Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Stjómmál
IfF 2 *, föm. jsm IJhb rn
U W £)■ * ”,'1
mm f -
- . , —•—jJi Clf'c V. Á \~ M .fölí.
Það rikti mikill einhugur á landsfundi Þjóðarflokksins sem haldinn var um helgina. Þar var m.a. ákveðið að halda barát-
tunni áfram og bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. DV-mynd JGH
Vilhjálmur Egilsson:
Allt betra
en Framsókn
„Ég held að ef maður lítur til þeirra
verka sem eru framundan í efiiahags-
málum og þjóðmálum yfirleitt þá sé
allt betra en Framsókn," sagði Vil-
hjálmur Egilsson, hagfræðingur
Vinnuveitendasambandsins, vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, í viðtali við DV.
„Ég tel að Framsóknarflokkurinn
hafi rekið sína kosningabaráttu af
ótrúlegri skammsýni. Hann reyndi að
slá sér upp á kostnað verkalýðshreyf-
ingarinnar."
Um afstöðu til nýsköpunarstjómar,
stjómar Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags, sagði
Vilhjáhnur:
„Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn
eigi ekki sérstaklega að leita eftir því
að fara í slíka stjóm. Hins vegar tel
ég að slíkur möguleiki geti verið einn
af þeim sem komi til greina.“
-KMU
Ami hættir ritstjórn
Alþýðublaðs
Ámi Gunnarsson alþingismaður lét
formlega af starfi ristjóra Alþýðu-
blaðsins á flokksstjómarfundi Al-
þýðuflokksins á laugardag.
FÍokksþingið staðfesti jafnframt ráðn-
ingu Ingólís Margeirssonar í ritstjóra-
starfið.
Ámi hyggst alfarið sinna þing-
mennskunni en hann var endurkjör-
inn á þing í alþingiskosningunum 25.
apríl. -KMU
Kvenfélag Demókrataflokksins í
New York-borg í Bandaríkjunum
hefur farið þess á leit við Kvenna-
listann að hann sendi fulltrúa sinn
til að flytja ræðu á áriegum kvöld-
verðarfundi kvenfélagsins 26. raaí
næstkomandi. Vilja demókrata-
konur fá kvennalistakonu til að
kynna Kvennalistann íslenska og
svara fyrirspumum.
Kvennalistinn hefiu þegar þegið
boð ajónvarpsstöðvar í Bareelona
á Spáni um að senda fúlltrúa í vin-
sælan umræðuþátt sem sendur er
út á besta tíma. Þangað fer María
Jóhanna Lárusdóttir.
Þá á Kvennalistinn von á boði
frá Italíu um að senda fulltrúa á
þing kvennasamtaka þar.
-KMU
Snædís Gunnlaugsdóttir:
Ánægð með
útkomuna
Jón G. Haukssan, DV, Akuieyii
„Ég er mjög ánægð með útkomuna á
þessum fúndi. Það sem ber hæst að
mínu mati er umræðan um að kjósa
til þjóðfundar til að kjósa nýja stjóm-
arskrá," sagði Snædís Gunnlaugsdótt-
ir, lögfræðingur á Húsavík, á
landsfundi Þjóðarflokksins á Akur-
eyri.
- Á Þjóðarflokkurinn framtíð?
„Það finnst mér alveg augljóst miðað
við undirtektimar. Ég tel það spum-
ingu hvenær Þjóðarflokkurinn verður
að rísaflokki. Ég tel að hann höfði til
mjög margra. “
Snædís sagði að fólk í fleiri flokkum
ætti eftir að sjá að sér og koma til
Þjóðarflokksins þegar fram liðu stund-
ir.
Sjöfn Halldórsdóttir:
Baráttunni
haldið
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri:
„Þessi fundur segir okkur að þetta
fólk, sem er hvað virkast í Þjóðar-
flokknum, sé tilbúið tií að halda áfram
baráttunni. Við fundum mikinn hljóm-
gmnn í kosningabaráttunni þótt hann
skilaði sér ekki,“ sagði Sjöfn Halldórs-
dóttir á landsfundi Þjóðarflokksins á
áfram
Akureyri um helgina.
- Hvað gerðist þá í sjálfúm kosning-
unum?
„Það tekur tíma að brjóta upp gamla
flokkakerfið. Barátta hinna gekk út á
að hræða fólk með glundroðakenning-
unni og þess vegna kaus það okkur
ekki.“
Stefán Ágústsson:
Góður fundur og
málefnalegur
að halda baráttunni áfram,“ sagði
Stefán.
Hann sagði ennfremur að Þjóðar-
flokkurinn ætlaði ömgglega að bjóða
fram í öllum kjördæmum í næstu kosn-
ingum. „Við höfum náð árangri.
Byggðamál em að skjóta upp kollinum
í öllum flokkum," sagði Stefán Ágústs-
son
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
„Þetta var góður fundur og málefna-
legur,“ sagði Stefán Ágústsson sem
endurkjörinn var varaformaður Þjóð-
arflokksins á landsfúndinum á
Akureyri.
