Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1987, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987.
Fréttir_______________________________________________________________________________________________dv
Jón Baldvin Hannibalsson krafinn skýringa á skattframtali:
Taldi ekki fram tekjur
frá stjómarskrárnefnd
„Ástæðan fyrir því að þessi þóknun
fyrir störf í stjómarskrárnefnd vai’
ekki talin fram var sú að í báðum til-
vikum er um að ræða sama launageið-
anda, það er að segja fjármálaráðu-
neytið. Ég taldi ekki fram sjálíúr í
þetta skiptið, það gerði endurskoð-
andi,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son, formaður Alþýðuflokksins, í
samtali við DV. Jón var spurður um
orsakir þess að hann gaf ekki upp til
skatts tekjur þær sem hann aflaði eitt
árið með störfum sínum í stjórnar-
skrámefnd og hvort sú „yfirsjón" væri
sambærileg við „yfirsjón" þá er Albert
Guðmundsson, fyrrverandi ráðherra,
var staðinn að og galt fyrir með ráð-
herradómi sínum.
„Ég setti mína launaseðla í hendum-
ar á endurskoðanda og gekk út frá
því sem gefnu að launaseðillinn frá
fjármálaráðuneytinu væri heildar-
laun. Mér var síðar sagt, að því er
varðar aðra meðlimi stjómarskrár-
nefndarinnar, að þetta hafi líka hent
í þeirra tilviki. Þetta er skýringin sem
ég hef á þessu,“ sagði Jón Baldvin.
„Það sem hefúr verið borið á Albert
Guðmundsson er að hann hafi tekið
við afsláttargreiðslum frá Hafskip hf.
fyrir farmflutninga sem vom greiddir
af öðrum aðila, ríkisstofnuninni
ÁTVR og í annan stað - og þar vitna
ég til orða fjármálaráðherra nú - þá
er sett fram það sakarefni að ferðalag
það sem hann fór til Nissa hafi verið
greitt af Hafskip hf. og einnig af ríkis-
sjóði. Að því er varðar afsláttargreiðsl-
una þá eru svör Alberts á þá leið að
hann hafi lagt fjárhæðina inn á sinn
einkareikning. Fjármálaráðherra seg-
ir sakarefnið nú vera það, að þrátt
fyrir viðskiptavenjur ætti þessi afslátt-
argreiðsla að fara til ríkisstofnana.
Ég fæ því ekki séð að þetta tvennt sé
sambærilegt, að því er varðar efnisat-
riði,“ sagði Jón Baldvin.
- Lagðir þú ekki saman launaseðla
þína og barst saman við heildarlaunin
sem þú fékkst uppgefin í fjármálaráðu-
neytinu?
„Stjómarskámefndin er eina laun-
aða nefndin sem ég starfaði í og að
því leyti er framtal mitt ákaflega einf-
alt, það er þingfararkaupið eitt að
þessu viðbættu á þessu umrædda ári.
Það sem ég gerði var ósköp einfaldlega
að ég gerði ráð fyrir því, enda hafði
verið svo áður, að launaseðill fjár-
málaráðuneytisins væri gefinn upp í
heild fyrir allar launagreiðslur. Þetta
var athugunarleysi," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson.
-ój
Þorsteinn Pálsson, nýskipaður iðnaðarráðherra, fylgist glaðhlakkalegur með þegar Páll Kr. Pálsson, for-
stjóri Iðntæknistofnunar, afhendir viðurkenningarskjöl fyrir námskeiðið Vöxtur og velgengni í Iðntæknistofnun
í gær.
DV-mynd Brynjar Gauti
Fyrsta embættisverk
nýskipaðs iðnaðarráðherra
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra og nýskipaður iðnaðarráðherra,
sinnti sínu fyrsta embættisverki opin-
berlega, sem iðnaðarráðherra, er hann
var viðstaddur lokaútskrift námskeið-
isins „Vöxtur og velgengni" í Iðn-
tæknistofnun í feær.
Námskeið þetta er hluti af verkefhi
Iðntæknistofúunar, „Framleiðniátak í
iðnaði“, sem hmndið var af stokkun-
um í tíð forvera Þorsteins, Alberts
Guðmundssonar. Markmiðið með
framleiðniátakinu er að gera almenn-
ing og iðnfyrirtæki meðvitaðri lun
mikilvægi þess að auka framleiðni í
íslensku atvinnulífi.
„Framleiðniaukning er raunar alger
forsenda þess að góðærið sem svo oft
er talað um, skili sér,“ sagði Páll Kr.
Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar,
m.a. við lokaútskriftina.
15 framkvæmdastjórar iðnfyrirtækja
voru útskrifaðir af námskeiðinu sem
staðið hefur yfir síðastliðna 18 mán-
uði. Létu þeir mjög vel af námskeiðinu
og er talið að afrakstur þess megi nú
þegar sjá f starfsemi fyrirtækja þeirra.
-ES
Póstmenn sömdu í nótt
Samningar tókust milli póstmanna
og samninganeftidar ríkisins í nótt.
Verkfalli póstmanna, sem hófst á
miðnætti, var þvi frestað áður en það
fór að hafa nein óhrif.
Að sögn Indriða H. Þorlákssonar,
formanns samninganefúdar ríkisins,
er kjarasamningurinn svipaður þeim
sera gerður var við Starfsinannafélag
ríkisstofriana nú nýlega.
Samningurinn gengur mjög jafnt
yfir alla hópa póstmanna en þó fa
bréfberar örlítið meira en aðrir.
-ES
Pósturinn flokkaöur f gær, þegar menn bjuggu sig undir verkfall. Samning-
ar tókust hins vegar I nótt, þannig að póstburður verður með eðlilegum
hætti. DV-mynd Brynjar.
DV-mynd KAE.
La Scotto í Reykjavík
Einhver þekktasta og fjölhæfasta óperusöngkona vorra tima, Renata Scotto,
kom til landsins í gær. Við komuna voru henni afhentir blómvendir og bækur
um ísland en klukkan 17 á iaugardag fá íslenskir söngunnendur að hlýða á
rómaða rödd hennar á tónleikum í Háskólabíói.
Starfsmaður Eimskips féll íft,öic+r'
Klessti
Rennilegur Porscho 924 með lykli
í kveikjulási er freistandi. Sú var
raunin er einn af starfsmönnum
Eimkips átti að renna einum slíkum
örstutta leið af bíl og leggja í Eim-
skipafélagsportið í Hafúarfirði.
Starfsmaðurinn réð ekki við bens-
ínfótinn og reyndi gripinn með
ófyrirsjáanlegum afleiðin
tætti af stað með bros á vör
ið stirðnaði þegar Porsche stöðvaðist
á grindverki þar hjá.
Eimskipafélagið hefur lofað að
bæta tjónið. Bíllinn er frá 1978 og
kostar tæp 400 þúsund.
-EIR
Dældaður Porsche í Hafnarfirði.