipar annað sæti D-listans í kjördæm-
inu, að gera. „Ég vil ekki þennan unga
mann og svo er um fleiri. Við þurfum
ekki Reykvíkinga í þetta kjördæmi."
Róbert Jack, prófastur á Tjöm, sagði
við DV í gær að hann væri bjartsýnn.
„Mér líst sérstaklega vel á að Andrés
yfirlæknir sé í fyrsta sætinu. Við álít-
um öll að það sé mikið réttlætismál
að listinn fái fylgi.“
Ágúst ísfjörð, kosningastjóri Al-
berstsmanna i Norðurlandskjördæmi
vestra, sagðist vera fullviss um að list-
inn hefði meðbyr. „Menn em hrifnir.
Þetta er ef til vill ekki pólitískt mál
en þetta er mikið réttlætismál," sagði
Ágúst ísfjörð.