„Ég tel það bera hæst hversu mikil
samstaða var hér á þessum fundi um
í dag mælir Dagfari
Hart í bak
Bandaríkjamenn em einkennilegt
fólk. Þeir hafa þá áráttu að hefja
fólk til skýjanna, koma því til æðstu
metorða og frægða, en reyta síðan
af því æruna og mannorðið eins og
þeir eigi lífið að leysa. Lengst af
hefur þetta gilt um kvikmyndaleik-
ara og poppstjömur sem sífellt em
í sviðsljósinu fyrir að gifta sig, skilja
og gifta sig aftur.
Nú í seinni tíð hefur þessi frétta-
flutningur færst yfir á stjómmála-
mennina og í þeim efhum em
forsetamir sjálfir ekki látnir í friði.
Skemmst er að minnast hvemig fjöl-
miðlamir hafa eyðilagt hvem forset-
ann á fætur öðrum. Johnson hraktist
frá völdum vegna þrýstings frá fjöl-
miðlum, Nixon fór frá með skömm
eftir að hann hafði verið hundeltur
fyrir að standa með starfsmönnum
sínum. Ford þorði ekki einu sinni í
framboð og Carter var gerður að
svoddan aumingja í forsetastól að
hann átti aldrei neina möguleika til
endurkjörs.
Nú em fjölmiðlamir vestra að
hamast á Reagan og hafa sviðsett í
sjónvarpinu réttarhöld til að finna
það út að Reagan hafi brotið eitt-
hvað af sér í svokölluðu íransmáli.
Virðast fréttamenn vera staðráðnir
í því að hætta ekki þeim eltingaleik
fyrr en búið er að klína einhveiju
lögbroti á Reagan þannig að hann
endi feril sinn með svarta bletti á
tungunni. Þetta er því hlægilegra
þar sem allir vita vestra að Reagan
er ekki til annars brúklegur í Hvíta
húsinu en að brosa og vera huggu-
legur og hefur aldrei haft vit á því
að taka neina ákvörðun sem máli
skiptir. Hann lætur embættismenn
sína um skítverkin enda kallast
hann góður ef hann man að kvöldi
það sem hann gerði að morgni.
Nú standa forsetakosningar fyrir
dyrum á næsta ári og nokkrir vel
látnir og hæfir menn hafa glapist til
að gefa kost á sér sem forsetaefni.
Einn þeirra var Gaiy Hart, fyrrum
þingmaður. Hart þessi hefúr vakið á
sér athygli fyrir að vera óvenjulega
hæfúr maður, vel gefinn, menntaður
og vinsæll meðal almennings. Fjöl-
miðlar sáu fljótt að þennan mann
yrði að eyðileggja. Það kom auðvit-
að ekki til greina að almennilegur
maður yrði forseti í Bandaríkjunum
og þess vegna fór pressan í gang.
Hún njósnaði um Hart nætur og
daga, lá í leyni á rökkrinu og elti
hann á röndum við hvert fótmál.
Þessi njósnastarfsemi endaði með
því að Hart féll í gildruna. Honum
varð það á að bjóða ungri stúlku
heim til sín og blaðamennimir fúndu
það út að stúlkan hefði dvalið næt-
urlangt. Og þá var ekki að sökum
að spyrja. Hart hafði sofið með döm-
unni. Daman hafði sofið hjá Hart.
Bingó: úti var ævintýri. Hart er bú-
inn að vera, hann dró sig í hlé og
kemur ekki nálægt stjómmálum það
sem eftir er ævi sinnar.
Nú má það vel vera að í Bandaríkj-
unum vilji menn ekki viðurkenna
að menn sofi hjá konum. En fyrir
okkur hina sem erum breyskir í
holdinu kemur það heldur spánskt
fyrir sjónir að heyra að forsetafram-
bjóðendur vestra megi ekki gera hitt
þótt þeir vilji vera forsetar. Hverjum
kemur það við hver sefur hjá hveij-
um ef þetta sama fólk stendur sina
pligt þegar það er ekki að sofa hjá?
Sefur Reagan hjá Nancy? Eða
Thatcher hjá eiginmanni sínum?
Með þessu er ekki verið að segja að
þau sofi hjá öðrum en hvað kemur
það okkur við hvort náttúran hefur
hamlað þessu fólki að sofa hvað hjá
öðm eða það kýs yfirleitt að sofa
hjá eða sofa ekki hjá? Ekki em þau
verri stjómmálamenn fyrir það, eða
hvað? Ef Hart vildi frekar sofa hjá
öðrum konum en eiginkonu sinni
þá er það hans mál. Svo ekki sé tal-
að um ef hann sefúr hjá eiginkonu
sinni líka. Hann gæti þess vegna
verið miklu betri forseti fyrir vikið
ef hann hefur þrek til að sofa hjá
mörgum konum í einu.
Það er aldeilis dæmalaust að fylgj-
ast með því hvemig bandaríska
pressan tekur sér fyrir hendur að
eyðileggja sína bestu menn fyrir
syndir sem allar em framkvæmdar
i nafni þjóðarinnar, náttúmnnar eða
eftir holdsins þörfum. Það er and-
skoti hart fyrir Hart að draga sig í
hlé fyrir sakir sem em ekki aðrar
en þær að sofa hjá konu sem hann
langaði til að sofa hjá — og hún hjá
honum. Dagfari