Alþýðublaðið - 29.06.1921, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.06.1921, Qupperneq 3
ALÞVÐOBLAÐtÐ 3 I Havinden’s Cocoa sérlega ódýrt og gottc Kaupfélag Reykvlkinga Laugaveg 22 A. S i m I 7 2 8. Sambandsþlngi U. M. F. í. var slitið í gær síðdegis, Sam- bandsstjórn fyrir næstu 3 ár var kosin: Magnús Stefánsson sam* bandsstjóri, Guðrún Björnsdóttir ritari, Jón Kjartansson gjaldkeri og meðstjóriieRdur Guðmundur Davíðsson og Guðmundur Jónsson. Á Fingvollnm var mikill fjöldi íóiks samankomiun í gær. Veður var hið bezta, glaðasólskin og blfða, enda hefði verið óskemti- legt á Völlunum fyrir svo margt fólk, ef öðruvísi hefði viðrað. Glímuna vann Hermann Jónasson en Guðm. Kr. Guðmundsson var næstur honum. Afhenti konungur Guðmundi bikar fyrir fegurst glímulag, en Hermann fekk „me- dalíu" að launum. Yfirleitt tókst glíman vel og miklu betur, . en menn hafa átt að venjast hér undanfarið. Eonnngsgjöf. Konungur hefir gefið Alþingi dýiindisvasa úr dönsku postulíni. Á annari hlið hans er fagurlega gerð mynd af Suðurlandsströndinni og Heklu, með skjaldarmerki íslands yfir, en á hinni hliðinni er mynd af konungsskipinu og skjaldarmerki Danmerkur yfir. Fangamark kon ungs og drotningar og áletrunin „ísland 1921* stendur á vasanum. Landhelgisbrot. B-skytteren kom f nótt með tvo togara. énsk an og þýzkan, sem hann hafði staðið að landhelgisveiðum í gær milli Tvískerja og Ingólfshöfða. Verður ekki annað sagt, en hon um gangi veiðin vel. Gamla eða nýja hjól- hestagrind. óska eg að fá keypta. Ennfremur kaupi eg ca. 20 m. af V*" notuðum gaspípum. — Tek þær niður ef óskað er. Jóhann Valdimarsson Hvg. 37 niðri. Nýkomið: Allskonar sjóföt (frá H. H. Moss) Allsk. máln- ingavörur Allsk. máln ingarpensiar. Blakkfernis. Með Islandi kom: Segl dúkur nr. 1—12. Tjald dúkur fi. teg. Gummistíg- vél. — Agætar vörur, — Verðið hvergi lægra. Símar 605 og 597. O. Ellingsen. Kanpid A lþýðu binðið! Jssci LðndoH: Æflntýri. nota sér rokstorm, sem getur komið honum 4 ákvörð- unarstaðinn á tuttugu klukfeustundum, lendir hann í stillum sem á eftir koma, og verður hálfan mánuð að komast sömu leið. Vafalaust borgar Martha sig vel undir stjórn hans, en ekki nærri því eins vel og ef góð- ur stjórnari væri á henni." Hún þagnaði og starði hvössum augum á eftir skipinuj „En — er hún ekki dásamleg I Sko, hvernig hún bein- línis þýtur áfram, og þó sézt enginn vindur gára sjó- inn. Þetta er heldur engin tinhúð, hver þumlungur af skrokknum er þakinn ósviknum herskipaeirplötum. Eg lét fægja þær við Poonga-Poonga. Skipið var selaveiði- skip áður en gullleiðangurinn tók við því. Og selveið- ararnir verða að sigla vel; þeir hafa oftar en einusinni komist undan rússneskum herskipum. Eg skal segja þér satt, að hefði mig dreymt um að eg mundi gera svo góð kaup þegar eg fór til Guvutu, hefði eg aldrei farið 1 félag við þig. Og þá hefði eg sjálf getað stýrt skipinu". Sheldon sá smátt og smátt, að það sem hún sagði var rétt. Hún hefði gert þetta verk, jafnvel þó hann hefi ekki verið verið félagi hennar. Hann hafði hvergi komið nærri björgun Martha. Ein síns liðs og án þess að hafa nokkurn ráðunaut, hafði hún ráðist út 1 æfin- týrið, þrátt fyrir hlátur manna og annan eins andstæðing og Morgan & Roff, og hún hafði sigrað. „Mér finst eg vera eins og fullorðinn maður sem tek- ur brúðu lítillar stúlku af henni", hrópaði hann alt í einu angurvær. „Og nú grætur barnið eftir henni". Hún leit á hann, og hann tók eftir því að varir hennar skulfu og tár glömpuðu í augum hennar. Aftur hafði drengurinn í huga hennar fengið yfirhöndina, hugsaði hún; það var drengurinn sem grét til þess að fá skipið sitt aftur til þess að leika sér með það. Og þó var hún kona. Gagn- stæðurnar voru afskaplegar 1 henni. Hann fór að hugsa um það, hvort hann mundi hafa elskað hana eins, ef hún hefði verið fullkomin kona, ekkert drengslegt við hana. En alt í einu varð honum það ljóst, að hann elskaði hana einmitt svona, eins og hún var — bæði drenginn og alt annað 1 fari hennar, þvl hefði skap- gerð hennar verið einhvernvegin öðruvísi, hefði hún ekki verið svona. / „En nú hættir litla barnið að gráta", sagði hún. „Þetta er síðasta andvarp þess. Eg veit að sá dagur kemur, ef Kinrose ekki siglir skipinu í strand, að þú færð félaga þínum það í hendur. Eg skal ekki lengur vera önug. En eg vona, að þú skiljir, hvað eg finn til. Það er ekki eins og eg hafi keypt Martha, eða látið smíða hanna. Eg hefi bjargað henni, varnað þess að hún sykki í djúpið, um það leyti sem það var álitið áhættuspil að leggja fimmtíu pund í fyrirtækið. Eg á skipið; það er mér að þakka, að það er til. Sfðasta norðveslanrokið hefði eyðilagt það á þremur klukku- stundum. Og mundu það, að eg hefi sjálf stýrt skipinu sem siglir afburðavel og lætur svo að stjórn, að eg hefi aldrei þekt annað eins. Og hvað það er létt 1 vöfum. Þverlegðu stýrið, og það snýst eins og skopparakringla, án þess seglin séu hreyfð, og það er hægt að láta það fara aftur á bak, eins og gufuskip; það gerði og við Songa-Songa, milli rifsins og skersins. i?að var dásam- legt . . . En eg veit, að þér þykir ekki eins vænt um skip og mér, og að þér finst eg vera heimsk. En einhvern tfma tek eg aftur við stjórninni á Martha. Það veit eg. Eg veit það‘‘. Alveg ósjálfrátt, rétti hann út hendina og lagði hana ofan á hendi hennar á handriðinu. Og hann var í eng- um vafa um það, að það var drengurinn sem svaraði handtakinu, drengurinn, sem syrgði leikfangið, sem hann hatði mist. Hugsunin gerði hann kaldan. Hann hafði aldrei verið nær henni, og þó var hann sér full-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.